Fréttablaðið - 05.12.2019, Síða 41
BÍLAR
Nýtt útlit Jagúar F-Type sportbílsins var sýnt á sérstakri kynningu síðast-liðið mánudags-kvöld. Bíllinn hefur
fengið nýtískulegt útlit sem ætti að
duga honum þar til næsta kynslóð
hans verður kynnt árið 2022, en sú
verður líklega rafdrifin.
Það er aðallega framendinn sem
fengið hefur yfirhalningu en einn-
ig innréttingin enda veitir ekki af í
sterkri samkeppni frá Porsche 911.
Grillið er stærra í stíl við þá hefð frá
öðrum framleiðendum. Loftinn-
Það er aðallega framendinn sem fengið hefur nýjan svip þótt margt sé breytt við nýja bílinn.
Hyundai hefur sett nýtt met fyrir lengsta akstur vetnis-knúins bíls á einum tanki.
Metið var sett í síðustu viku á
Hyundai Nexo og var 778 kílómetrar
um sveitir Frakklands. Sá sem var
við stýrið er ekki óvanur því að setja
met af ýmsu tagi. Bertrand Piccard
er frægastur fyrir að f ljúga fyrstur
kringum hnöttinn á sólarorkunni
einni saman, en hann var einnig
fyrstur til að fljúga loftbelg kringum
hnöttinn í einni ferð en það gerði
hann 1999.
„Með þessu litla ævintýri höfum
við sýnt fram á að það þarf ekki
lengur dýrar frumgerðir til að slá
met,“ sagði Piccard að akstrinum
loknum. „Hver sem er getur nú reynt
það á hefðbundnum vistvænum
ökutækjum. Nýtt tímabil sam-
keppni er nú byrjað með áherslu á
að bjarga umhverfinu,“ sagði Picc-
ard. Hyundai ætlar að leggja áherslu
Hyundai Nexo setur met – aftur
Bertrand Piccard á áfangastað ásamt framkvæmdastjóra Hyundai í
Frakklandi, Lionel French-Keogh, að vonum hæstánægðir með árangurinn.
HDC-6 Neptune er vetnisknúinn flutningabíll sem frumsýndur var nýlega.
Elon Musk er duglegur að segja frá nýjustu bílum Tesla þessa dagana og nú er hann farinn að
tala um Roadster-sportbílinn. Bíll-
inn var forsýndur snemma á árinu
en lítið var gefið upp um hvað hann
gæti.
Elon Musk segir að Tesla Road ster
eigi að vera aðeins 1,9 sekúndur í
hundraðið og 4,2 sekúndur í 160
km á klst. Aflið kemur frá 200 kWh
rafhlöðu og fer til þriggja rafmót-
ora. Tveir þeirra eru á afturöxli en
einn er fyrir framdrifið. Togið út í
hjólin er 10.000 newtonmetrar svo
það er ekkert skrítið að hann skuli
vera fljótur af stað. Samkvæmt Elon
Musk á Roadster að taka míluna á
8,9 sekúndum sem þýðir að hann
verður fyrsti óbreytti fjöldafram-
leiddi bíllinn til að gera það undir
níu sekúndum.
Tesla Roadster
verður fljótasti
bíllinn á mílunni
Franz von Holzhausen, yfirhönn-
uður Tesla, hefur verið duglegur
að birta myndir af Roadster-sport-
bílnum á Twitter að undanförnu.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Andlitslyfting
Jagúar F-Type
Nýr Jagúar F-Type sportbíll er kominn
fram á sjónarsviðið en hann er á miklum
samkeppnismarkaði. Nægir þar að nefna
Porsche 911 og BMW Z4 svo að talsverðu
máli skiptir að vel takist til við hönnunina.
á fleiri en eina gerð vistvænna öku-
tækja en Hyundai býður upp á
breiða línu raf bíla og tengiltvinn-
bíla ásamt tvinnbílum og vetnis-
bílnum Nexo. Hyundai sýndi nýlega
HDC-6 Neptune sem er frumgerð
f lutningabíls sem er knúinn vetni,
en Hyundai horfir nú á möguleika á
framleiðslu slíkra tækja.
tökin eru stærri og stuðarinn situr
lægra en áður. Það eru þó framljósin
sem setja mestan svip á hann en þau
eru nú staðsett fyrir ofan stuðarann
í stað þess að vera í frambrettunum.
Grunngerðir fá díóðuljós en dýrari
útfærslur svokölluð pixel-ljós sem
breyta stöðu ljósgeislans eftir
umferð á móti. Í innréttinguna er
nú komið 12,3 tommu mælaborð
og í miðjustokknum er tíu tommu
snertiskjár með Apple Carplay og
Android Auto. Tvær gerðir innrétt-
inga verða í boði, Sport eða Per-
formance.
Aðeins verða tvær gerðir véla í
boði, fjögurra og átta strokka. P300
vélin er tveggja lítra og er 296 hestöfl
en fimm lítra V8-vélin hefur fengið
endurhönnun og skilar nú 444 hest-
öf lum. Hægt verður að velja um
afturdrif eða fjórhjóladrif. Í R-útgáfu
sinni verður bíllinn 566 hestöfl með
700 newtonmetra togi en hætt hefur
verið við SVR-útgáfuna. R-útgáfan
verður aðeins 3,5 sekúndur í hund-
raðið með átta þrepa sjálfskipting-
unni sem verður sú eina í boði.
Með V8-vélinni er bíllinn með
285 km hámarkshraða en með
tveggja lítra vélinni er hámarks-
hraðinn bundinn við 250 km á klst.
Tveggja lítra bíllinn verður aðeins í
boði með afturdrifi. Kosturinn við
bílinn með minni vélinni er hversu
léttur hann er en hann er heilum
120 kílóum léttari en V8-bíllinn.
Eiginþyngd bílsins með fjögurra
strokka vélinni er 1.520 kg en 1.640
með stærri vélinni. Með léttari vél
er framendinn léttari og bíllinn
því minna undirstýrður og léttari
í stýri. Þegar F-Type V8 er pant-
aður í R-útgáfu með fjórhjóladrifi
er þyngdin komin upp í 1.760 kg.
Allar útgáfur bílsins fá nýtt púst-
kerfi og er kerfið fyrir V8-vélina
með sérstakri hljóðlátri stillingu
til að lækka hávaða í bílnum þegar
komið er heim seint að kvöldi. Verð
bílsins byrjar í 8,5 milljónum króna
í Bretlandi en með V8-vélinni kostar
hann frá 11,1 milljón króna.
Í R-ÚTGÁFU SINNI
VERÐUR BÍLLINN 566
HESTÖFL MEÐ 700 NEWTON-
METRA TOGI EN HÆTT HEFUR
VERIÐ VIÐ SVR-ÚTGÁFUNA.
HYUNDAI ÆTLAR AÐ
LEGGJA ÁHERSLU Á
FLEIRI EN EINA GERÐ VIST-
VÆNNA ÖKUTÆKJA EN HY-
UNDAI BÝÐUR UPPÁ BREIÐA
LÍNU RAFBÍLA OG TENGIL-
TVINNBÍLA ÁSAMT TVINN-
BÍLUM OG VETNISBÍLNUM NEXO.
Elon Musk lætur ekki þarna
staðar numið en hann hefur einn-
ig gefið í skyn að sérstök Space
X útgáfa verði enn öf lugri. Ekki
verður drægnin síðri en hann mun
brjóta 1.000 km markið. Hámarks-
hraði er ekki gefinn upp nákvæm-
lega en verður í kringum 380 km
segir Musk. Tesla Roadster mun fara
í framleiðslu seint á næsta ári.
Þetta mun vera nokkuð endanlegt
útlit Tersla Roadster sportbílsins.
TOGIÐ ÚT Í HJÓLIN ER
10.000 NEWTONMETRAR
SVO ÞAÐ ER EKKERT SKRÍTIÐ
AÐ HANN SKULI VERA FLJÓTUR
AF STAÐ.
5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð