Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 21
 Forvarnir varð- andi mataræði og hreyfingu er mikilvægt lýðheilsumál í íslensku samfélagi. Vaxandi tíðni meðgöngusykursýki þarf að taka alvarlega. Um er að ræða innkirtlasjúk­dóm sem orsakast af skorti á insúlíni í líkamanum eða að líkaminn getur ekki nýtt sér insúlín sem skyldi. Insúlín er hormón sem er framleitt í brisinu og er losað út í blóðrásina þegar blóðsykur hækkar. Gróflega má skipta sykursýki í sjálfsofnæmis­ sjúkdóma og efnaskiptasjúkdóma. Sykursýki týpa 1 er sjálfsof­ næmissjúkdómur sem er ótengdur lífsstíl og greinist oftar en ekki hjá börnum en týpa 2 og meðgöngu­ sykursýki er aftur á móti dæmi um sjúkdóma sem flokkast sem efna­ skiptasjúkdómar og eru oft tengdir lífsstíl. Lífsstílssjúkdómar eru eitt aðalviðfangsefni heilbrigðisþjón­ ustu samtímans en hugtakið á við sjúkdóma sem koma fram í kjölfar lífsstíls sem hægt er að hafa áhrif á t.d. með mataræði og hreyfingu. Algengur sjúkdómur Meðgöngusykursýki er sjúkdómur sem er skilgreindur sem hvers konar sykuróþol sem gerir fyrst vart við sig á meðgöngu. Með­ göngusykursýki er einn algengasti sjúkdómur sem greinist hjá barns­ hafandi konum í dag og hefur tíðni sjúkdómsins aukist gríðarlega á síðasta áratug. Hér á landi fengu 613 konur sem voru í meðgöngu­ vernd á Heilsugæslu höfuðborgar­ svæðisins árið 2018 greininguna meðgöngusykursýki eða um 16% barnshafandi kvenna. Til saman­ burðar voru um 6% kvenna sem fæddu á Landspítala árið 2009 með meðgöngusykursýki. Helsta skýr­ ingin á vaxandi tíðni sjúkdómsins er aukin ofþyngd, breytt mataræði og minni hreyfing. Má þar nefna einhæft fæðuval og aukna neyslu á skyndiorku svo sem gosi, sælgæti, kexi og snakki. Aukin kyrrseta er stór áhættuþáttur fyrir meðgöngu­ sykursýki en aðrir áhættuþættir eru hár aldur móður, fyrri saga um meðgöngusykursýki, ættarsaga í fyrsta ættlið og ákveðnir kyn­ þættir. Þarf að fylgjast vel með Skimað er fyrir meðgöngu­ sykursýki hér á landi út frá áhættuþáttum. Fastandi blóðsykur er mældur snemma á meðgöngu eða gert sykurþolpróf þegar líða fer á meðgönguna þar sem kona drekkur sykurlausn og blóðsykur er mældur á þremur tímapunktum. Þegar greining liggur fyrir mælir kona blóðsykurgildi með heima­ mælingum til að leggja mat á þörf fyrir meðferð. Fyrsta meðferð er aukin hreyfing og breyting á mat­ aræði. Mikilvægt er að veita nær­ ingarráðgjöf og aðstoða við að gera áætlun sem nær til hreyfingar við hæfi konunnar. Dugi það ekki er lyfjameðferð ráðlögð. Mikilvægt er að fylgjast með blóðsykurstjórnun og bregðast við blóðsykurgildum sem eru yfir viðmiðunarmörkum í þeirri viðleitni að fá betri útkomu fyrir móður og barn. Minni líkur eru á að kona fái háþrýsting á með­ göngu ef blóðsykurstjórnun er góð en hár blóðþrýstingur hefur áhrif á heilsu verðandi móður til lengri tíma og velferð ófædds barns. Góð blóðsykurstjórnun dregur einnig úr líkum á meðgöngueitrun en þekkt tengsl eru á milli meðgöngu­ sykursýki og meðgöngueitrunar. Konur sem þróa með sér með­ göngusykursýki eru líklegar til að fá meðgöngusykursýki aftur á síðari meðgöngum og eru í marg­ falt meiri áhættu að greinast með týpu 2 sykursýki síðar á ævinni. Tengsl meðgöngusykursýki við hjartasjúkdóma og/eða háþrýsting síðar á ævinni hafa verið að koma betur í ljós á undanförnum árum. Fyrstu ár eftir meðgöngu eru konur sem hafa verið greindar með meðgöngusykursýki í tvöfaldri áhættu á að fá hjartasjúkdóm og háþrýsting borið saman við konur sem hafa ekki fengið meðgöngu­ sykursýki. Börn mæðra sem fá meðgöngusykursýki eru líklegri til að greinast með sykursýki síðar á ævinni sérstaklega ef blóðsykur­ stjórnun móður hefur ekki verið nógu góð á meðgöngu. Góð næring nauðsynleg Mat á fæðuvenjum á fyrsta þriðj­ ungi meðgöngu gefur upplýsingar sem hægt er að nýta til íhlutunar og stuðnings á meðgöngu sam­ kvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Slæmar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu geta haft alvar­ legar af leiðingar. Sýnt hefur verið fram á að bein tengsl eru á milli drykkju sætra gosdrykkja (5x á viku eða oftar) við meðgöngu­ sykursýki. Vísbendingar eru um að persónulegur stuðningur í formi næringarráðgjafar í gegnum veraldarvefinn getur minnkað gosneyslu verulega. Offita er vaxandi vandamál og getur haft í för með sér alvarlega fylgikvilla. Það hefur þó komið í ljós að konur í yfirþyngd sem borða hollt og fjölbreytt fæði eru ekki endilega í meiri hættu að fá meðgöngusykursýki en kona í kjörþyngd. Fæðuvenjur hafa því meira að segja en holdafar varðandi líkur á að fá meðgöngu­ sykursýki. Óhollar fæðuvenjur, gosdrykkir og matur sem er með mikinn viðbættan sykur er líklegri tenging við meðgöngu­ sykursýki en holdafar eitt og sér. Nýlegar rannsóknir sýna að skortur á D vítamíni er tengt við hækkaðan blóðsykur. Hreyfing er lykilatriði Hreyfing er einnig lykilatriði. Þverfaglegur hópur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bauð konum með meðgöngusykur­ sýki á ákveðnu tímabili árin 2016­2017 upp á íhlutun í formi hreyfiseðils. Þeirra niðurstaða var að stuðningurinn jók mark­ tækt virkni kvennanna. Eftir fæðingu getur brjóstagjöf haft möguleg áhrif til lækkunar á insúlíni og dregur þá úr fitusöfn­ um eftir fæðingu. Leiðbeiningar um eftirfylgni eftir fæðingu eru til en þrátt fyrir það virðist sem aðeins lítill hluti kvenna fái eftir­ fylgni í formi árlegrar blóðsykur­ mælingar. Íslenskt heilbrigðiskerfi býr yfir tækifærum til að hlúa vel að verð­ andi fjölskyldum framtíðarinnar. Góð þekking, fagfólk og verkfæri eru til staðar til að byggja grunn að framtíð unga fólksins okkar. Ef verðandi foreldrar eru vel upp­ lýstir og fá stuðning fylgja þeir frekar ráðleggingum og ná góðum tökum á lífsstíl sínum og geta þannig átt góða upplifun af með­ göngunni. Mikilvægt er að af la upplýsinga um næringarinntekt og auka íhlutun í formi næringar­ ráðgjafar. Forvarnir er lýðheilsumál Forvarnir varðandi mataræði og hreyfingu er mikilvægt lýðheilsu­ mál í íslensku samfélagi. Vaxandi tíðni meðgöngusykursýki þarf að taka alvarlega. Fyrir utan mikið auknar líkur á sykursýki týpu 2 síðar á ævinni þá getur af leiðing sjúkdómsins á hjarta og æða­ kerfi gert vart við sig í allt að 25 ár frá meðgöngu. Mikilvægt er að fylgjast með blóðsykurgildum, fá blóðþrýstingseftirlit og eftirlit og skoðun á hjarta og æðakerfi. Umræða og íhlutunar er þörf fyrir yngstu kynslóðir landsins til fyrirbyggingar til framtíðar. Meðgöngusykursýki getur haft alvarlegar afleiðingar Mat á fæðuvenjum á fyrsta þriðjungi meðgöngu gefur upplýsingar sem hægt er að nýta til íhlutunar og stuðnings á meðgöngu samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Slæmar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu getur haft alvarlegar af leiðingar. Fæðuvenjur hafa mikið að segja á meðgöngu. MYND/GETTYIMAGES Ingibjörg Hreiðarsdóttir Thomsen, yfirljósmóðir á LSH. Sykursýki er vax- andi sjúkdómur í heiminum og hefur Alþjóða- heilbrigðismála- stofnunin (WHO) lýst yfir heims- faraldri. Sykursýki er samheiti yfir sjúkdóma þar sem blóðsykur hækkar ef ekki er brugðist við. 5 F Ö S T U DAG U R 7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 HJARTAÐ ÞITT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.