Fréttablaðið - 05.12.2019, Page 19
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Við sem að
verkefninu
komum
erum afar
stolt af því
og teljum að
stigið hafi
verið mikil-
vægt skref í
rétta átt til
að gera
réttarvörslu-
kerfið okkar
mannlegra.
Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski...
STÓRUM HUMRI!!
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á
úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa.
Einnig má finna vörur Norðanfisks í
neytendapakkningum í verslunum
Bónus um land allt.
Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Um leið er lán
í óláni að
þjóðin á
dugmikinn
menntamála-
ráðherra,
Lilju Alfreðs-
dóttur, sem
tekur ekki í
mál að sitja
með hendur í
skauti og
yppta öxlum
í uppgjöf.
Jólabókaflóðið, sem nú stendur sem hæst, er vissulega til marks um að Íslendingar eru bókaþjóð. Fólk er forvitið um nýju bækurnar og býr sér til sinn óskalista í huganum, oft eftir að hafa blaðað í Bókatíðindum. Sá bæklingur hefur í áratugi komið fyrir jól inn um lúguna
og kynslóðir hafa tekið honum fagnandi.
Bækur eru svo enn gríðarlega vinsæl jólagjöf.
Allt virðist því vera í þokkalegasta lagi hjá bókaþjóð-
inni. En svo koma óþægilegar fréttir sem skekkja
verulega þessa fallegu mynd af þjóð sem sækir í
bækur.
Ný PISA-könnun staðfestir að lesskilningi grunn-
skólanema hefur hrakað og orðaforði og hugtaka-
skilningur minnkar. Þarna eru drengir áberandi illa
staddir. Þetta er ástand sem ekki verður unað við.
Um leið er lán í óláni að þjóðin á dugmikinn mennta-
málaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, sem tekur ekki
í mál að sitja með hendur í skauti og yppta öxlum í
uppgjöf. Lilja hefur boðað aðgerðir. Ein af þeim er að
fjölga íslenskutímum, sem getur ekki verið til annars
en góðs. Um leið er mikilvægt að sjá til þess að nem-
endur fái í hendur lesefni sem vekur áhuga þeirra.
Jafnvel ötulustu lestrarhestar þekkja þá deyfðar- og
þreytutilfinningu sem grípur um sig þegar lesefnið
vekur ekki á nokkurn hátt áhuga þeirra. Þá fer ekki
mikið fyrir djúpum lesskilningi.
Allir sem telja sterka lestrarupplifun hluta af
mikilvægu þroskaferli ungrar manneskju minnast
með hlýju og gleði í hjarta lestrarævintýrisins sem
fylgdi Harry Potter bókunum á sínum tíma. Æsku-
fólk um allan heim gleymdi sér í þeim sögum. Það
átti einnig við um ungmenni hér á landi. Þegar kom
að þeim bókum varð þess ekki vart að lesskilningur
þeirra ungmenna sem lásu væri í lágmarki. Þau vissu
nákvæmlega hvað þau voru að lesa og gátu skilgreint
það af nákvæmni sem stundum minnti á rökhugsun
færasta fræðimanns. Harry Potter bækurnar hefðu
átt að vera á námskrá allra skóla á þeim tíma. Þær
kveiktu lestrarelda, sem því miður hafa ekki áfram
logað svo glatt. Potter-ævintýrið sýndi samt hversu
gríðarlega mikil og góð áhrif bækur geta haft á unga
lesendur. Hver bók í flokknum var mörg hundruð
blaðsíður en því fleiri sem síðurnar voru, því ánægð-
ari voru ungu lestrarhestarnir. Þeir upplifðu sæluna
sem fylgir því að gleyma sér í bókum.
Því miður eru bækur ekki í hávegum hafðar á
öllum heimilum. Einmitt þess vegna verður skóla-
umhverfið að vera bókvænt og þar verður að leyfa
nemendum að velja sér lesefni við hæfi. Það kann
að fara hrollur um einhverja velji ungur lesandi að
sökkva sér ofan í Batmanblöð í íslenskri þýðingu en
fúlsi við skáldsögum sem taldar eru mun uppbyggi-
legri. Sleppum taki á því snobbviðhorfi og gleðjumst
í staðinn í hvert sinn sem við sjáum barn sitja niður-
sokkið með bók í hönd. Barnið þarf líka að fá sinn
tíma til lesturs og finna sinn eigin hraða. Lesskiln-
ingur verður ekki mældur með hraðlestrarprófum.
Upplifunin er hið mikilvæga, ekki það hversu langan
tíma tekur að ljúka við bókina.
Lestrareldar
Á árinu 2017 hóf embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra undirbúning á þremur umbótaverkefnum til að mæta þörfum þolenda
ofbeldis í samstarfi við hinar ýmsu stofnanir og félaga-
samtök. Eitt þeirra var að kynna brotaþolum niður-
fellingu héraðssaksóknara í kynferðisbrotamálum, en
verklagið hafði verið að senda brotaþolum bréf þar sem
niðurstaða ákæruvaldsins um niðurfellingu var kynnt.
Þessi bréf eru þung yfirferðar og bárust bréfin fyrir-
varalaust til þolenda. Ljóst var að þessi bréf voru alltaf
mikið áfall fyrir þolanda.
Við ákváðum að leita til embættis héraðssaksóknara
um samstarf um tilraunaverkefni varðandi niðurfell-
ingu kynferðisbrotamála. Einnig var leitað til Háskól-
ans á Akureyri og óskað eftir að þetta nýja verklag yrði
rýnt í samanburði við hefðbundið verklag. Verkefnið
var unnið með samþykki Ríkissaksóknara. Um var
að ræða tilraunaverkefni til eins árs sem fólst í því að
kynna þolendum niðurfellingarbréf í viðtali. Þegar full-
trúi lögregluembættisins fékk bréf frá héraðssaksókn-
ara var haft samband við réttargæslumann þolanda og
tími til viðtals fundinn. Eftir hlutlæga kynningu lög-
fræðinga fékk þolandi tíma til að fara betur yfir málið
með réttargæslumanni sínum.
Í desember 2018 skilaði Karen Birna Þorvaldsdóttir
meistararitgerð sinni „Annað áfall ofan á hitt“ þar
sem hún hafði rýnt reynslu brotaþola af réttarvörslu-
kerfinu. Niðurstaðan var að niðurfelling ákæruvalds
á kynferðisbrotamáli þolenda var öllum sem talað var
við áfall og erfið reynsla. Skýrt kom fram að reynsla
kvennanna sem fengu viðtal var töluvert jákvæðari en
þeirra sem fengu bréf sent heim. Þá voru þær sáttar við
það hvernig þeim var tilkynnt um niðurfellinguna.
Í byrjun janúar 2019 var verkefnið kynnt fyrir lög-
reglustjórum landsins og í kjölfarið hefur þetta verklag
verið tekið upp á öllu landinu. Við sem að verkefninu
komum erum afar stolt af því og teljum að stigið hafi
verið mikilvægt skref í rétta átt til að gera réttarvörslu-
kerfið okkar mannlegra.
Að mæta þörfum þolenda
kynferðisofbeldis
Halla Bergþóra
Björnsdóttir
lögreglustjóri
Léttvægt leynibrall
Lagalegir loftfimleikar hafa
reddað stjórn RÚV afsökun fyrir
pukri sínu um umsækjendur
um stöðu útvarpsstjóra. Þá er
komið frítt spil til að ráða hvern
sem er án þess að almenningur,
sem borgar alltaf reikninginn, fái
að vita hverjir komu til greina.
Þetta léttvæga leynibrall er
reyndar mjög gott til lengri tíma
litið fyrir RÚV enda er enginn að
tala um svarta skýrslu Ríkis-
endurskoðunar á meðan.
Andarslitrin
Svipað átti sér stað í Ráðhúsi
Reykjavíkur í vikunni. Allt
stefndi í það að meirihlutinn
gæti unnið sér inn kærkomin stig
í ráðdeild með því að leyfa for-
seta borgarstjórnar að gagnrýna
matarútgjöld á borgarstjórnar-
fundum. Í stað þess að leyfa mál-
inu að deyja út á tveimur dögum
voru ræstir út starfsmenn til að
kemba í gegnum Excel. Tókst þá
að opinbera að fjármálasviðið
gaf út vitlausar tölur. Þar lauk
vandræðunum ekki. Ljós-
myndara var vísað frá mötu-
neytinu með þeim skýringum
að maturinn væri sá sami og í
skólamötuneytum. Þurfti því
að mynda Confit de Canard-
veisluna utan af götu, eitthvað
sem forsetanum hugnaðist ekki.
Vildi hann láta mynda sig borða
brauð, ekki önd. En jæja, þá er
umræðan um fjárhagsáætlunina
í andarslitrunum.
arib@frettabladid.is
5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN