Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 32
LEIKHÚS Vorið vaknar Verk eftir Steven Sater og Duncan Sheik Leikstjórn: Marta Nordal Leikarar: Ahd Tamimi, Ari Orrason, Árni Beinteinn Árnason, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eik Haraldsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Rúnar Krist- inn Rúnarsson, Viktoría Sigurðar- dóttir, Þorsteinn Bachmann og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Leikfélag Akureyrar frumsýndi ameríska söngleikinn Vorið vaknar um síðustu helgi. Hann sló í gegn á Broadway árið 2006 og sópaði til sín átta Tony verðlaunum. Handrit og lagatexta skrifaði Steven Sater og Duncan Sheik samdi tónlistina, en söngleikurinn er byggður á þýsku tímamótaleikverki eftir Frank Wedekind sem fjallar um örvinglun unglingsáranna og skilningsleysi milli kynslóða. Marta Nordal leik- stýrir og sýnt er í Samkomuhúsinu. Söngleikir eru stórmerkilegt list- form sem ber að nálgast með virð- ingu enda vettvangur fyrir tilraunir, töfrandi augnablik og frábæra tón- list þegar þeir eru upp á sitt besta. Vorið vaknar blandar saman trega- fullri upplifun unglinga á nítjándu öldinni og opinskárri tjáningu sama aldurshóps á þeirri tuttugustu-og fyrstu, tilvistarkreppa táninganna tengir tímabilin tvö saman. Grunn- hugmynd verksins er áhugaverð og skilaboðin mikilvæg enda snýst söguþráðurinn ekki einungis um kvíða unga fólksins heldur einn- ig ást, þroska og áföll. En gjáin á milli þýska impressjónismans og amerísku rokkvæmninnar er stór. Sater og Sheik ná ekki að brúa bilið á milli þrúgandi raunveruleikans og ljóðrænu draumóranna. Þrátt fyrir fínustu þýðingu Sölku Guðmunds- dóttur þá hentar íslenskan ekki alltaf hinum ameríska popptakti verksins. Leikarahópurinn er að mestu samansettur af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á sviðinu, sum eftir útskrift úr háskóla en önnur eru yngri. Hrósa má Leik- félagi Akureyrar fyrir að taka slíka áhættu og setja slíka ábyrgð á axlir ungra leikara. Með aðal- hlutverk fara þau Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björg Þor- f innsdóttir, hann leikur hinn sjálfsörugga Melchior og hún hina saklausu Wendlu. Júlí Heiðar ber sig vel, þá sérstaklega eftir hlé, en finnur ekki örugga fótfestu í söngatriðunum. Söngur Þórdísar Bjargar er aftur á móti yndisfagur og tær en hún er ekki nægilega sannfærandi í leik sínum. Þriðja hjólið er síðan Moritz, sem Rúnar Kristinn Rúnarsson leikur sann- færandi og af dýpt, bæði í leik og söng. Hlutverk allra fullorðinna, for- eldra og kennara, í lífi unglinganna leika þau Edda Björg Eyjólfsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Þau bera yfirvaldið vel en ógn og kúgun kennaranna er ekki nægilega sann- færandi, með alltof gamansömum broddi. Reynsluna sýna þau þegar kemur að dramatískari augnablik- unum, þar stendur upp úr þögul sorg föður Moritz og örvænting móður Wendlu undir lok verksins. Árni Beinteinn Árnason á f lotta spretti í hlutverki Hanschen og einnig Jónína Björt Gunnarsdóttir í hlutverki Ilse, hún er með sérlega fallega söngrödd. Aðrir leikarar styðja ágætlega við framvinduna en þess væri óskandi að þéttleiki dansatriðanna hefði skilað sér meira í leiknum, sem er fremur sundurleitur og yfirborðskenndur. Leikstjórn Mörtu Nordal er yfir- leitt í of bókstaflegu sambandi við textann þannig að sá litli undirtexti sem fyrirfinnst í textanum hverf- ur. Persónulega tengingu á milli karakteranna skortir, leikararnir njóta sín best þegar þeir standa einir á sviðinu en mótleikurinn er misjafn. Of mikil áhersla er lögð á rómantík og gamansemi en drama- tíkin gleymist, sérstaklega fyrir hlé. Danshöfundurinn Lee Proud gerir vel með því að einangra krafta unga fólksins í litlum en taktföstum hreyfingum og býr til eftirminni- legar myndir á sviðinu. Leikmynd Auðar Aspar Guð- mundsdóttur er snjöll og gefur litla sviði samkomuhússins dýpt. Pallurinn í forgrunni og brautar- pallurinn bakatil stækka sviðið töluvert og búa til spennu á svið- inu. Lita snautt umhverfið býður ekki upp á uppreisn né fjölbreytni. Pastellitir einkenna búningana. Fullorðnu konurnar fá eftirminni- legustu búningana sem klæða Eddu Björgu fallega. Sniðið á stutt- buxunum drengjanna hefði mátt hugsa betur og kjólar stelpnanna voru helst til of barnalegir. Ólafur Ágúst Stefánsson finnur einstaklega fallegar lýsingarlausnir þrátt fyrir takmarkanir sviðsins. Unga fólkið bókstaflega beinir ljós- inu að spillingu samfélagsins með færanlegum ljóskösturum. Hljóðið er ekki nægilega gott, alltof oft eru tónlistaratriðin fjarlæg frekar en að færa áhorfandann í fjarlæga heima og nær persónunum. Hljómsveitin er stór og spilar afskaplega vel en yfirgnæfir stundum söng og texta- flutning leikaranna sem dregur úr krafti sögunnar. Vorið vaknar er djarft val fyrir Leikfélag Akureyrar og jákvætt að mörgu leyti. Ungi leikhópurinn stendur sig með prýði og verður áhugvert að fylgjast honum í fram- tíðinni. Hughrifin blossa upp með reglulegu millibili en samspil milli atriða skorti til að þau umlyktu sýn- inguna alla. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Ögrandi verkefnaval og metnaðarfull framsetning en söng- leikurinn er sundurlaus. Unglingarnir í skóginum Ungi leikhópurinn stendur sig með prýði, segir í dómnum. MYND AUÐUNN Þetta er verk sem ég hef ver ið að sk r ifa og er raunar enn í mót u n, seg i r Ma r ía Reyndal um leikritið Er ég mamma mín?, sem verður frumsýnt nú á sunnu- dag, 9. febrúar í Borgarleikhúsinu. „Verkið gerist á tveimur tímabilum, kringum 1980 og í nútímanum – og segir tvær sögur um sömu fjöl- skylduna, þannig að við erum að horfa á áhrif þess sem gerðist í for- tíðinni – í nútíðinni. Um leið erum við að fylgjast með mæðgum, sú yngri er stelpa um 1980 og svo sjáum við þær fullorðnar þar sem stelpan er orðin miðaldra. Sólveig Guðmundsdóttir er í hlutverki miðaldra móður í gamla tímanum, svo leikur hún dótturina miðaldra í nútímanum. Ég veit að þetta hljómar f lókið en það er skýrt fyrir áhorfendum, það sjáum við um í leikhúsinu.“ María segir verkið fjalla um sam- skipti þessara mæðgna en einnig um sambönd hjóna og innan fjöl- skyldna yfirleitt. Móðirin í gamla tímanum sé að brjótast út úr hefð- bundnu hlutverki húsmóðurinnar, það hafi mikil áhrif á manninn í lífi hennar sem sé dálítið týpískur karlmaður þess tíma. „Við sjáum af leiðingarnar í nútíðinni,“ segir hún íbyggin. „Tíðarandinn hefur breyst mikið og hlutverk móður eru önnur í dag en þau voru fyrir fjörutíu árum, þannig að verkið er persónulegt og pólitískt í senn.“ Hún kveðst vissulega nota atriði úr sínu lífi. „Ég var stelpa að alast upp um 1980 og á móður sem ég er í miklum samskiptum við, það nýtist mér vel. En svo set ég drama- tík inn sem kemur mínu lífi ekkert við.“ Hún tekur fram að móðirin í gamla tímanum sé ekki rauðsokka eða einhver opinber baráttukona. „Þetta er bara venjulegt fólk og því held ég að margir geti tengt við þetta efni. Breytingarnar eru gríðarlegar, á ekki lengri tíma, og það er ekki alltaf verið að fjalla um þetta efni út frá þessum vinkli. Svo er leikritið bæði sprenghlægilegt og hádramatískt og allt þar á milli.“ Leikrit sem gerist á tvennum tímum Er ég mamma mín? er nýtt íslenskt leikrit um áhrif hverrar kynslóðar á þá næstu. Það verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins 9. febrúar. María Reyndal er bæði höfundur og leikstjóri. „Verkið er persónulegt og pólitískt í senn,” segir María Reyndal, höfundur og leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.