Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 4
– við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Mikið úrval af allskonar Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Eins dags gamalt barn greinist með kórónaveiruna Búið er að staðfesta kórónaveiru­ smit í eins dags gömlu barni. 2 Beiðn i um Sam herj a skýrsl u sam þykkt: „Við hvað eru þeir hrædd ir?“ Beiðni um saman­ burðarskýrslu á greiðslum Sam­ herja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi var samþykkt á Alþingi í dag. 3 Lýsa morði, ein elti og fitu ­for dómum í barna myndinni Köfl ótta Ninjan Þórunn Edda Björg vins dóttir segir að kvik­ myndin Köfl ótta ninjan sé ekki við hæfi barna og hvetur for eldra til þess að kynna sér inni hald myndarinnar fyrir sýningu. 4 Virk sprengja á Akranesi: „Ég hand fjatlaði þessa sprengju mjög oft“ Landhelgisgæslan hefur staðfest að sprengjan úr El Grillo, sem hefur verið til sýnis á Byggða­ safninu í Görðum á Akranesi í 40 ár, hafi verið virk. UMHVERFISMÁL Stjórnendur fyrir- tækjanna Marels, Mjólkursamsöl- unnar, Bláa lónsins, Brims, CCEP, Eimskips, Krónunnar, Lýsis, BM Vallár og Össurar munu undirrita samning um Þjóðþrif í dag í sam- starfi við Pure North Recycling. Verða fyrirtækin þá skuldbundin því að endurvinna allt plast hér á landi í stað urðunar eða endur- vinnslu erlendis. Pure North Recycling í Hvera- gerði tekur til sín um tvö þúsund tonn af plasti af þeim 20 þúsund tonnum sem falla til hér á landi á ári. Enn sem komið er tekur fyrir- tækið ekki við heimilisplasti, en hefur tekið við megninu af öllu hey- rúlluplasti sem til fellur. „Við notum jarðvarma til að þurrka plastið þegar það er búið að tæta það niður og affallið til að þrífa það. Það eru engin kemísk efni eins og víða staðar annars staðar,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling. „Plastpalletturnar sem við framleiðum er umhverfis- vænasta plast í heimi. Í raun væri umhverfisvænna að f lytja plastið til Íslands í endurvinnslu og f lytja það aftur út en að endurvinna það annars staðar.“ Plastið sem er endurunnið er svo selt aftur, eitthvað af því er notað til framleiðslu hér á landi en mest er f lutt út. Áslaug segir að vonir séu bundnar við að selja sem mest af því til innlendra framleiðenda. „Þannig náum við að draga úr óþarfa f lutningi á milli landa og loka hringrásinni. Ísland á að vera í forystu í þessum málum.“ Endur vinnsluf yrirtækið hóf plastendurvinnslu árið 2015 og er það eina fyrirtækið hér á landi sem endurvinnur plast að fullu. Hefur það nýlega sexfaldað framleiðslu- getu sína. Grímur Sæmundsen, for- stjóri Bláa lónsins, segir sitt fyrir- tæki vel kunnugt því að breyta því í auðlind sem fellur frá. ,,Við leggjum mikla áherslu á að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa, kolefnisjöfnun í rekstri og sjálf- bærni á öllum sviðum. Einnig að draga úr plastnotkun og auka endurvinnslu þess sem þó fellur til,“ segir Grímur. „Plast er ekki rusl heldur auðlind sem mikilvægt er að endurnýta með sjálf bærum hætti í þágu náttúrunnar. Við erum mjög ánægð með að vera þátttakendur í þessu metnaðarfulla verkefni Pure North hvað varðar úrvinnslu plasts hér á landi.“ Vilhelm Már Þorsteinsson, for- stjóri Eimskips, segir að markmið Eimskips sé að minnka kolefnis- sporið á f lutta einingu um 40 pró- sent til ársins 2030. „Umhverfis- málin eru stór hluti af okkar daglegu störfum og við tökum tillit til þeirra í allri okkar ákvörð- unartöku enda mikilvægt að við, sem stórt fyrirtæki á Íslandi, séum til fyrirmyndar þegar kemur að þessum málum.“ arib@frettabladid.is Munu breyta affalli í auðlind Endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hefur nýlega sexfaldað framleiðslugetu sína. Vill fyrir- tækið að Ísland verði í forystu í endurvinnslumálum. Árlega falla til 20 þúsund tonn af plasti hérlendis. Plast þarf að þrífa vel fyrir endurvinnslu og notaður er jarðvarmi til að þurrka plastið þegar það hefur verið tætt. Plast er ekki rusl heldur auðlind sem mikilvægt er að endurnýta með sjálfbærum hætti í þágu náttúrunnar. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins KJARAMÁL Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðun aðildarfélaga BSRB hafa verið boðaðar 17. -19. febrúar næstkomandi. Þetta var samþykkt á fundi samningseininga BSRB í gær og eru viðræður við ríki, sveitar- félög og Reykjavíkurborg undir. „Það er að nálgast árið sem við höfum verið án kjarasamninga. Við vissum að við værum með kröfur um stórar kerfisbreytingar sem tækju tíma og höfum þess vegna sýnt mjög ríka þolinmæði,“ segir Sonja Ýr Þor- bergsdóttir, formaður BSRB. Hins vegar hafi það verið skýrt að kæmist ekki alvöru gangur í við- ræður strax eftir áramót yrði farið að undirbúa aðgerðir. „Við erum búin að ræða um allar okkar kröfur en það eru samt mörg stór mál ófrágengin og raunar öll þessi stærstu fyrir utan styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Þann- ig að það var ekkert annað eftir og fólk er mjög skýrt um það að það er hingað og ekki lengra.“ Sonja segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að baklandið teldi að grípa þurfi til aðgerða til að ná kjarasamningum strax eins og fram hafi komið á baráttufundi í síðustu viku. Aðspurð segir hún flest aðildar- félög BSRB standa ágætlega að vígi með verkfallssjóði þar sem þau hafi ekki verið í miklum verkföllum. „Verkfallsrétturinn er hjá hverju félagi fyrir sig. Við erum sammála um grófu línurnar en það á eftir að taka endanlega ákvörðun hjá hverju félagi fyrir sig um tillögurnar sem verða bornar undir félagsmenn.“ Komi til verkfallsaðgerða myndu þær bresta á í mars. „Við erum auð- vitað að horfa til þess að það verði gengið frá samningum hratt og vel en ef ekki þá munum við grípa til aðgerða,“ segir Sonja. – sar Nánast öll stóru málin ófrágengin VIÐSKIPTI Hagnaður Landsbank- ans nam 18,2 milljörðum króna eftir skatta í fyrra borið saman við 19,3 milljarða króna hagnað á árinu 2018, samkvæmt ársuppgjöri bankans sem birt var í gær. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 7,5 prósent á síðasta árið samanborið við 8,2 prósenta arðsemi árið áður. Hreinar vaxtatekjur Landsbank- ans námu 39,7 milljörðum króna í fyrra en þær voru 40,8 milljarðar króna árið 2018. Hreinar þjónustu- tekjur voru 8,2 milljarðar í fyrra og stóðu í stað á milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu 8,5 milljörðum á síðasta ári samanborið við 3,6 milljarða á árinu 2018 sem er 136 prósent aukning á milli ára. Bankaráð mun leggja til við aðal- fund þann 27. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa, ríkisins, sem nemur 0,40 krónum á hlut eða samtals 9,5 milljörðum króna, eftir því sem fram kemur í afkomutilkynningu bankans. 5Það er 52 prósent af hagnaði síðasta árs. „Landsbankinn hefur verið í sókn sem endurspeglast í aukinni ánægju viðskiptavina og sterkri markaðs- stöðu, ásamt traustum og stöðugum rekstri,” segir Lilja Björk Einarsdótt- ir bankastjóri í tilkynningunni. – kij Hagnaður og arðsemi Landsbankans dragast saman Bankinn leggur til 9,5 milljarða arð. Sonja Ýr á fundinum í síðustu viku. Um 19 þúsund manns starfa undir kjarasamning- um BSRB við ríki, sveitar- félög og Reykjavíkurborg. SAMGÖNGUR Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum búast við að nú sé tekið að styttast í að Boeing 737 MAX vélum verði leyft að f ljúga á ný. Erlendir fjölmiðlar vestra skýrðu frá því í gær að þess verði ekki langt að bíða að öryggiskröfur til vélanna verði uppfylltar og hægt verði að taka þær í notkun í framhaldinu. Voru nokkrar vikur nefndar í því sambandi. Flug véla þessarar gerðar hefur verið bannað um allan heim frá því upp komu öryggisgallar í marsmán- uði á síðasta ári í framhaldi tveggja mannskæðra flugslysa. Hefur f lug- bannið valdið vandræðum f lug- félaga um allan heim sem höfðu eða ætluðu að hafa þær í sinni þjónustu. Í kjölfar þessara frétta hækkaði gengi félagsins í Kauphöllinni í New York umtalsvert í gær. – jþ Segja 737 MAX fljúga bráðlega 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.