Fréttablaðið - 05.12.2019, Síða 21

Fréttablaðið - 05.12.2019, Síða 21
Umræðan um umhverf is-mál hefur aldrei verið meiri og fólk verður sífellt með- vitaðra um mikilvægi þess að við bregðumst öll við og gerum betur. Árið 2017 voru 5% af heildarlosun g róðurhúsaloftteg unda ok kar Íslendinga frá úrgangi á meðan hún var um 1-3% hjá þjóðunum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Frá því að mælingar hófust um 1990 hefur losun vegna úrgangs aukist á Íslandi um rúm 30% á sama tíma og hún hefur dregist saman um 50% í löndum Evrópusam- bandsins. Við erum þar að auki í toppsætunum yfir myndun úrgangs með rúm 660 kg af heimilisúrgangi á mann á ári og endurnýtingarhlut- fallið er einungis 33%. Lítill hvati Hvað veldur því að svona vel menntuð og fjárhagslega stöndug þjóð, sem er sífellt að verða meðvit- aðri um umhverfismál, stendur sig svona illa í úrgangsmálum? Svarið er einfalt. Það er of auðvelt að henda rusli. Við fáum tunnu heim eða á vinnustaðinn. „Gjörðu svo vel, hér er tunna. Settu í hana allt þitt rusl, við sækjum hana svo og tæmum reglulega!“ Þú þarft ekkert að hugsa um þetta frekar. Þægilegt, ekki satt? Og kostar ekki einu sinni svo mikið. Á sama tíma er fólk hvatt til frekari f lokkunar á rusli og úrgangi, en flokkun er hvorki einföld né þægi- leg. Þér stendur til boða að f lokka heima fyrir, fara með efnið á næstu grenndarstöð þar sem allra veðra er von og stinga því í gáma með mis- stórum og hentugum lúgum. Það er líka hægt að panta auka endur- vinnslutunnu, sem oft kostar auka- lega. Hvatinn er lítill, í raun þveröf- ugur. Kerfið er ákveðin kerfisvilla. Ef þú vilt huga að umhverfi þínu, stuðla að bættri nýtingu auðlinda og í leiðinni lágmarka förgunar- kostnað á þínum úrgangi fyrir þig og þitt sveitarfélag þá átt þú að finna lausn á því sjálfur. Út á grenndar- stöð með þig eða réttu fram veskið og borgaðu fyrir auka þjónustu. Af hverju snúum við þessu þá ekki við? Förum með almennt óf lokkað sorp á grenndarstöðvar en f lokkað efni sem þá er hægt að nota í endurvinnslu (lífrænt þar með talið) yrði sótt heim. Það væri áfram hægt að hafa það í boði að sækja óflokkað sorp heim en ef þú f lokkar ekki þá borgar þú meira. Töluvert meira. Að sjálfsögðu hefði slíkt kerfi undantekningar t.d. fyrir þá sem af ýmsum orsökum geta ekki lagt leið sína á grenndar- stöðvar með almennt sorp. Allir græða Á tímum þar sem verulegra aðgerða er þörf til að minnka neyslu, minnka myndun úrgangs og huga að betri nýtingu verðmæta og auð- linda þá hendum við meira rusli en nokkru sinni fyrr. Við getum gert miklu betur. Látum kerfið aðstoða okkur við að minnka úrgang og sóun. Þá græða allir. Kerfi í rusli Fjárhagsáætlun Reykjavíkur-borgar var afgreidd seint á þriðjudag. Þar koma fram skýrar áherslur um ábyrgan og sjálf bæran rekstur og svigrúm til fjárfestinga. Ábyrg fjármálastjórn birtist einnig í því níu mánaða upp- gjöri sem kynnt var í síðustu viku. Þar sem rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 5,2 milljarða og öll svið, utan eins, voru innan fjár- heimilda og rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð um 12,2 milljarða Þetta er þrátt fyrir að samdráttur hafi verið í hagkerfinu á þessu ári og verri en spáð var. Meirihlutinn í Reykjavíkurborg ætlar að tryggja góða og agaða fjár- málastjórn, því það er það sem er best fyrir borgarbúa og þannig sýnum við hvernig okkur er best treystandi fyrir þeim fjármunum og verkefnum sem okkur eru falin. Oddviti Sjálfstæðisf lokksins upplýsti það hér í Fréttablaðinu á þriðjudag hversu sár hann er yfir því að Viðreisn skuli ekki hafa kosið að fara í meirihlutastarf í borginni með honum, Miðflokknum, Flokki fólksins og hugsanlega Sósíalista- f lokknum. Hann setti þar fram tölur um skuldahækkanir sem eru ekki í neinum tengslum við raun- veruleikann. Það er lítið mál að fara í talnaleikfimi líkt og hann gerði með áætlanir sem aldrei hafa raungerst og eðli málsins sam- kvæmt geta tekið breytingum eftir því hvernig Orkuveitan ákveður að haga endurgreiðslum á sínum lánum. Við hjá Viðreisn viljum frekar horfa á raunverulegar tölur. Níu mánaða uppgjör A-hluta borgar- innar skilaði 5,2 milljarða afgangi, sem er lítillega minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Níu mánaða upp- gjör A-hluti ríkissjóðs sýnir hins vegar 21 milljarðs framúrkeyrslu, miðað við áætlanir. Á næsta ári mun A-hluti Reykjavíkur verða rekinn með 2,5 milljarða afgangi. Á sama tíma sýna fjárlög formanns Sjálfstæðisf lokksins halla upp á 10 milljarða króna og verðum við að vona að áætlanir muni betur stand ast en á þessu ári. Við þetta má bæta að Sjálfstæðisflokkurinn var á síðasta ári rekinn með 35 milljón króna halla, á meðan Viðreisn sýndi afgang upp á 2,3 milljónir. Á síðasta áratug hefur Sjálfstæðisflokkurinn einungis í eitt ár verið rekinn með hagnaði og er uppsafnað tap síðustu tíu ára um 309 milljónir króna. Við hjá Viðreisn erum meira en tilbúin að veita Sjálfstæðismönn- um ráð um hvernig best er að haga ábyrgri og agaðri fjármálastjórn líkt og við gerum hér hjá Reykjavíkur- borg. Af skálduðum skuldum og raunverulegum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Íslenski húsnæðismarkaðurinn hefur einkennst af miklum sveiflum í gegnum tíðina. Ýmist hefur verið skortur á húsnæði eða offramboð og það sama má segja um aðgang að lánsfé. Núverandi stjórnvöld leggja áherslu á að draga úr því ójafnvægi sem ríkt hefur og kappkosta að mynda traustari umgjörð um húsnæðismál. Frá því ég tók við embætti hefur það verið stefna mín að tryggja nægjanlegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og búsetu. Þjóð undir þaki – jafnrétti og jafnvægi var yfirskrift Húsnæðisþings sem haldið var í síðustu viku. Þar var farið yfir stöðuna, þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í og framhaldið. Þegar hefur farið fram mikil end- urskipulagning og umbótavinna á sviði húsnæðismála. Stjórnskipulag hefur verið einfaldað með tilfærslu mannvirkjamála yfir til félagsmála- ráðuneytisins, þar sem húsnæðis- mál voru fyrir. Þá hef ég mælt fyrir frumvarpi um sameiningu Íbúða- lánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í nýja Húsnæðis- og mannvirkj- astofnun sem er ætlað að stuðla að betri heildarsýn yfir málaflokkinn. Umfangsmikil vinna við gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga hefur átt sér stað. Þeim er ætlað að tryggja að byggt sé í samræmi við þörf en á það hefur skort. Þá hefur hlutverk Íbúðalánasjóðs tekið mik- ilvægum breytingum en sjóðurinn ber ábyrgð á framkvæmd húsnæðis- mála og gerir nú reglulegar og ítar- legar greiningar á húsnæðismark- aði. Þannig geta stjórnvöld tekið skilvirkari ákvarðanir sem tryggja að stuðningur skili sér þangað sem þörfin er mest. Umbætur í húsnæðismálum voru ein grunnforsenda lífskjarasamn- inga sem undirritaðir voru fyrr á þessu ári. Því lögðu stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins í mikla vinnu við að greina stöðu hús- næðismála og skilgreina aðgerðir til úrbóta. Rúmlega 40 húsnæðis- tillögur voru lagðar fram og eru nú í úrvinnslu en þær fela meðal ann- ars í sér stóraukin framlög til upp- byggingar almenna íbúðakerfisins, bætta réttarstöðu leigjenda og inn- leiðingu hlutdeildarlána fyrir ungt fólk og tekjulága. Ekki stendur til að skilja lands- byggðina eftir í þessum efnum og síðustu misseri hafa verið kynntar lausnir til að mæta ólíkum áskorun- um sveitarfélaga á landsbyggðinni. Erum við þegar farin að sjá árangur þess og uppbyggingu á stöðum þar sem ríkt hefur stöðnun um lengri tíma. Ég bind vonir við að þessar aðgerðir, og f leiri til, styrki hús- næðismarkaðinn svo um munar til framtíðar. Þjóð undir þaki Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráð- herra Íslands Við hjá Viðreisn erum meira en tilbúin að veita Sjálfstæð- ismönnum ráð um hvernig best er að haga ábyrgri og agaðri fjármálastjórn. Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmda- stjóri FENÚR Börkur Smári Kristinsson umhverfisverk- fræðingur og stjórnarmaður í FENÚR Af hverju snúum við þessu þá ekki við? Förum með almennt óflokkað sorp á grenndarstöðvar en flokkað efni sem þá er hægt að nota í endurvinnslu (lífrænt þar með talið) yrði sótt heim. Ég bind vonir við að þessar aðgerðir, og fleiri til, styrki húsnæðismarkaðinn svo um munar til framtíðar. Allar starfsstöðvar ríkisskattstjóra verða lokaðar föstudaginn 6. desember vegna starfsmannafundar. Starfsstöðin á Egilsstöðum verður einnig lokuð fimmtudaginn 5. desember. Viðskiptavinum er bent á að gagnlegar upplýsingar er að finna á rsk.is Til viðskiptavina ríkisskattstjóra S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.