Fréttablaðið - 05.12.2019, Side 33

Fréttablaðið - 05.12.2019, Side 33
Hefur eitthvað fegurra sést en þetta glæsta, rauða jólatré á augnloki? Jól og aðventa eru tími glitr-andi ljósa og litríkra skreyt-inga. Þá gefast líka tækifæri til að skreyta sjálfan sig aðeins meira en venjulega og leyfa hugmynda- fluginu að ráða því allt má þegar kemur að jólaskrauti og jóla- ljósum. Til dæmis er hægt að nota ljósaseríu sem Lúsíukrans utan um höfuð og hár og láta líta út fyrir að augabrúnir og augnhár séu þakin snjó og frostrósum. Desember er líka tíminn til að leyfa listrænum hæfileikum að njóta sín þegar kemur að augnmálningu. Í lita- dýrð augnskuggapalletta má finna jólalega tóna sem nota má til að skapa leynd jólatákn sem birtast óvænt þegar augnlok lokast eða blikkað er hægt; til dæmis jólatré, jólakúlur, jólasveina, jólahjört, mistiltein, karamellur, ástarorð eða hvaðeina sem hugur og hönd girnist að gera. Tíminn til að vera skrautleg Endurteknar andlitshreyfingar geta flýtt fyrir myndun hrukkna. Það eru til ýmis, misgóð, ráð gegn ótímabærri öldrun húðar. En hverjir eru helstu sökudólgarnir í þeim efnum? 1) Sólin. Geislar sólar eru taldir brjóta niður kollagen og elastín. Það veldur því að húðin missir styrkleika sinn, hrukkur myndast og húðin fer að síga. Því er afar mikilvægt að nota sólarvörn og reyna að forðast eða verja sig gegn sólargeislum, til dæmis með sól- gleraugum og hatti. 2) Reykingar. Það þarft varla að minnast á reykingarnar en þær hafa afar slæm áhrif á húðina jafnt sem heilsuna almennt. Reykingar draga úr blóðflæði og endurteknu munnhreyfingarnar sem fylgja þeim ýta undir myndun hrukkna í kringum munninn. 3) Sykur. Það er sífellt að koma betur í ljós hversu skaðleg sykur- neysla er fyrir húðina. Sykur ýtir undir bólgumyndun og er talinn stuðla að niðurbroti kollagen og elastíns. Þá getur neysla sykurs einnig orsakað bólur og skaðað tennur. Það er því mikilvægt að reyna markvisst að minnka allan sykur. Þrenns konar hrukkuvaldar Jeremy Corbyn reyndi á dögunum að senda sósíalísk skilaboð til kjósenda í gegnum teinótt jakkaföt. Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaf lokksins, vakti á dögunum athygli fyrir sérkenni- leg jakkaföt. Í teinóttum jakka- fötunum mátti greina orðin „For the many, not the few“ í línunum og er hann með þeim talinn vilja senda skilaboð til kjósenda um áherslur f lokksins á jöfnuð en nú eru örfáir dagar til þingkosninga þar í landi. Jakkafötin minntu óneitan- lega á þau sem hinn írski Conor McGregor klæddist á blaða- mannafundi fyrir bardaga sinn við hnefaleikakappann Floyd Mayweather en þar mátti lesa miður falleg skilaboð til mótherja McGregors í teinóttum línunum. Þeim skilaboðum er best lýst sem „éttu það sem úti frýs“. Þrátt fyrir stælana hafði McGregor ekki roð við Mayweather. Teinótt tilmæli í aðdraganda tveggja bardaga Conor McGregor verður seint talinn kurteis eins og glöggt sjá má á þessum teinóttu jakkafötum. HÁTÍÐARHUGMYNDIR JÓLIN 2019 JÓLAGJAFIR FYRIR ALLA VERSLANIR S4S Skannaðu kóðann með myndavél inni í s ímanum og fáðu ótal hugmyndir að jólagjöf inni í ár 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.