Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 2
Veður Vaxandi suðaustanátt í dag og rigning með köflum, 15-23 á Suður- og Vesturlandi síðdegis. Suðaustan 8-15 norðanlands og þurrt að kalla. Hiti 5 til 10 stig. SJÁ SÍÐU 16 Tjaran skoluð af bílunum Það var upplagt að nota hlýindakaf lann í veðráttunni til að þrífa tjörubaðaða bíla eins og þessir tveir ökumenn gerðu í Reykjavík seinni hluta dags í gær . Búist er við áþekku veðri í dag og var í gær, með áframhaldandi hlýju veðri. Búast má svo við að heldur fari að kólna á laugardag og sunnudag, með saltbornum götum ef að líkum lætur. Það má því fastlega reikna með að tilefni verði til að endurtaka tjöruþvottinn f ljótlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR Eineltisteymi í Vesturbyggð komst að þeirri niðurstöðu að kennarar hefðu verið lagðir í einelti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VESTFIRÐIR Foreldrar í Vesturbyggð krefjast þess að haldinn verði íbúa- fundur vegna skorts á upplýsingum varðandi eineltismál sem kom upp innan Patreksskóla og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar. Niðurstaða eineltisteymis sveit- arfélagsins var að bæjarstjórnar- fulltrúi meirihlutans, María Ósk Óskarsdóttir, hefði lagt einn kenn- ara skólans í einelti. Afleiðingarnar voru þær að kennarinn hrökklaðist úr starfi og hyggst viðkomandi leita réttar síns vegna málsins. Þá greindi Fréttablaðið frá því að leiðbeinandi hjá skólanum hefði einnig látið af störfum vegna meints eineltis Maríu Óskar. Í kjöl- far fréttaflutningsins sendi María Ósk frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnti að hún hefði óskað eftir að fara í tímabundið leyfi frá störfum sínum sem bæjarstjórnarfulltrúi. Halldór Traustason, varabæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og for- eldri nemenda við skólann, segir að krafa margra foreldra sé sú að haldinn verði íbúafundur vegna málsins. „Maður hefur heyrt af vand- ræðum innan skólans í nokkurn tíma og það veldur fólki auðvitað áhyggjum. Í kjölfarið á fréttaflutn- ingnum hefði maður búist við því að foreldrar fengju einhvers konar yfirlýsingu frá skóla- eða bæjaryfir- völdum vegna málsins eða frekari upplýsingar en þaðan heyrist ekk- ert,“ segir Halldór. Hann skrifaði opið bréf til bæjar- og skólayfirvalda á Facebook-síðu sína þar sem hann spurði ágengra spurninga um meðferð málsins. Meðal annars hvers vegna stjórn- endur hafi ekki brugðist við fjöl- mörgum kvörtunum um málið og hvort að eðlilegt geti talist að María Ósk hafi verið hækkuð í tign eftir brotthvarf kennarans og fengið stöðu viðkomandi sem umsjónar- kennari bekkjar. „Þá getur það ekki verið eðlilegt að trúnaðarmaður starfsfólks innan skólans sé eiginkona skólastjórans. Það er margt sem virðist þurfa að laga innan skólans og maður finnur vel að foreldrar í bænum hafa mikl- ar áhyggjur af stöðu mála og vilja fá frekari upplýsingar,“ segir Halldór. Gústaf Gústafsson, skólastjóri Patreksskóla, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Í kjölfar fyrirspurnar Fréttablaðsins birtist ítarleg yfirlýsing um málið á vef Vesturbyggðar í fyrradag. Í yfirlýsingunni er farið yfir verk- ferla sveitarfélagsins þegar upp koma eineltismál og ástæður þess að bæjarfélagið hefði ekki veitt neinar upplýsingar um málið til bæjarbúa. arib@frettabladid.is Óska eftir íbúafundi Foreldrar í Vesturbyggð eru ósáttir við upplýsingaskort um eineltismál sem kom upp innan Patreksskóla og varð til þess að tveir starfsmenn sögðu upp. Þá getur það ekki verið eðlilegt að trúnaðarmaður starfsfólks innan skólans sé eiginkona skólastjórans. Halldór Traustason DÓMSMÁL Hæstiréttur mun fjalla um mörk ásetnings og gáleysis og ákvörðun refsingar í máli Vigfúsar Ólafssonar sem sakfelldur var fyrir brennu og manndráp af ásetningi í Landsrétti í fyrra. Maðurinn hafði verið sýknaður af ásetnings- broti í héraði en  sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi. Hann játaði að hafa  lagt eld að pitsukassa í timburhúsi vitandi af  karlmanni og konu sem sváfu á efri hæð húss- ins. Þau létust bæði í brunanum. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í málum af þessum toga geti haf t a l m e n n a þ ý ð i n g u o g s a m- þ y k k t i rétturinn því beiðni mannsins. – aá Fá úrlausn um ásetningsstig KJARAMÁL „Þetta var ótrúlegur og merkilegur dagur. Við fórum af stað í fimm hópum og heimsóttum fjöl- marga vinnustaði. Við urðum ekki vör við nein verkfallsbrot eða neinn ásetning um slíkt. Þvert á móti var fólk að vanda sig ótrúlega mikið og búið að útfæra allt skipulag sam- kvæmt okkar fyrirmælum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Félagsmenn Eflingar hjá Reykja- víkurborg fóru í sólarhringsverk- fall í gær. Mestu áhrifin voru á leik- skólum borgarinnar en einnig var skert þjónusta á velferðarsviði og í sorphirðu. „Það sem var líka merkilegt var þessi stórkostlegi stuðningur. Á fyrsta leikskólanum var tekið á móti okkur með faðmlögum. Á sumum stöðum voru okkur gefnar smákökur og alls staðar kveðjur um stuðning og samstöðu og miklar og innilegar óskir um það að við myndum ná algjörum árangri í okkar baráttu.“ Fundað verður í deilunni í dag en næsta verkfall brestur á eftir hádegi á þriðjudag. „Við búumst ekki við að það komi neitt nýtt fram þar en við vitum samt aldrei hvað gerist. Mér heyrðist samt á orðum borgar- stjóra að hann væri því miður enn þá algjörlega blindur á það sem væri í gangi,“ segir Sólveig Anna. Var hún þar að vísa í ummæli borgarstjóra í fréttum RÚV í gær þar sem hann sagði að erfitt yrði að ganga að kröfum Eflingar því þær gangi út á hækkun lægstu launa auk talsverðrar viðbótar. Aldrei yrði sátt um það gagnvart öðrum viðsemjendum borgarinnar. – sar Efling finnur fyrir stuðningi Frá baráttufundi Eflingar í vikunni. 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.