Fréttablaðið - 18.01.2020, Síða 61

Fréttablaðið - 18.01.2020, Síða 61
Úlfar Finn- björnsson, matreiðslu- meistari, er hér í sannkölluðu salathafi í Gróðrarstöð- inni Lambhaga. Grand Brasserie er nýuppgerður og glæsilegur veitingastaður á Grand Hóteli Reykjavík. Vegan hlaðborðið verður bæði í hádeginu og á kvöldin. eftirrétti, kökur, ís og sorbet, þetta er mjög fjölbreytt hjá okkur.“ Metnaðarfullur matseðill Undirbúningsvinnan fyrir hlað- borðið hófst á síðasta ári og er úr mörgu að velja. „Eins og málin standa núna er matseðillinn stór og þá datt mér í hug að hafa dálitla hreyfingu á honum. Við erum með grænmetisrétti í hádeginu og kvöldin í heila viku og segjum að þú kæmir á mánudegi og kæmir svo aftur á föstudegi, þá verða ekki sömu réttirnir.“ Það sé mikill metnaður og sköp- unarkraftur í eldhúsinu. „Þetta er raunar líka til að skemmta okkur í eldhúsinu vegna þess að okkur langar að gera svo margt. Þannig að allir fá að gera eitthvað og þegar við erum búin að þessu öllu saman þá ætlum við að taka 5-10 bestu réttina og þeir koma til með að fá framhaldslíf á veganseðli sem verður á brasserie-inu hjá okkur. Við ætlum að lyfta veganseðlinum svolítið upp hjá okkur, gera hann stærri og skemmtilegri,“ útskýrir Úlfar. „Við höfum verið með nokkra veganrétti á brasserie-seðlinum en núna ætlum við fjölga þeim og gera þetta dálítið reffilegt. Við ætlum ekki að vera næstbest í vegan, við ætlum að vera best. Út frá því vinnum við.“ Íslandsmeistari í grænmetisréttum Þá rifjar Úlfar upp breytta tíma. „Ég man þegar ég var að læra og það var í fyrsta skipti kallað inn í eldhús: heyrðu, það þarf einn grænmetisrétt, og þá stóðu fimm kokkar og horfðu hver á annan og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera, þetta var alveg rosaleg flækja. Og það var alltaf þannig fyrstu árin þegar það var beðið um grænmet- isrétt. Vegna þess að í fyrsta lagi þá kunni enginn að laga grænmetis- rétti og í öðru lagi þá hafði enginn áhuga á því.“ Útkoman hafi oftar en ekki verið ansi fátækleg. „Það var bara tekið eitthvað grænmeti sem var til í eldhúsinu, hent ofan á bakaða kartöflu og eitt salatblað ofan á það. Svo skömmuðust menn sín og það var sett inn. En núna, ef þú kannt ekki að elda grænmetisrétt þá ertu bara í slæmum málum. Þá ferðu einfaldlega aftast í röðina og enginn hóar í þig.“ Úlfar hefur þó um árabil þurft að lifa undir umtalsverðum vænting- um. „Seint á síðustu öld var haldið Íslandsmót í grænmetisréttum. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem þetta hefur verið haldið og þá vann ég þannig að ég er enn þá handhafi titilsins, Íslandsmeistari í grænmetisréttum. Þetta er búið að vera mikil byrði öll þessi ár,“ segir Úlfar hlæjandi. 5.900 kr.- Kvöldverðarhlaðborð 2.900 kr.- Hádegisverðarhlaðborð Grand Brasserie er opinn alla daga frá 12-14 og 18-22 Nánari upplýsingar á: islandshotel.is/grand-brasserie FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 1 8 . JA N ÚA R 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.