Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Árna Helgasonar BAKÞANKAR buzzador® POKAGORMAKERFI S E R TA R E E D S WO R TH A F S L ÁT T U R 40%Frábær dýna frá Serta sem unnin er í samvinnu við American Sleep Foundation. Nú með 40% afslætti. Hentar bæði í hefðbundna botna og stillanlega. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. 60%A F S L ÁT T U R A L LT A Ð ÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN UNDRI HEILSUINNISKÓR DÚNVÖRUR Í MIKLU ÚRVALI SÆNGURFÖT MIKIÐ ÚRVAL TIME OUT HÆGINDASTÓLAR 65.400 kr 80 x 200 cm Fullt verð: 109.000 kr. 71.400 kr 90 x 200 cm Fullt verð: 119.000 kr. SÍÐUSTU DAGAR VÁ VERÐ GÓU RISAHRAUN 50 G 99 KR/STK 1980 KR/KG Lífsstílsþættir eru vinsælt sjónvarpsefni. Þar er gjarnan fjallað um falleg heimili og fólk sem er heimsótt „óvænt“ þótt við blasi að heimsóknin hafi verið undirbúin mánuðum saman, með framkvæmdum, iðnaðarmönnum og lánuðum húsgögnum úr hönn- unarverslunum. Þetta er innlit í veruleika sem fæstir búa við; á þessum heimilum er kyrrð og ró, engin gargandi börn eða hrúgur af óhreinum þvotti. Hinir heimsóttu eru yfirleitt óað- finnanlega klæddir, með fínt hár og slétta húð eftir að hafa innbyrt mikið af grænum djús og dvalið langdvölum á Balí. Svo er rölt áreynslulaust um húsið sem er eins og útstilling og talað í bransa- orðum, sem er aðeins á færi kunn- áttufólks að skilja, um hönnun og hönnuði, „geggjaðar flísar“ og „Rut Kára litinn“ sem allir elska. Í lokin er svo skálað í kampavíni. Auðvitað er gaman að sjá úthugsuð og hönnuð heimili og lek- kert fólk en væri ekki líka áhugavert að kíkja á hefðbundið strangheiðar- legt heimili þar sem er enginn friður og engin ró og enginn hefur tíma fyrir Balí-ferðalög? Umsjónarmað- ur þáttarins gæti rekið inn nefið rétt fyrir kvöldmat þegar krakkarnir eru að sturlast úr hungri, hori og pirringi. Hann myndi svo ná tali af húsráðendum sem væru í óða önn að elda óþarflega flókna uppskrift frá Eldum rétt. Unglingurinn á heimilinu situr með húfu í sófanum og spilar tölvuleiki, kominn langt yfir öll lýðheilsumörk í skjátíma. Þegar þáttastjórnandi spyr húsráðendur út í eldhúsinnréttinguna kæmi í ljós að hún hefði verið keypt á Braski og bralli og honum yrði svo sýnt hvernig slá þurfi fast í eldhús- skápinn til að hann opnaðist. Í lok þáttarins kæmi svo í ljós að unglingurinn hefði komist í kampavínsflösku þáttastjórnand- ans, væri orðinn ölvaður og segðist hata foreldra sína. Kannski ekki alveg jafnhuggu- legt en gæti verið gott sjónvarp. Lífsstílar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.