Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefa-leikum, keppti í sínum fyrsta atvinnumannabardaga í Bandaríkjunum í janúar og vann með rothöggi í annarri lotu. Hann hefur verið atvinnumaður frá árinu 2014 en segir að nú sé ferillinn loksins í alvöru kominn af stað. Með sigrinum tryggði hann sér samning við bandarískt fyrirtæki sem sér um að kynna hnefaleikamenn og finna handa þeim bardaga, svo nú er ferillinn kominn með góðan stuðning. Kolbeinn segir að það hafi verið svolítið fyndin saga á bak við það hvernig hann byrjaði í boxi, en þá var hann að vinna með Skúla Ármannssyni, sem var fyrsti Íslendingurinn til að keppa í hnefaleikum sem atvinnumaður. „Hann sagði við mig: „Komdu að æfa box, þú ert með langar hendur, þú getur barið einhvern“,“ segir Kolbeinn. „Ég var svo bara ástfang- inn af íþróttinni frá fyrstu æfingu. Skúli var kominn miklu lengra en allir aðrir í hnefaleikum hér á landi og hann fór á undankeppni fyrir Ólympíuleikana og svo í atvinnumennsku,“ segir Kolbeinn. „Ég sá að þetta væri hægt, svo ég ákvað að reyna að gera það sama. Ég var samt í rauninni byrjaður að vinna sem boxari áður en ég gerðist atvinnumaður í boxi,“ segir Kolbeinn. „Þetta þróaðist þann- ig að ég eyddi sífellt meiri tíma í þetta og var farinn að vinna við að þjálfa, þannig að ég var ekki að gera neitt annað þegar ég ákvað að verða atvinnumaður.“ Langur og glæstur áhugamannaferill Kolbeinn, sem berst í þungavigt, barðist 40 sinnum sem áhuga- maður áður en hann gerðist atvinnumaður. „Flestir bardagarnir fóru fram erlendis, þannig að ég þurfti að borga fyrir f lug og allt og þetta kostaði um 100 þúsund krónur í hvert sinn,“ segir hann. „Ég varð líka tvöfaldur Íslandsmeistari, en það voru reyndar ekki oft margir í sama þyngdarflokki og ég. Fyrsta alþjóðlega mótið sem ég vann til verðlauna á var Tammer-mótið í Finnlandi, en þar fékk ég brons. Ég fór á einnig á Norðurlandamótið tvisvar og vann þar brons og silfur. Silfrið fékk ég eftir sigur með rot- höggi og það var fyrsta og eina rot- höggið á mótinu. Ég tók líka þátt í undankeppni Ólympíuleikanna og fór á Heimsmeistaramótið. Planið var alltaf að fara í atvinnumennsku 2013 og á ÓL árið 2012,“ segir Kolbeinn. „En svo eignaðist ég stelpu árið 2012, þannig að þá var ég ekki tilbúinn og það frestaðist aðeins. Það var gott, því ég gat notað tímann til að taka nokkra fleiri bardaga og fór upp um þyngd,“ segir Kolbeinn. „Ég barðist svo í síðasta sinn sem áhugamaður milli jóla og nýárs 2013 og árið eftir það fór allt að gerast og ég fór að fá til- boð um að koma að æfa frá ýmsum stöðum. Í nóvember 2014 varð ég svo atvinnumaður.“ Með samning og góða þjálfun Kolbeinn á nú 12 atvinnumanna- bardaga að baki, en reyndar eru bara 11 þeirra skráðir. „Það er út af pólitík,“ segir hann. „En ég er núna búinn að keppa í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Ungverjalandi og Bandaríkjunum og er ósigraður. Ég er skráður með 11 sigra og 5 rothögg. Sumarið 2018 barðist ég á móti strák sem var allt í lagi, en bardag- inn var töluvert erfiðari en hann átti að vera. Þá var ég kominn á þann stað að þurfa betri þjálfun frá þjálfara sem hefur gert þetta allt sitt líf. Ég komst í samband við Dmitry Salita, sem á Salita Promotions, og hann kom mér í samband við þjálfarann minn í Bandaríkjunum, sem heitir Sugar- Hill Stewart og er frændi goð- sagnakennda þjálfarans Emanuel Stewart,“ segir Kolbeinn. Þess má geta að SugarHill þjálfar líka einn þekktasta þungavigtar- boxara heims, Tyson Fury. „Ég fór að æfa hjá honum og fór svo í æfingabúðir með honum í janúar, en ég hef talað við hann í langan tíma. Salita hefur svo verið að fylgjast með mér, en ég sá það þegar ég kom í nóvember síðast- liðnum að hann sýndi mér meiri áhuga en áður,“ segir Kolbeinn. „Þá var hann búinn að sjá hvernig ég er og kunni að meta viðmótið mitt og dugnaðinn og það að ég er alltaf að bæta mig og er ekkert að kvarta. Þess vegna vildi hann setja mig á samning og sagði að honum fyndist ég mjög góður en að ég gæti verið miklu betri með þjálfun. Hann ákvað að leyfa mér að berjast í Iowa þann 17. janúar síðastliðinn og það var fyrsti bar- daginn minn í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn á samningnum hjá Salita Promotions. Ég vann bardagann með rot- höggi í 2. lotu,“ segir Kolbeinn. „Þetta var alveg flott, en ég er með svo háan standard fyrir sjálfan mig að ég var ekkert svakalega sáttur með frammistöðuna. Ég hefði viljað gera meira, en svona þróaðist þetta. Sá sem ég barðist við hefur verið að boxa síðan hann var 6 ára, svo hann var með góða reynslu og var sprækur. Með sigrinum festist samning- urinn við Salita Promotions í sessi, en ef ég hefði tapað hefði hann bara orðið ógildur,“ segir Kol- beinn. „Með sigrinum er samning- urinn því frágenginn og ég kominn í Salita liðið, sem þýðir að ég er með fjölmiðlafulltrúa erlendis og batterí á bak við mig.“ Kominn upp úr leðjunni Kolbeinn segir að það hafi verið hálf óraunverulegt að keppa í Bandaríkjunum, en viðburðurinn sem hann keppti á var sýndur á Showtime sjónvarpsstöðinni, sem er meðal þriggja stærstu dreifing- araðila hnefaleika í heiminum. „Það var allt svo fagmannlegt í kringum þetta og maður fann fyrir aukinni pressu. Þetta var töluvert öðruvísi og þetta var f lottasti við- burður sem ég hef barist á,“ segir Kolbeinn. Hann segir að það að fá að berjast í Bandaríkjunum sé góður afrakstur af öllu erfiði sínu. „Maður hefur lengi verið að grafa sig upp úr leðjunni en loksins er maður kominn upp og eitthvað er farið að gerast. En maður vill alltaf meira,“ segir Kolbeinn. Hann segir að það sé töluvert öðruvísi að undirbúa sig fyrir bardaga í Bandaríkjunum en hér heima. „Úti eru sex aðrir færir bardaga- menn með mér og stærsti munur- inn er að vera ekki lengur bestur í gymminu,“ segir Kolbeinn. „Þarna eru boxarar sem eru með meiri reynslu og eru betri en ég. Það er það sem þarf að verða betra og mér fannst þetta vanta.“ Bannað hér, í N-Kóreu og á Kúbu Kolbeinn segir mjög erfitt að vera boxari á Íslandi. „Sérstaklega ef þú ætlar að gera eitthvað með þetta, því það er enn þá smá tabú varðandi hnefa- leika á Íslandi þannig að það eru til dæmis engin fyrirtæki til í að veita manni stuðning, svo maður er alveg einn á báti,“ segir hann. „Það hefur líka verið lítill peningur í þessu hingað til, en það er samt eitthvað að gerast núna eftir að Hnefaleikasamband Íslands kom til sögunnar. En það eru engir innviðir á Íslandi til að búa til f leiri góða boxara. Það er að hluta til vegna þess að á Íslandi eru atvinnuhnefaleikar bannaðir með lögum. Það er þannig á Íslandi, Kúbu og í Norður-Kóreu. Ég á samt ekki von á því að flytja frá Íslandi,“ segir Kolbeinn. „Sem stendur er þægilegra að ferðast fram og til baka, en það gæti breyst þegar maður er kominn lengra.“ Nauðsynlegt að setja markið hátt Það stefnir í að Kolbeinn berjist næst í lok mars eða í seinasta lagi í byrjun apríl. „Ég er mögulega með bardaga í lok mars, en ég vil ekki gefa upp dagsetningu strax. Ef það gengur ekki upp á ég að fá bardaga í byrjun apríl,“ segir hann. „Þannig að það eru 6-10 vikur í næsta bar- daga og ég vonast til að fá allavega fimm bardaga á árinu. Ef ég berst í lok mars eða byrjun apríl get ég alveg séð fram á að ná 5-6 bar- dögum á árinu. Stefnan er að verða heimsmeist- ari og vinna öll beltin. Vera bestur í heimi,“ segir Kolbeinn. „Ef maður setur markið ekki nógu hátt er það of lágt. Ég held að það gildi það sama fyrir alla, hvað sem maður er að gera, að það þarf að setja markið svo hátt að það sé nánast ómögulegt að ná því, en svo verður maður manneskjan sem getur náð markmiðinu.“ Fjölskyldufaðir sem spilar Fortnite Þegar Kolbeinn er ekki að æfa er hann að þjálfa aðra boxara og þegar hann er ekki í gymminu er hann með fjölskyldunni. „Ég er bara týpískur fjölskyldu- faðir, annað hvort í vinnunni eða heima hjá mér með kærustunni minni til tíu ára, Ingu Birnu, og Ástu Unni, stelpunni okkar, sem verður átta ára í haust,“ segir Kol- beinn. „Þegar ég fer út að æfa tek ég svo alltaf PlayStation tölvuna með, því það eru alltaf svona tíu tímar á dag sem maður er ekki að æfa. Núna er ég svolítið að spila Fort- nite, en ég er samt ekki jafn góður í Fortnite og Gunnar Nelson.“ Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Kolbeinn segir nauðsynlegt að setja markið svo hátt að það sé nánast ómögu- legt að ná því. Ef maður leggur nógu hart að sér verður maður svo manneskjan sem getur náð mark- miðum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbeinn keppti í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í janúar og vann bardagann með rothöggi í annarri lotu. Þar með festi hann sig í sessi hjá Salita Promo- tions, sem munu hjálpa honum og útvega honum bardaga. MYND/AÐSEND Það er ennþá smá tabú varðandi hnefaleika á Íslandi þannig að það eru til dæmis engin fyrirtæki til í að veita manni stuðn- ing, svo maður er alveg einn á báti. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.