Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 11
Sigurður mun afplána tveggja leikja bann fyrir háttsemi sína í leik Eyjaliðsins um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HANDBOLTI Aga- og úrskurðarnefnd handboltasambands Íslands, HSÍ, úrskurðaði Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, í tveggja leikja bann í gær. Sigurður sem var starfsmað- ur ÍBV U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Samkvæmt  úrskurði aga- og úrsk urðar nef ndar innar  mátu dómarar leiksins  að brotið hafi fallið undir reglu 8:10 a) í leikreglum HSÍ. Þar kemur meðal annars fram að refsa skuli fyrir grófa óíþrótta- mannslega hegðun sem dómarar leiksins flokki sem móðgandi eða ógnandi hegðun sem beint er gegn öðrum aðila, svo sem dómara. Í þessu tilviki snöggreiddist Sig- urður í kjölfar ákvörðunar dómara leiksins í lok fyrri hálfleiks og kall- aði annan dómara leiksins Ricardo Bernardo Machai Xavier djöfulsins apakött í reiðilestri sínum. ÍBV skilaði greinargerð  í málinu þar sem komið var á framfæri athuga- semdum félagsins sem og afsökunar- beiðni við dómara leiksins, vegna framgöngu þjálfarans. Með vísan til orða þjálfarans og háttsemi hans, sem beindist að báðum dómurum leiksins, var Sig- urður úrskurðaður í leikbann vegna brots sem að mati nefndarinnar er réttilega heimfært undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglu- gerðar HSÍ um agamál er það niður- staða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar. Ekkert sértækt ákvæði er í reglum HSÍ sem tekur á orðum eða gjörðum sem fela í sér kynþáttafordóma. Fyrir brot sem falla undir reglur 8:10 í leikreglum getur aganefnd úrskurðað viðkomandi í leikbann í allt að sex leiki eftir alvarleika brot- anna eða tímabundið bann. Miðað við þá refsingu sem Sigurður fékk í þessu máli má álykta að aga- og úrskurðarnefnd áliti orð hans ekki fela í sér kynþáttafordóma heldur fremur sem móðgandi hegðun. Virðist skipta máli við það mat að hann hafi beint orðum sínum að báðum dómurum leiksins að mati aga- og úrskurðarnefndarinnar en Hekla Ingunn Daðadóttir dæmdi umræddan leik með Ricardo Bern- ardo Machai Xavier. Leikreglur HSÍ eru bein þýðing á reglum alþjóða handboltasam- bandsins, IHF, frá því árið 2016 en þar er ekki kveðið sérstaklega á um hvernig refsa skuli fyrir orð sem fela í sér kynþáttafordóma líkt og gert er í reglum alþjóða knatt- spy rnusambandsins, FIFA, og kemur fram í reglugerðum KSÍ. Af þeim sökum hefðu samsvar- andi reglur og agaákvæði ekki átt við í þessu máli og sambærilegum málum  sem upp hafa komið í  íslenskri knattspyrnu og  taldar voru falla undir kynþáttafordóma hefði aga- og úrskurðarnefnd HSÍ metið að orð Sigurðar fælu í sér for- dóma vegna kynþáttar dómarans.  hjorvaro@frettabladid.is Tveir leikir í bann fyrir munnsöfnuð Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir óviðeigandi orð sín í garð dómara í leik ÍBV U og Fram U í Grill 66-deildinni. Sigurður var ekki par sáttur við störf dómara leiksins og kallaði þá apaketti. Reglugerð KSÍ Reglugerð KSÍ sem byggir á því sem fram kemur í reglugerð FIFA kveður á um að hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mis- munun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti fimm leiki og banni frá við- komandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upp- hæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bílasala Reykjaness Reykjanesbæ www.bilasalareykjaness.is 419 1881 Don't enlarge the this template. The size of this template can be reduced. Nýr Nissan JUKE er einn tæknilegasti bíll sem Nissan hefur kynnt, öll ljós á ytra byrði eru LED og á aðalljósum er að auki sjálfvirk birtustýring á háum og lágum geisla. neyðarhemlun og tengingar við Apple CarPlay og Android Auto eru staðalbúnaður og nýtt ProPilot akstursöryggiskerfi fylgist með akstri ökumanns og stýrir ef þörf krefur, dregur úr eða eykur hraðann þegar á þarf að halda. NISSAN JUKE ACENTA, bensín, sjálfskiptur Verð frá: 3.790.000 kr. NÝR NISSAN JUKE SKARTAR ÖLLU ÞVÍ NÝJASTA E N N E M M / S ÍA / N M 9 8 1 0 6 N is s a n J u k e 5 x 2 0 f e b S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.