Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 20
 Það bendir líka ýmislegt til þess að háþrýstingur á með- göngu sé sami sjúk- dómur og háþrýstingur almennt, en að hann sýni sig stundum fyrst á meðgöngu sem er mikið álag á líkama konunnar. Hár blóðþrýsting- ur getur endur- speglað of mikið álag, streitu, ónógan svefn og fleira en hann getur líka verið merki um hjarta- eða æðasjúkdóma. Konur sem greinst hafa með meðgöngusykursýki eða háþrýsting á meðgöngu eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrar konur til að fá sykur- sýki eða hjarta- og æðasjúkdóma síðar á lífsleiðinni og rannsóknir benda til að þær lifi skemur. Það er ljóst að þessir sjúkdómar hafa áhrif á heilsufar kvenna til lengri tíma litið og þær ættu því að láta fylgjast með sér með reglulegu millibili, alla ævi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, heimilis- læknir á Heilsugæslunni Efstaleiti, en hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna hérlendis. Hún segir mikilvægt að læknar hafi í huga að spyrja konur út í meðgöngusögu þeirra og taki hana með inn í myndina við greiningu sjúkdóma en einkenni hjarta- og æðasjúkdóma geta verið ólík á milli kvenna og karla. Meðgöngusykursýki uppgötvast á meðgöngu og hverfur yfirleitt við fæðingu. Rannsóknir frá árinu 2018 sýna að nær fimmta hver íslensk kona sem ber barn undir belti fær meðgöngusykursýki, eða 19 prósent. „Óléttar konur koma reglulega í mæðraeftirlit á heilsu- gæslunni þar sem fylgst er með almennu heilsufari þeirra. Undan- farin ár hafa fleiri konur en áður greinst með meðgöngusykursýki. Flestar konur ná að hafa stjórn á henni með því að passa vel upp á mataræðið og mæla blóðsykurinn nokkrum sinnum á dag. Þær sem eru með meiri einkenni eða þurfa frekari inngrip, t.d. insúlín- meðferð, fara í frekara eftirlit og skoðun á kvennadeild Landspítal- ans,“ segir Margrét. Meðgöngusykursýki hefur áhrif á vaxtarhraða fóstursins. „Það hefur þau áhrif að börnin eru stærri við fæðingu og langtíma- áhrifin geta verið að með tíð og tíma þrói þau sjálf með sér sykur- sýki,“ upplýsir Margrét. Þegar hún er spurð hvers vegna meðgöngusykursýki sé að aukast segir Margrét að það spili inn í að konur eru eldri nú en áður þegar þær hefja barneignir og fleiri glíma við ofþyngd. „Einn af stóru þáttunum er að greiningarskil- merkin eru strangari en þau voru áður. Konur sem hafa ættarsögu um sykursýki 1 eða 2 eru í sér- stökum áhættuhópi og fylgjast þarf sérstaklega með barnshafandi konum sem hafa áður eignast stór börn, sem eru yfir 4,5 kg. Þær gætu hafa verið með ógreinda með- göngusykursýki.“ Háþrýstingur og hjartasjúk- dómar Háþrýstingur á meðgöngu getur bent til að um undirliggjandi Meðgöngusagan mikilvæg Konur sem fá meðgöngusykursýki eða háþrýsting á meðgöngu eiga á hættu á að fá sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni. Skoða þarf meðgöngusögu við sjúkdómsgreiningar. Margrét Ólafía segir að há- þrýstingur geti verið mjög lúmskur. FRÉTTA- BLAÐIÐ/STEFÁN GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federa-tion sem hófst árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009. Átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á þeim, en hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna um allan heim. Nokkuð algengt er að konur fái háþrýsting á meðgöngu eða með- göngueitrun. „Ef kona greinist með háþrýsting á meðgöngu eða meðgöngueitrun er hún í aukinni áhættu á að fá aðra hjarta- og æðasjúkdóma síðar meir,“ segir Hilma Hólm, hjartasérfræðingur. „Þar á meðal háþrýsting, sykursýki, hjartabilun, heilablóðfall og kransæðastíflu og jafnframt er meiri hætta á að hún deyi úr hjartasjúkdómi. Það er ekki ljóst hvort fylgnin á milli þessarra meðgöngusjúkdóma og seinni tíma hjarta- og æðasjúk- dóma sé vegna þess að sömu þættir valdi báðum, eða hvort meðgöngu- háþrýstingur og meðgöngueitrun stuðli að myndun annarra hjarta- og æðasjúkdóma síðar meir,“ segir Hilma. „Þessari spurningu hefur ekki enn tekist að svara, en vitað er að þessir sjúkdómar deila mörgum áhættuþáttum, meðal annars sykursýki, fjölskyldusögu um hjarta- og æðasjúkdóma, háu kólesteróli, ofþyngd, reykingum og háþrýstingi. Það bendir líka ýmislegt til þess að háþrýstingur á meðgöngu sé sami sjúkdómur og háþrýstingur almennt, en að hann sýni sig stundum fyrst á með- göngu sem er mikið álag á líkama konunnar,“ segir Hilma. „Rannsóknir sýna að með- gönguháþrýstingur og meðgöngu- eitrun tengjast sexföldum líkum á háþrýstingi síðar meir, fjórföldum líkum á hjartabilun og tvöfaldi hættuna á kransæðastíflum og heilablóðfalli,“ segir Hilma. „Við heilbrigðisstarfsfólk erum því miður ekki nógu vakandi fyrir þessum áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdómum og þurfum að gefa meðgöngusögunni betur gaum þegar konur leita til okkar í áhættumat,“ segir Hilma. „Einnig þarf að bæta eftirlit eftir með- göngu til að fylgjast með áhættu- þáttum hjá þessum konum. Þetta er nefnilega kjörið tækifæri til að grípa snemma inn í ferlið hjá konum í áhættuhópi og veita þeim ráðgjöf. Um er að ræða ráðgjöf varðandi áhættuþættina sem allir þekkja, þar með talið mataræði, reykingar, ofþyngd, háþrýsting, svefn og streitu, en viðeigandi lífsstíls- breytingar geta minnkað líkurnar á f lestum hjarta- og æðasjúkdóm- um,“ segir Hilma. „Á sama tíma gæfist tækifæri til að hefja meðferð eftir þörfum.“ Bæta þarf eftirlit eftir meðgöngu Konur sem fá meðgöngusjúkdóma sem tengjast háþrýstingi eru mun líklegri til að fá aðra hjarta- og æðasjúkdóma síðar meir. Bæta þarf eftirlit með þessum áhættuþætti eftir meðgöngu. Hilma Hólm, hjartasérfræðingur, segir að ef kona greinist með háþrýsting á meðgöngu eða meðgöngueitrun sé hún í aukinni áhættu á að fá aðra hjarta- og æðasjúkdóma síðar meir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGURARI hjartasjúkdóma sé að ræða en er einnig eitt merki um meðgöngu- eitrun. „Segja má að meðganga sé próf fyrir líkamann og segi til um hvernig hann þolir mikið álag,“ segir Margrét og bætir við að háþrýstingur sé mun óalgengari en meðgöngusykursýki. Hann beri þó að taka mjög alvarlega og eftirfylgni eftir fæðingu sé nauðsynleg. „Konur sem hafa strítt við meðgöngusykursýki eða háþrýsting ættu að fara reglulega í eftirlit hjá sínum heimilislækni, strax fyrstu vikurnar eftir fæðingu og síðan reglulega í samráði við hann. Stundum nægir að koma í eftirlit á fjögurra til sex ára fresti en sumar konur þurfa að koma þéttar og þá er hægt að grípa strax inn í ef konur eru með einkenni um hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Margrét en háþrýstingur getur verið nokkuð lúmskur. „Stundum er hár blóðþrýstingur einkenna- laus og þess vegna er hann oft mældur þegar fólk kemur til læknis. Þreyta, slappleiki eða þrá- látur höfuðverkur getur þó verið merki um hann. Hár blóðþrýst- ingur getur endurspeglað of mikið álag, streitu, ónógan svefn og fleira en hann getur líka verið merki um hjarta- eða æðasjúkdóma.“ Spurð hvað konur geti gert sjálfar til að minnka líkur á að fá hjarta- og æðasjúkdóma segir Margrét að regluleg hreyfing og að halda sér í kjörþyngd vegi þar þungt. „Þessi sígildu ráð detta aldr- ei úr gildi. Hreyfa sig, passa upp á mataræðið og hafa það fjölbreytt, borða kolvetnaríkan mat í hófi og láta fylgjast vel með sér.“ 4 7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHJARTAÐ ÞITT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.