Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 24
Nýlokið er söfnunarátakinu Hjartastopp, þar sem lögð var áhersla á fyrstu hjálp og endurlífgun við hjartastopp. Hjartaheill naut þar aðstoðar fjöl- margra og sérstaklega ber að nefna tryggingafélagið Sjóvá, sem lagði verkefninu svo öflugt lið að það skipti sköpum um farsæla fram- kvæmd þess. Hjartaheill vill sérstaklega þakka Sjóvá fyrir þennan mikil- væga stuðning. Það er staðreynd að árlega fá um 200 manns hjartastopp hér á landi. Langmestur hluti þeirra á sér stað utan spítala, fjarri þeim og jafnvel órafjarri spítölum eða heilbrigðisþjónustu. Þá er mikil hætta á ferðum, því það getur tekið 3 – 5 mínútur að verða fyrir alvarlegum heilaskaða af völdum hjartastopps. Rétt viðbrögð og réttar ráðstafanir á réttum tíma skipta því sköpum. Helstu ráð til endurlífgunar í viðlögum er sam- stundis beiting hjartahnoðs og hjartastuðtækis. Hjartaheill studdi samhliða verkefnið „Börnin bjarga“, sem var liður í þessu verkefni. Þetta átak er ekki einangrað verkefni í starfi Hjartaheilla, heldur hafa forvarnir og endurlífgun átt stóran sess í því um árabil. Á komandi árum verður haldið áfram á þeirri braut sem Hjarta- heill hafa markað sér. Eftir því sem betri árangur hefur náðst í glímunni við hjartasjúkdóma hefur verið lögð vaxandi áhersla á forvarnir og kunnáttu almennings í endurlífgun. Hjartaheill eru landssamtök áhugafólks um heilbrigði hjartans og lífsgæði í íslensku samfélagi. Félagið leggur áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma auk þess að standa vörð um hagsmuni og rétt- indi hjartasjúklinga. Í samtökunum eru fagfólk, hjartasjúklingar, aðstandendur og annað áhugafólk um málefnið. Félagið rekur víðtækt stuðnings- net fyrir félagsmenn sína, m.a. forvarnarstarf, félagsráðgjöf og lögfræðiráðgjöf. Hjartastopp er lífshættulegt! Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, og Sveinn Guðmundsson. Insúlín er hormón sem er fram-leitt í brisi. Eitt helsta verkefni þess er að nýta orkuna úr fæðunni sem við borðum. Insúlín hvetur frumur til að taka upp sykur (glúkósa) þar sem honum er breytt í orku. Insúlínþörf eykst til muna á meðgöngunni. Þegar kona er með meðgöngusykursýki fram- leiðir líkaminn ekki nóg af insúlíni til að mæta aukinni insúlínþörf á meðgöngu eða líkaminn nýtir ekki það insúlín sem er til staðar. Orkan/sykurinn kemst þá ekki inn í frumurnar og blóðsykur hækkar. Ástandinu svipar um margt til sykursýki af tegund 2 og eru áhættuþættir svipaðir. „Meðgöngusykursýki er greind með fastandi blóðsykursmælingu. Skilyrðin eru mjög ströng því það hefur sýnt sig í rannsóknum að þeim mun hærri sem blóðsykurinn er, þeim mun verri horfur eru fyrir móður og barn,“ segi Arna Guðmundsdóttir innkirtlasér- fræðingur. Áhættuþættir fyrir meðgöngu- sykursýki eru móðir eldri en 40 ára, offita, ef konan hefur áður greinst með meðgöngusykursýki, hefur áður fætt þungbura, var með skert sykurþol fyrir þungun, ættarsaga um sykursýki í fyrsta ættlið og ef kynþáttur er annar en hvítur. Arna segir mjög mikilvægt fyrir konur sem huga seint að barn- eignum, jafnvel eftir fertugt, að gera það í samráði við lækni. „Það skiptir svo miklu máli að konur sem eru orðnar þetta fullorðnar séu hraustar ef þær ætla að fara inn í meðgöngu. Tíðni meðgöngusykur- sýki hefur farið vaxandi. Við erum hannaðar til að eignast börn ungar, áður en heilsan fer að segja til sín. Ég segi því fyrr því betra.“ Skimað eftir áhættuþáttum „Hér á Íslandi skimum við eftir áhættuþáttum svo örfáar konur sleppa við skimun. Grönn kona innan við 25 ára er til dæmis í mjög lítilli áhættu svo hún er ekki skimuð,“ segir Arna. Þegar kona greinist með með- göngusykursýki fær hún ráð- leggingar varðandi mataræði og hreyfingu og fær með sér blóðsykurmæli til að mæla sig heima. „Dagleg hreyfing skiptir miklu máli og líka að borða ekki fínunnin kolvetni eins og sætindi. Ef ekki gengur að ráða við sykur- sýkina með breyttu mataræði og hreyfingu þá þurfa konurnar að fara á lyf. Stundum duga töflur en oft þurfa þær að fara á insúlín af því mikið af þeim sykursýkilyfjum sem eru á markaði er ekki hægt að nota á meðgöngu,“ útskýrir Arna. Ef sykursýki er ekki með- höndluð í upphafi meðgöngu aukast líkur á fósturgöllum. Þar af eru hjartagallar algengastir. En ef sykursýkin kemur fram seint á meðgöngu eru aðallega auknar líkur á að barnið verði of stórt. Þá verður fæðingin erfiðari, móð- irin á í meiru hættu á að rifna og barnið getur lent í axlarklemmu. Eftir fæðinguna getur blóðsykur barnsins lækkað hratt. Slök blóð- sykurstjórnun getur auk þess leitt til ýmissa sjúkdóma í nýburum. Lungnaþroski barna verður verri og börnin verða í aukinni hættu á að fá sýkingar. „Það þarf að passa upp á að barnið verði ekki oft stórt og þess vegna pössum við upp á að konur með meðgöngusykursýki gangi ekki fram yfir settan tíma,“ segir Arna. „Þær eru því oftar gangsettar eða framkvæmdur keisaraskurður. Breytt mataræði eða insúlín hefur allt að segja því það hægir á vext- inum á barninu.“ Betra að eignast barn ung Meðgöngusykursýki er sykursýki sem greinist á meðgöngu en tíðni hennar hefur aukist undan- farið. Áhættuþættir hennar eru meðal annars aldur móður, offita og ættarsaga um sykursýki. Þegar konur greinast með meðgöngusykur- sýki fá þær blóð- sykursmæli til að nota heima. NOR- DICPHOTOS/GETTY Arna hvetur konur til að huga snemma að barneignum því áhættan eykst með hækkandi aldri. Það hefur sýnt sig í rannsóknum að þeim mun hærri sem blóðsykurinn er, þeim mun verri horfur eru fyrir móður og barn. GRÆNT ALLA LEIÐ GRÆNT ALLA LEIÐ 8 7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHJARTAÐ ÞITT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.