Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 14
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þórir Kristjónsson skipstjóri, Fellasmára 4, Kópavogi, sem lést föstudaginn 31. janúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. febrúar klukkan 15.00. Inga Jóna Ólafsdóttir Helga Þórisdóttir Gísli Sveinbjörnsson Inga Þóra Þórisdóttir Guðmundur Helgason Guðný Þórisdóttir Egill Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, Málfríðar Höddu Halldórsdóttur Esther G. Högnadóttir Marteinn Karlsson Þórunn Högnadóttir Brandur Gunnarsson Aron Högni, Hadda Rakel, Magnea Rut, Tristan Þór, Birgitta Líf, Birgir Þór, Leah Mist, Vignir Hrafn og Magnea Rún. Sigurlaug, Guðríður Erla, Kolbrún og Hekla Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bára Vestmann Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést 2. febrúar á líknardeild LSH. Útför fer fram þriðjudaginn 11. febrúar kl. 11 frá Seltjarnarneskirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Báru er bent á slysavarnadeildina Vörðuna, kt. 701193-2379, rnr. 0137-15-630625. Jónatan Guðjónsson Brynja Blumenstein Ottó Vestmann Guðjónsson Elín Kolbeins Valborg G. Guðjónsdóttir Willem C. Verheul Guðjón S. Guðjónsson Hrefna Þórðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. Okkar ástkæri, Stefán Þorláksson Gautlandi, Fljótum, Skagafirði, lést þriðjudaginn 17. desember á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Siglufirði. Útförin fór fram laugardaginn 11. janúar frá Siglufjarðarkirkju. Starfsfólki HSN á Siglufirði eru færðar þakkir fyrir einstaklega góða umönnun. Aðstandendur. Kjartan og forstjórinn Friðrik Ingi, eigandi Burstagerðarinnar sem var stofnsett 1. maí árið 1930. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Á neðri hæð í húsi Af lvéla við Suðurhraun í Garða-bæ er Burstagerðin. Þar er ríki Kjartans Gunn-arssonar, eina menntaða b u r s t a g e r ð a r m a n n s landsins. Þegar mig ber að garði stendur hann við mottugerð, nákvæmnisverk sem unnið er bæði með vélum og hönd- um. „Svona mottur eru víða, þessi á að fara í Bráðamóttökuna,“ útskýrir Kjart- an sem sinnir sínu fagi þó aldurstalan hækki, enda eins og unglamb. „Ég get ekki hugsað mér að vera aðgerðarlaus og þó að það sé skemmtilegt og nauð- synlegt að passa barnabarnabörnin stundum þá langar mig líka að gera eitt- hvað annað,“ segir hann brosandi. Kjartan ólst upp í Svínafelli í Öræfum og man eftir handbundnum böggum og hestasláttuvélum. en svo brast vélaöldin á. „Ég var enginn sérstakur vélamaður,“ segir hann. „Mér þótti auðvitað gaman að keyra svona um það bil eins hratt og druslurnar drógu en hafði líka gaman af skepnunum og einn vetur hugsaði ég alveg um þær, þegar ég var 15-16 ára. Bræður mínir voru þá í Eyjum og þang- að fór ég svo árið eftir, einmitt á 17 ára afmælisdaginn minn. Var tvær vetrar- vertíðir í landi og þá þriðju á sjó, á Hilmi VE. Það var 40 tonna bátur, hann var oft vel hlaðinn og með þeim aflahærri um vorið.“ Sextíu og eitt ár eru frá því Kjartan hóf störf í Burstagerðinni fyrst, hjá Hró- bjarti Árnasyni, afa Friðriks Inga Frið- rikssonar sem nú rekur hana. „Árið var 1959 og ég var rétt innan við tvítugt,“ rifjar Kjartan upp og kveðst hafa unnið við penslagerð fyrstu árin. „En ég hef ekki verið hér samfellt heldur vann í átta ár annars staðar,“ tekur hann fram. „Þó var ég viðloðandi Burstagerðina líka f lest árin.“  Hann segir breytingarnar miklar frá því hann byrjaði. „Þá voru hér tíu, tólf manns í vinnu og framleiðslan var fjölbreytt, enda voru Íslendingar þá sjálfum sér nógir með alls konar iðn- aðarvörur sem nú eru fluttar inn, þar á meðal pensla og bursta. Við erum með þrjár, fjórar gerðir af fjöldaframleidd- um  burstum núna,  þar á meðal  bíla- þvottakústa fyrir olíufélögin, þessa sem eru á þvottastöðvunum. Ég er að byggja upp lager af þeim fyrir sumarið,“ segir Kjartan og bendir á stóra kassa- stæðu sem hann segir fulla af hárum í kústana. Hann setur líka vélina í gang og býr til nokkra bursta svo ég sjái hvernig að því er staðið.  „Svo eru ýmis sérverkefni, aðallega fyrir álver og fisk- iðnað,“ bætir hann við, þegar hann hefur slökkt á vélinni. „Við endurnýjum hár í bursta fyrir álverin og búum til stóra, sívala bursta fyrir togarana, þeir snúast móti færiböndunum og hreinsa af þeim ísinn.“ Þó Kjartan segi alltaf „við“ þá hefur hann  verið  einn við framleiðsluna  í Burstagerðinni í nokkur ár. Leiðist þó aldrei í vinnunni, að eigin sögn. Hann hlustar á útvarpið og leiðir hátalarana í eyrun þegar hátt lætur í vélunum. Stutt er líka í góðan félagsskap starfsfólks Aflvéla og stjórnandans, Friðriks Inga, upp á loftinu, þangað stekkur Kjartan í mat og kaffi. Þegar hann varð áttræður, 17. janúar síðastliðinn, bauð Friðrik Ingi honum og öðru starfsliði sínu og mökum í árshátíðarferð til Lettlands. Kjartan segir það hafa verið mikið stuð. En aðspurður segir hann langt síðan hann hafi farið á ball. „Við hjónin dönsum samt stundum í eldhúsinu. Nýlega buðum við fjölskyldunni í mat, svo komu óvæntir gestir úr Kjalnes- ingakórnum og sungu nokkur lög  og við fengum okkur snúning!“ Burstagerðin var við Laugaveg 93 þegar Kjartan byrjaði þar. „Við höfum f lutt þó nokkuð oft,“ segir hann.  En erum búin að vera hér í Suðurhrauni í nokkur ár. Ég enda á „hrauninu!“ gun@frettabladid.is Vill ekki vera aðgerðarlaus Í Burstagerðinni, sem verður 90 ára á vordögum, starfar einn maður við framleiðslu, Kjartan Gunnarsson. Hann varð áttræður nýlega en vinnur virka daga og leiðist aldrei. Þó að það sé skemmtilegt og nauðsynlegt að passa barna- barnabörnin stundum þá langar mig líka að gera eitthvað annað. Nokkrar mismunandi vélar notar Kjartan í vinnu sinni og segir ágætt að geta skipt um handtök. Hér býr hann til bílakústa og byggir upp lager. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1980 Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tekur við völdum. 1984 Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Sarajevó. 1992 Vetrarólympíuleikarnir eru settir í Albertville í Frakk­ landi. 1996 Bill Clinton undirritar ný bandarísk fjarskiptalög. 2002 Opnunarhátíð Vetrar­ ólympíuleikanna fer fram í Salt Lake City. 2005 Ísrael og Palestína sam­ þykkja vopnahlé. 2005 Kortaþjónustan Google Maps hefur göngu sína. 2012 Verne Global, fyrsta „græna“ gagnaverið í heim­ inum, er tekið í notkun á Ásbrú. Merkisatburðir 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.