Fréttablaðið - 05.12.2019, Side 25
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Íslendingar hafa alltaf verið vel klædd þjóð. Við höfum stundum átt það til að detta í
eitt og sama formið en við erum
að uppgötva í æ meiri mæli að
fjölbreytileikinn er fallegastur,“
segir Tinna Bergmann Jónsdóttir,
verslunarstjóri GK Reykjavík á
Hafnartorgi.
GK Reykjavík hefur á sér svip
lúxusverslana í London en þar
starfaði Tinna í hringiðu hátísk
unnar í áratug.
„Ég hef alltaf haft áhuga á
fólki, listum, hönnun og tónlist
og þessi áhugamál drógu mig til
Lundúna þar sem listalífið og
tískan kraumar. Sem unglingur
púslaði ég saman flíkum á sauma
vélinni hennar ömmu og bjó til
eitthvað nýtt því ég fann hvergi
nákvæmlega það sem ég vildi,“
upplýsir Tinna sem í Lundúnum
lauk háskólanámi í fatahönnun
með áherslu á kvenmanns sérsníði
og sjálf bærni.
„Tískuáhuginn kviknaði fyrir
alvöru þegar ég var nítján ára og
starfaði sem hárgreiðslukona í
London. Þar fékk ég að greiða mód
elum fyrir tískusýningar og eftir
spjall við hönnuði var ég kolfallin
fyrir tískunni,“ útskýrir Tinna sem
tefldi fram eigin fatamerki, Tiaber,
á árunum í London, aðeins 23 ára.
„Þegar ég lít til baka var það
algjör draumur. Mig langaði að
standa á eigin fótum, vinna með
eigin hönnun og gerði fimm fata
línur á tveimur árum en þetta var
mikið hark. Því vann ég við útstill
ingar hjá COS frá sjö á morgnana
til klukkan 15 svo ég gæti borgað
leiguna og lagt pening í fyrirtækið
enda er kostnaðarsamt að setja
nýtt merki á laggirnar í London. Ég
tók þátt í tískuvikunum í París og
London, fór á fundi með innkaupa
stjórum Le Bon Marche, Selfridges
og Colette og allt reyndist þetta
lærdómsríkt ferli sem jók áhuga
minn á rekstri. Þar hefur pabbi
minn, Jón Garðar Hreiðarsson,
verið mín helsta fyrirmynd og ég
hef bæði lært mikið af honum og
leitað í reynslubanka hans,“ segir
Tinna.
Rétt föt hafa áhrif á sálina
Seinna starfaði Tinna við útstill
ingar hjá stórverslununum Harr
ods, Harvey Nichols, Liberty’s og
Selfridges.
„Á þeim tíma óx tengslanetið
hratt. Mér bauðst gott tækifæri
við að taka þátt í opnun Isabel
Marant Mayfair sem var frábær
en krefjandi reynsla. Þar voru
engar auglýsingar leyfðar en þó
þurftum við að skapa ákveðinn
vöxt. Ég vann mig hratt upp og tók
verslunina yfir á hálfu ári,“ upp
lýsir Tinna sem starfaði einnig sem
persónulegur stílisti um helgar.
„Þar átti ég dyggan kúnnahóp
sem óx hratt. Ég býst við að það
sé vegna ástríðu minnar fyrir því
að láta fólki líða enn betur í eigin
skinni og ýta undir náttúrulega
fegurð. Meðal viðskiptavina voru
bæði frægir einstaklingar sem
og fólk í atvinnulífinu sem vildi
aðstoð við að klæða sig. Snjó
boltinn varð æ stærri og ég hóf
samstarf við Fendi, Stellu McCart
ney, Victoriu Beckham, Roksanda,
MaxMara og fleiri,“ upplýsir Tinna
sem nýtur þess að finna föt við
hæfi hvers og eins.
„Mér finnst í alvöru best í heimi
að klæða fólk í réttu klæðin og
upplifa þakklæti þess og ánægju.
Að geta aðstoðað og einfaldað
lífið. Það hefur nefnilega áhrif
þegar fólk veit ekki hverju það á að
klæðast að morgni og fer þannig
út í daginn. Þetta hef ég margoft
upplifað, eins og hjá konunni
sem sagðist taka betri ákvarð
anir í vinnunni eftir að við tókum
aðeins til í fataskápnum hennar
og fundum réttu flíkurnar. Þetta
gerir líka mikið fyrir sál hvers og
eins og því er starfið heldur betur
gefandi,“ segir Tinna.
Heimsþekkt vörumerki
Eftir tólf ára starf í Lundúnum er
Tinna komin heim með nýja vitn
eskju og sýn.
„Stærsta lærdóminn tel ég felast
í því hve fjölbreytileikinn er góður.
Ég vil að öllum sem koma í GK
Reykjavík líði vel. Ég þekki vel
mörg merkjanna sem við bjóðum
í búðinni og tel mig vita hvaða
flíkur standa fyrir sínu,“ segir
Tinna sem í GK leggur mikið upp
úr fagmannlegri ráðgjöf og starfs
fólki sem býr yfir sérþekkingu.
„Við það að flytja ofan af
Skólavörðustíg á Hafnartorg er
verslunin orðin enn glæsilegri og
nú búin heimsþekktum vöru
merkjum eins og Acne Studios,
Victoria frá Victoria Beckham, J.
Lindberg, Rotate et Birger Mikk
elsen, Paul Smith, Anine Bing og
Mads Nørgaard,“ upplýsir Tinna
og viðskiptavinahópurinn er
breiður og stór.
„Til okkar koma vinnandi konur
og karlar, hvort sem það er úr lista
heiminum eða af skrifstofunni.
Við stöndum fyrir góð snið,
vandaða þjónustu og þægindi.
Við tökum okkur tíma í að finna
rétt snið og liti fyrir hvern og einn
og fyrir okkur snýst þjónustan
um að ráðleggja rétt. Að finna
réttu flíkina; f lík sem dregur fram
það fegursta í fari hvers og eins
og hentar lífsstíl hans. Oft eru
viðskiptavinirnir með fyrirfram
ákveðnar hugmyndir þegar þeir
koma í verslunina en eftir ráðlegg
ingar okkar verður oft mikill við
snúningur í fatavali. Okkur þykir
svo ekkert ánægjulegra en þegar
viðskiptavinir finna fatnað sem
þeim þykir algjörlega vera málið;
í góðum gæðum, klæðilegan og
þægilegan,“ segir Tinna.
Synd að spara sparifötin
Tinna segir mikilvægt að fólk
kaupi sér fatnað með því hugarfari
að hann endist og eigi sér meira en
eitt líf.
„Líka að sniðið lyfti manni upp
og henti lífsstílnum. Svo má alls
ekki spara flíkur fyrir sérstök
tilefni. Mér finnst það vera synd.
Klæddu þig frekar upp og njóttu
þess að vera vel til fara,“ segir
Tinna í glæsilegri verslun GK á
Hafnartorgi.
„GK Reykjavík hefur ótrúlega
sérstöðu. Vörumerkjaflóran er
skemmtileg, f líkurnar blanda af
tímalausri og framúrstefnulegri
hönnun, og úrvalið er fjölbreytt
þótt upplagið sé takmarkað því
ekki viljum við að allir séu eins.
Þjónustan og andrúmsloftið lætur
þig langa til að staldra við, fá þér
kaffibolla eða hvítvínsglas, og
versla í rólegheitum. Við viljum
að upplifunin sé skemmtileg og
eftirminnileg. Starfsfólkið býr yfir
mikilli sérfræðikunnáttu og við
erum með menntaðan klæðskera
á gólfinu. Við getum því boðið upp
á sérsníði og tímapantanir fyrir
viðskiptavini sem vilja fá aðstoð
við stíliseringu,“ upplýsir Tinna í
einstakri stemningu GK þar sem
reglulega er boðið upp á skemmti
lega viðburði.
„Andrúmsloftið hér er ávallt
jákvætt, fagmannlegt og rólegt.
Hér er nóg pláss fyrir þá sem vilja
skoða í rólegheitum og nýbakaðar
mæður elska að koma með barna
vagna því vagninn passar líka inn í
stóra búningsklefann okkar,“ segir
Tinna sem í GK er alltaf með heitt
á könnunni, kalt hvítvín og fagfólk
til þjónustu reiðubúið.
„Ég lít á skil fatnaðar sem nei
kvæða sölu því þá fór eitthvað
úrskeiðis. Ráðgjöfin hefði átt að
vera betri. Þegar viðskiptavinur
inn er alltaf í fyrsta sæti fer hann
út með réttu flíkina og þar er til
dæmis mikilvægt að vita við hvað
viðkomandi starfar,“ segir Tinna.
GK Reykjavík er á Hafnartorgi,
Tryggvagötu 21. Sími 519 4400.
Í GK Reykjavík er mikið lagt upp úr sérþekkingu og þjónustu fagfólks í einstöku andrúmslofti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hjá GK Reykjavík fást fáein eintök af hverri flík til að ekki séu allir eins. Hér má sjá brot af jólatískunni.
Glæsileg merki frá heimsþekktum hönnuðum fást í GK Reykjavík.
Sniðið þarf að lyfta
manni upp og
henta lífsstílnum. Svo
má alls ekki spara flíkur
fyrir sérstök tilefni. Mér
finnst það vera synd.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R