Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Go Red Nú er ekki ein- göngu talið að konur sem lenda í áhættumeðgöngu þurfi á eftirfylgd að halda heldur einnig barnið. Ellefti rauði dagurinn runnin upp á Íslandi og enn á ný minnir GoRed vitundarvakn- ing um hjartasjúkdóma kvenna á sig. Árið 2020 hefst í móðurkviði. Umfjöllunarefni blaðsins að þessu sinni er áhættumeðgöngur og eftirfylgni við mæður og börn þeirra til framtíðar. Það eitt að vera kona gefur okkur forskot þegar kemur að áhættu við að fá hjarta-og æða- sjúkdóma, það er nokkuð sem við getum verið mjög ánægðar með og þurfum þá að lágmarka að utanað- komandi áhættuþættir eyðileggi ekki það forskot sem við fengum. Þar erum við við stýrið með því að vanda fæðuval, stunda hreyfingu, reykja ekki, þekkja blóðþrýsting- inn okkar og vera meðvitaðar um ættarsögu, sér í lagi hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma. Áhætta á meðgöngu og eftirfylgni Rannveig Ásgeirsdóttir verkefnastjóri GoRed Meðgöngusykursýki , háþrýst- ingur á meðgöngu og meðgöngu- eitrun eru vandamál sem geta verið þess valdandi að við missum okkar meðfædda forskot og þurfum að búa við þá staðreynd að sjúkleiki geti komið upp í hjarta- eða æðakerfi okkar síðar á lífs- leiðinni og þurfum að hugsa enn betur um okkur og láta fylgjast með okkur reglubundið. Nú er ekki eingöngu talið að konur sem lenda í áhættumeð- göngu þurfi á eftirfylgd að halda heldur mögulega einnig barnið sem fæðist eftir slíka meðgöngu og því mikilvægt að vitneskjan gangi áfram til þess þegar það kemst til vits og ára. Það er forvörn falin í því að geyma og miðla ættarsögu. En markmiðið ætti án nokkurs vafa að vera að lágmarka tíðni áhættu á meðgöngu og er öllum til hagsbóta og þá skiptir máli að við sjálfar séum vakandi fyrir heilsunni , líkamlegu ástandi okkar og mögulega undirliggjandi vandamálum sem hægt er að fylgjast með og meðhöndla. Munum að börnin leggja traust sitt á okkur. Verum til staðar fyrir þau, ábyrgar,heilar og hraustar. Ég var kyrrsett heima á áttunda mánuði meðgöngunnar vegna of hás blóðþrýstings. Ég var þó ekki komin með meðgöngueitr- un heldur átti að taka því rólega heima við og fylgjast vel með blóðþrýstingnum,“ segir Addý sem fann ekki fyrir neinu og eignaðist yndislega og heilbrigða stúlku. „Eftir fæðinguna beindist auð- vitað öll athygli að barninu og ég spáði ekkert meira í blóðþrýst- inginn. Vitaskuld hefði ég átt að fylgjast með honum sjálf og þótt ég álasi engum finnst mér umhugs- unarvert hvort ekki ætti að fylgjast áfram með blóðþrýstingi mæðra í ungbarnaeftirlitinu því það er svo auðvelt að halda grunlaus áfram með lífið þegar barnið er komið í heiminn og alls ekki sjálfgefið að meðgönguþrýstingur eða með- göngusykursýki gangi til baka eftir fæðingu,“ segir Addý. Blóðþrýstingur var 180/260 Addý lét óáreitt að fylgjast með blóðþrýstingnum fyrstu sex árin í lífi yngstu dóttur sinnar enda einkennalaus með öllu og vissi ekki betur en að hún væri hreystin uppmáluð. „Á þessum sex árum lifði ég lífinu og fann ekki fyrir neinum einkennum fyrr en í fyrra að ég fór að fá mikinn hausverk sem lýsti sér í öllum meginatriðum eins og mígrenihausverkur. Ég velti því svo ekkert frekar fyrir mér, tók inn verkjatöflur og gekk út frá því að ég væri líklegast að fá mígreni á gamals aldri. Eftir á hef ég stundum hugsað að hefðu börnin mín þjáðst af álíka höfuð- kvölum hefði ég umsvifalaust farið með þau til læknis en mér fannst hausverkurinn ekki koma nógu reglulega til þess og lét mig hafa það,“ segir Addý. Eftir því sem leið á árið 2019 fór Addý að finna fyrir aukinni mæði. „Ég varð æ meira mæðin við gang og gat á endanum ekki lagst út af því þá náði ég ekki andanum. Síðustu tvær næturnar áður en ég veiktist síðastliðið haust svaf ég upprétt í hægindastól og hugsaði með mér að það væri ekki boðlegt. Ég fór því á heilsugæsluna þar sem blóðþrýstingurinn var mældur fimm sinnum í röð til að ganga úr skugga um að tölurnar reyndust hreinlega réttar því blóðþrýst- ingurinn mældist í hvínandi botni, eða 180/260!,“ upplýsir Addý sem var send rakleiðis af heilsugæsl- unni á bráðamóttökuna. Fór í andnauð á biðstofunni Addý gekk sjálf inn um dyrnar á bráðamóttöku Landspítala í fylgd eiginmanns síns. „Eftir tímana tvo á biðstofunni var ég komin inn fyrir í nánari skoðun og fór þar í andnauð. Þá var allt sett í fullan gang og þurfti að nota þrjár tegundir gass til að hjálpa mér að ná andanum á ný. Ég var komin í hjartabilunarfasa og mín upplifun af því var eins og hvirfilbylur færi um líkamann með víðtækum skemmdum á líf- færum. Við það stækkaði hjarta- vöðvinn, og það gengur ekki til baka, við tók nýrnabilun, vatn fór inn á lungun og bjúgur og bólga varð á sjóntaug. Það gekk til baka á fjórum mánuðum en sjónin verður aldrei eins góð og allt er þetta af völdum háþrýstings,“ útskýrir Addý sem var hætt komin en heppin að vera á réttum stað þegar ósköpin gengu yfir. „Sem betur fer stóðst æðakerfið mitt af sér þetta próf en oft leiðir langvinnur háþrýstingur til þess að gúlpur gefur sig í æðum sem svo getur leitt til heilablóðfalls eða hjartaáfalls. Of hár blóðþrýstingur er stundum kallaður „silent killer“ því hann er svo lúmskur og ein- kennin misvísandi; maður er í bullandi lífshættu en hefur ekki hugmynd um það.“ Addý kveðst ekki hafa haft tíma til að verða hrædd þennan örlaga- ríka dag á bráðamóttökunni. „Þetta kvöld stóð allt tæpt og þegar hjartalæknir var farinn að undirbúa hjartaaðgerð leit ég á manninn minn og sagði: „Bíddu, ég labbaði hérna inn af sjálfsdáðum og þremur tímum seinna er ég á leið í hjartaaðgerð!“ Þá skildi ég að ástandið var dauðans alvara. Önnur hjartalokan var farin að leka en ákveðið var að bíða með aðgerðina til næsta dags til að meta hvort lekinn stöðvaðist og það gerðist sem betur fer. Ég var sannarlega heppin og að vera á réttum stað þegar þetta allt gerðist með frábæra lækna í kringum mig,“ segir Addý, þakklætið upp- málað. Í framhaldinu var Addý lögð inn á gjörgæsludeild þar sem hún var undir eftirliti í þrjá sólarhringa. „Þegar búið er að keyra á hjarta- og æðakerfinu af svo miklum þrýstingi í langan tíma þarf að trappa hann rólega niður á gjör- gæslu. Þar var ég með allskyns lyf í æð og fylgst var náið með mér en við tók innlögn á hjartadeild þar sem tók heila viku að finna rétta lyfjaskammtinn til að stilla blóð- þrýstinginn rétt,“ upplýsir Addý sem mun áfram þurfa að vera í reglubundnu eftirliti til að hafa hemil á óstýrilátum blóðþrýstingi. Brýnt að mæla þrýstinginn Addý starfar hjá Icelandair og segir vinnuveitendur sína einstaklega skilningsríka. „Ég var frá vinnu út árið 2019 og þurfti að fara í endurhæfingu á Reykjalundi. Læknirinn minn segir batann gerast hraðar en hún bjóst við en það tekur sinn tíma að vinna upp þrek og starfsorku,“ segir Addý sem er nýlega byrjuð að vinna aftur, hálfan daginn. „Mér líður almennt vel og er ekki þjáð en finn fyrir þróttleysi af og til og þarf að gæta þess að hafa ekki of mikið álag í lífinu. Ég reyni að lifa lífinu með ró því enn koma þrýst- ingstoppar sem ég finn í þreytu og kraftleysi. Ég er heldur ekki enn komin á réttu lyfin fyrir hjartað því nýrun eru ekki enn búin að jafna sig og geta ekki höndlað það tiltekna hjartalyf. Ég er nú á sex mismunandi lyfjum fyrir hjarta- og æðakerfið en þótt lyfin þjóni frábærum tilgangi fylgja þeim ýmsar aukaverkanir. Þannig hefur kuldinn slæm áhrif á mig og fing- urnir verða náhvítir sökum þess að háræðarnar dragast of mikið saman og blóðflæði nær ekki fram í fingurgómana,“ útskýrir Addý. Hún hvetur allar mæður sem fengið hafa háþrýsting á með- göngu að láta fylgjast með honum eftir fæðingu. „Þegar ég fór að finna fyrir lúmskum einkennum blóðþrýst- ingsins hugsaði ég: „Æ, ég er bara farin að eldast“, rétt yfir 45 ára. Ég leiddi aldrei hugann að því að ég væri með of háan blóðþrýsting né hversu víðtækar skemmdir hann hefði á líffæri mín. Þetta ágerðist hratt og aðeins viku áður en ég veiktist fór ég í gönguferð með vinkonu sem undraðist mjög hversu fljótt ég varð móð og þurfti oft að stoppa á göngunni. Á með- göngunni var ég ekki heldur að gera neitt átakamikið eða sérstakt þegar blóðþrýstingurinn fór upp úr öllu valdi og engin áreynsla í gangi önnur en að lifa lífinu með fjölskyldunni,“ segir Addý sem á fjögur börn á aldrinum sjö til fimmtán ára. „Það er vissulega staðreynd að hefði ég verið í reglubundnu eftirliti eftir meðgönguna hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa þróun. Hjartalæknirinn segir vandamálið ná sjö ár aftur í tímann, eða síðan ég gekk með dóttur mína. Því er ekki nóg að útskrifa hvítvoðung frá sænginni ef mamman hefur átt við kvilla og gott heilræði út í lífið eftir með- göngu og fæðingu að láta fylgjast með blóðþrýstingnum áfram og kaupa sér blóðþrýstingsmæli. Númer eitt er að mæla blóðþrýst- inginn reglulega, heima, í apóteki eða heilsugæslunni og númer tvö að fara til læknis ef eitthvað amar að, alveg sama hvað það er,“ segir Addý. Addý Ólafsdóttir var á réttum stað á réttum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á heilsugæslunni var blóðþrýsting- urinn mældur fimm sinnum í röð til að ganga úr skugga um að tölurn- ar reyndust hreinlega réttar því blóðþrýsting- urinn mældist í hvínandi botni, eða 180/260! Framhald af forsíðu ➛ Helga Margrét Skúladóttir formaður. Níunda GoRed árið er gengið í garð með öllu litrófi veðurs-ins. Febrúar hefur verið þekktur sem hjartamánuðurinn um jafnlangt skeið. Litróf er býsna gott orð fyrir áminningu okkar þetta árið, því staðreynd er að hjartasjúkdómar eru ekki aldurstengdir, eru ekki eingöngu sjúkdómur gamla fólksins eins og menn vilja gjarnan halda heldur ná þeir yfir allt litróf mannlífsins. Og þó að tilurð átaksins sé hjarta- sjúkdómar kvenna og þetta árið sérstaklega gefinn gaumur að ungu fólki og hjartasjúkdómum, þá er áminning okkar ávallt til allra landsmanna að vera vakandi fyrir hjartaheilsu sinni – þekkja tölur líkamans og fylgjast með þeim reglulega; blóðþrýstingi, blóðfitum, blóðsykri og síðast en ekki síst að þekkja ættarsögu sína. Í vaxandi hraða og kröfuhörðu nútímasam- félagi viljum við sérstaklega vekja ungar konur til vitundar um hjarta- heilsu sína þar sem næring, hvíld, hreyfing og streita leika stórt hlut- verk og enn fremur hvetja þær til að hlusta á líkamann og bregðast við verði þær varar við einkenni sem þær ekki þekkja. Það er staðreynd að konur geta fengið ein- kenni með hjartasjúkdómum sem eru ódæmigerðari en hjá körlum og því full ástæða til að vera meðvit- aður um skilaboðin sem líkaminn gefur frá sér. Heilbrigt hjarta er ein af forsendum góðs lífs – hlúum að hjartaheilsunni allan ársins hring. Hjarta ljósalistaverk Hörpu Þetta árið var GoRed í samstarfi við Vetrar-hátíð í Reykjavík, Hörpu, N1 og Stafla. Blásið var til fyrstu hjarta- göngunnar og boðið upp á gagnvirkt ljósalista- verk á ljósahjúp Hörpu sem fékk einfaldlega nafnið Hjarta. Höfundar þess eru Þórður Hans Baldursson og Halldór Eldjárn. Enn fremur eru nokkrar lykilbyggingar á höfuðborgarsvæðinu lýstar rauðu ljósi í tilefni mánaðarins. Útg 365 miðlar Ve fang: fr l id.isÁ r: GoRed 2018 GoR d 2018 Sænsk rannsókn leiddi í ljós að onur fá síður meðferð við hjartaáfalli í samræmi við m ðferðarleiðbeiningar og horfur kvenna með hjartasjú dóm eru lak ri en karla. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir Það er til dæmis vitað að konu eru hlutfallslega eldri en karlar þegar þær fá hjartaáfall og að þær lýsa oftar óljósum einkennum sem við síður tengjum kransæðasjúkdómi. jafnvel þótt algengasta einkennið við hjartaáfall hjá báðum kynjum sé brjóstverkur af einhverju tagi. Við erum sífellt að læra meira um það hvernig kransæða-sjúkdómur hagar sér hjá konum og reyndar líka körlum ef út í það er farið. Það er til dæmis vitað að konur eru hlutfalls- lega eldri en karlar þegar þær fá hjartaáfall og að þær lýsa oftar óljósum einkennum sem við síður tengjum kransæðasjúkdómi, jafnvel þótt algengasta einkennið við hjartaáfall hjá báðum kynju sé brjóstverkur af einhverju tagi. Samtök hjartalækna beggja vegna Atlantshafsins hafa sett fram meðferðarleiðbeiningar við bráðum ransæðasjúkdómi og er ráðlögð meðferð sú sam fyrir konur og karla. Á það bæði við um fyrirbyggjandi meðferð, meðferð í bráðafasanum sem og endur- hæfingu og eftirmeðferð. Horfur kvenna mun lakari Það v kti því nokkra thygli hér á dögunu þegar niðurstöður stórrar sænskrar rannsóknar á afdrifum þeirra sem fá hjartadrep voru bir ar. Rannsóknin náði til all a þeirra 180 þúsund sjúklinga (u.þ.b. 35% konur), sem vistuðust á sjú rahúsi í Svíþjóð veg a bráðra kransæðastíflu á árunum 2003- 2013. Það kom sem sagt í ljós að ho fur kve na sem fengu hjarta- drep voru mun lakari n karl sem lentu í því sama. Konurnar lifðu vissulega jafn lengi og karlarnir ef ir hjarta- drepið, en vísindamennirnir reiknuðu út hv u lengi konu nar og karlarnir hefðu átt að lifa ef þau hefðu ekki fengið hjartaáfal . Þar sem konur li a almennt lengur en karlar þá l ddi sá samanburður í ljós a líf kvennanna styttist mun meira en karlanna. Við enn n útreikning va tekið tillit til þess að konurnar voru almennt eldri og með fleiri sjúkdóma fyrir en karlarnir. Fá síður eðferð í amræmi við leiðbeiningar Til að leita skýringa á hvernig þessi munur var tilkominn var skoð ð vort konur og karlar hefðu fengið sambærilega meðferð í tengslum við hjartaáfallið. Þá var sérstaklega horft til þess vort lyfjameðferð og kra sæðamyndatöku (þræðingu) hefði verið beitt til jafns í hóp- unum. Kom þá í ljós að konurnar feng síður en karlarnir meðferð í samræmi við meðferðarleið- b iningar og enn fremur ð þeim konum sem fengu bestu meðferð- ina vegnaði til jafns við karlana. Því miður getur þessi rannsókn ekki svarað því hvernig stendur á því að leiðbeiningum um meðferð við hjartadrepi var ekki beitt til jafns hjá konum og körlum, heldur er einungis hægt að spekúlera í því. Það er hins vegar vitað að líkurnar á aukaverkunum af t.d. hjarta- lyfjum (eins og t.d. hjartamagnyl) og fylgikvillar við aðgerðir eins og kransæðavíkkun eru heldur algengari hjá konum en körlum sem gæti náttúrulega ýtt undir ákveðna varkárni og tilhneigingu til að beita henni síður. Mi nka þ f líkur á kyn- bundnum mun meðferðar Nú er rétt að taka fram að við höfum ekki áreiðanlegar tölur hér á Íslandi til að sty jast við þannig að við get m ekki dregið ályktanir um það hvort þessar iðurstöður myndu eiga við hér. Lærdómurinn sem ég held að við getum dregið af þessu er að það er alveg nauðsyn- l gt að halda áfram að skoða sér- staklega tilur og meðf rð hjarta- sjúkdóms hjá konum og beita skilvirkum aðfer um til að minnka líkurnar á kynbundnum mun í meðfe ð hjartasjúkdóms. Þannig getum við bætt horfur kven a með hjart sjúkdóm. Tilvísun: Alabas OA o.fl. Sex Diffe- rences in Treatments, Relative Survival, and Excess Mortality Following Acute Myocardial Infarc- tion: National Cohort Study Using the SWEDEHEART Registry. J Am Heart Assoc. 2017;6: e007123. DOI: 10.1161/JAHA.117.007123. Hlúum að hjartaheilsunni Þekktu tölurnar 1. Blóðþrýstingur 2. Blóðfita 3. Blóðsykur 4. Þyngdarstuðull F Ö S T U DAG U R 1 6 . f e b r úa r 2 0 1 8 hjartamánuður 2018 Hjarta itt hjartamánuður 2018 Hjartað í fyrsta sæti Gored – samtök um vitundarvakningu um hjartasjúkdóma kvenna vekja athygli á þessu brýna málefni í febrúar á r hvert og hvetja landsmenn alla til að setja hjartað í fyrsta sæti og hugsa ve l um heilsuna. Hjartasjúkdómar eru nefnilega ekki bara sjúkdómar eldra fól ks eins og sjá má í blaðinu okkar. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, formaður GoRed Rannveig Ásgeirs- dóttir, verkefna- stjóri GoRed 2 HJaRTað ÞiTT 1 6 . F e b R Úa R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R Rannveig Ásgeirsdóttir og Alma Möller landlæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í dag verður árlega átakinu GoRed hleypt af stokkunum. Aðstand- endur þess hvetja landsmenn til að klæðast einhverju rauðu í dag af því tilefni. GoRed-átakið miðar að því að fræða konur um áhættu- þætti og einkenni hjarta- og æða- sjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á slíkum sjúkdómum. Um alheimsátak er að ræða sem á upptök sín í Bandaríkjunum og víða um Evrópu. Klæðist rauðu í dag. 2 7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHJARTAÐ ÞITT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.