Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Engin endastöð er í kröfum um hærri laun en um leið skilur enginn af hverju Ísland er dýrasta land í heimi. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði Gallup framkvæmir árlega þjónustukönnun meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins og á fundi bæjarráðs í Hafnarfirði nú í lok janúar var farið yfir niðurstöður síðasta árs. Óhætt er að segja að niðurstöðurnar séu gleðilegar fyrir okkur, en ánægja með þjónustu við barnafjölskyld- ur, þjónustu leikskóla og þjónustu við fatlað fólk hefur ekki mælst hærri frá upphafi mælinga. Aðrir þættir ná einnig hæsta gildi og eru níu af hverjum tíu íbúum ánægðir með bæinn sinn. Við höfum talað mikið fyrir aukinni áherslu á barnafjölskyldur í Hafnarfirði og höfum sýnt það í verki með mjög afgerandi hætti í formi verkefna og aðgerða sem innleidd hafa verið undanfarið ár. Markvisst höfum við t.a.m. bætt aðstæður og lækkað álögur á barnafjölskyldur með því að stórauka systkinaafslætti á leikskólagjöldum, innleiða nýja á skólamáltíðir grunnskólabarna, hætt gjaldtöku á ungmenni í sund, byggt skynsamlega upp íþrótta- mannvirki og hækkað frístundastyrki svo fátt eitt sé nefnt. Rík áhersla hefur jafnframt verið á fjölgun félagslegs húsnæðis og byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Öflugt og traust atvinnulíf er hverju samfélagi mikilvægt og árið 2018 steig núverandi meirihluti stórt skref þegar tekin var ákvörðun um að lækka álagningastuðul fasteignaskatts á atvinnu- húsnæði úr 1,57% í 1,40%. Var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi og traust umhverfi. Líkt og sjá má hefur rík áhersla hefur verið lögð á innleiða og framkvæma í öllum málaflokkum og virðist það skila sér beint í mælingar. Það á bæði við um þá sem nýta sér þjónustuna og þeirra sem leggja mat á hana út frá tilfinningu og umtali í bæjarfélag- inu. Þessar niðurstöður þjónustukönnunar Gallup gefa okkur því nokkuð góða mynd af ánægju íbúa og eru um leið mikilvæg hvatning til okkar um að gera enn betur á næstu misserum og árum. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Góð þjónusta í Hafnarfirði Sloppurinn Það vakti athygli þeirra sem fylgdust með málflutningi í Strassborg í fyrradag hversu vel málflutningsskikkja Vilhjálms Vilhjálmssonar fór lögmann- inum. Í samanburði við aðra lög- lærða í salnum, að dómurunum sautján meðtöldum, bar lögmað- urinn af eins og gull af eiri. Pífur og blúndur eru alltaf klæðilegar, ekki síst þegar karlmenn klæðast þeim. Kardinálar í Vatikaninu eru þar gleggsta dæmið. Ef eitt- hvað mætti finna að skikkjunni væri það helst að hún er svört. Hún hefði notið sín betur í rauðu eða jafnvel purpuralit. Klappliðin Það var greip um sig undarleg tilfinning að horfa yfir salinn þarna í Strassborg.Hugrenninga- tengsl mynduðust við spurninga- keppni framhaldsskólanna, Gettu betur, og menn veltu fyrir sér hvort salnum væri skipt milli liða, þeirra sem styðja málstað íslenska ríkisins og hins vegar stuðningsmenn Guðmundar Andra Ástráðssonar, sem játaði ölvunar- og vímuefnaaksturs- brot sín fúslega frammi fyrir héraðsdómara í Reykjavík og Landsréttardómurum í Kópavogi og er nú kominn með málið sitt til Strassborgar, öðru sinni. Það sem var öðru vísi í Strass- borg var að það voru ekki hraða- spurningar, en flest annað var líkt. Nema það var ekki klappað fyrir liðunum, sem er synd. Því verður tæplega haldið fram að það hafi ekki verið búið að vara við þessu. Ný þjóð-hagsspá Seðlabankans undirstrikar þá kólnun sem nú á sér stað í hagkerfinu. Eftir fordæmalausa uppsveiflu tókst að tryggja mjúka lendingu en hættan nú er sú að við séum að sigla inn í lengra tímabil stöðnunar en við höfum áður vanist. Hagvaxtarhorfur hafa enn versnað, verðbólga er vel undir markmiði, störfum fer fækkandi og atvinnuleysi eykst, útflutningur dregst saman og atvinnuvegafjárfesting hefur fallið eins og steinn. Þó gert sé ráð fyrir hagvexti í ár – um 0,8 prósent – þá er þetta lýsing á hagkerfi sem er í samdrætti. Ákvörðun um að lækka vexti úr þremur prósentum í 2,75 prósent – þeir hafa nú lækkað um 175 punkta síðan í maí 2019 – var því sjálfgefin og augljóst að meira þarf að koma til. Stærsta áhyggjuefnið er atvinnuvegafjárfesting. Ný útlán til fyrirtækja drógust saman um fimmtíu prósent í fyrra. Eftir mikinn útlánavöxt árin á undan þá var við því að búast að hann færi minnkandi – en hversu hratt vöxturinn hefur dregist saman á jafn skömmum tíma verður ekki aðeins skýrt með efna- hagslægðinni. Vaxtalækkanir Seðlabankans, sem eru einkum hugsaðar til að örva fjárfestingu, hafa ekki skilað sér sem skyldi í bættum lánskjörum og á sama tíma hafa bankarnir hækkað stórlega vaxtaálög sín á útlán til fyrirtækja. Við þær aðstæður, samhliða vaxandi launakostnaði sem er sá mesti sem þekkist í OECD, er ósennilegt að við munum sjá viðsnúning í fjárfestingaáformum fyrirtækja. Hvað getur ríkið gert? Sterk staða ríkissjóðs og lágir vextir á heimsvísu þýða að aldrei hafa verið betri aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í inn- viðum. Ekki er vanþörf á eftir langt tímabil á árunum eftir fall bankanna þar sem opinberar fjárfestingar sátu á hakanum. Fjármálaráðherra hefur talað fyrir því, sem eina leið til að fjármagna slíkar framkvæmdir, að hefja söluferli á hlutum í Íslandsbanka. Slíkt skref er tímabært en engin ástæða er til að skilyrða auknar inn- viðaframkvæmdir við það sem nú þegar hefur verið boðað við sölu á bönkunum. Yfir 800 milljarða óskuld- settur gjaldeyrisforði og sú staðreynd að hægt er að sækja sér erlent fjármagn á jafnvel neikvæðum vöxtum þýðir að ríkið stendur frammi fyrir sögulegu tækifæri. Við eigum að nýta það. Staðan getur hæglega versnað verði ekkert að gert. Engin endastöð er í kröfum um hærri laun en um leið skilur enginn af hverju Ísland er dýrasta land í heimi. Hér fer illa saman hljóð og mynd. Seðlabankastjóri beindi mikilvægri spurningu á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær þegar hann sagði að þingmenn ættu að huga meira að því hvað þeir geta gert til að bæta framleiðni á Íslandi. Undir þá áskorun má taka. Allir eru sammála því að laun á Íslandi eigi að vera sem hæst. Á sama tíma vilja færri ræða hvernig hægt sé að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins svo hægt sé að auka þá verðmætasköpun sem nauðsynleg er til að standa undir frekari launahækkunum. Breytist það ekki mun Ísland verðleggja sig út af alþjóðlegum mörkuðum með tilheyrandi skertum lífsgæðum og auknu atvinnuleysi. Nýtum færið 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.