Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 36
 VIÐ ERUM NÁTTÚRLEGA VANDRÆÐALEGA SAMMÁLA AÐ ÞESSU SINNI. -Þórarinn ÞAÐ ER EKKI SKRÝTIÐ AÐ VIÐ SKULUM VERA SAMMÁLA. VIÐ HÖFUM SVO GÓÐAN SMEKK! - Kolbrún Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is Besti leikstjóri Martin Scorsese The Irishman Todd Phillips Joker Sam Mendes 1917 Bong Joon Ho Parasite Quentin Tarantino Once upon a Time... Besta myndin 1917 Ford v Ferrari The Irishman Jojo Rabbit Joker Little Women Marriage Story Once upon a Time in Hollywood Parasite Kolbrún: Ég á afar erfitt með að gera upp á milli 1917 og Once Upon a Time in Hollywood. Ég er eins langt frá því að vera Tarantino aðdáandi og hægt er að vera, en ég kolféll fyrir þessari mynd. Hún er óskaplega skemmtileg, hugmyndarík, fyndin og full af óvæntum atvikum – og endar á nánast snilldarlegan hátt. Gef henni atkvæði mitt en held að 1917 vinni, enda mögnuð mynd sem gleymist ekki svo glatt. Kolbrún: Þarna held ég að Sam Mendes muni vinna – og hann á að vinna. Þórarinn: Ég er eins mikill Tarant- ino-aðdáandi og hugsast getur en held ekki að Once Upon a Time in Hollywood verði Trjóuhesturinn sem kemur honum inn fyrir skjaldborg Akademíunnar. Þessi dásamlegi óður hans til Holly- wood er líka ekki hans besta verk. 1917 er ekki endilega heldur besta myndin í þessu úrtaki en hún er ekta Óskarsverðlaunamynd af gamla skólanum og ég geng út frá þeirri kenningu minni að hún muni falla í Ben Húr-flokkinn og hirða öll helstu verðlaunin sem hún er til- nefnd til. Gangi þetta eftir verðum við Íslendingar að taka með í reikninginn og búa okkur undir að 1917 hirði tónlistarverðlaunin með í þeirri kippu þótt Hildur sé auðvitað í raun og veru með bestu tónlistina þetta árið. Þórarinn: Þótt The Irishman sé helvíti góð þá jafnast hún ekki á við það allra besta sem Scorsese hefur gert á ferlinum og rugluð akademían kaus að sniðganga þannig að það væri alveg dæmi- gert fyrir hallærislegheitin í kringum þessi verðlaun að þeim verði skutlað í þann gamla fyrir The Irishman, Annars er ég sam- mála Kollu og held að Mendes fái þetta. Óhjákvæmilega og verð- skuldað. Enginn veit… … hverjir munu standa uppi með gylltan Óskarinn í höndunum fyrr en á sunnudagskvöld. Sér- fræðingar Fréttablaðsins ganga vitaskuld að því sem gefnu að Hildur Guðnadóttir hljóti styttu fyrir tónlistina í Joker og eru óvenju sammála um hvert stytt- urnar í mikilvægustu flokkunum munu rata þetta árið. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.