Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 27.02.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 9 Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:  Ráðgjöf til skóla vegna skólagöngu barna og ungmenna  Athuganir og greiningar  Ráðgjöf, leiðbeiningar og fræðsla til foreldra  Þverfaglegt samstarf um málefni barna í leik- og grunnskólum Menntunar og hæfniskröfur:  Sálfræðimenntun og löggilding v/starfsheitis  Reynsla af starfi með börnum  Góðir skipulagshæfileikar  Hæfni í mannlegum samskiptum Í Borgarbyggð búa rúmlega 3.800 íbúar, þar af um 750 börn í fimm leikskólum og tveimur grunnskólum. Sálfræðingur við leik- og grunnskóla Borgarbyggðar Skólaþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á starfsemi skóla. Í sveitarfélaginu er meðal annars unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, samstarf fagsviða og stofnana, svo sem um þróun úrræða fyrir börn og foreldra. Hlutastarf kemur einnig til greina. Ráðið verður í stöðuna eftir nánara samkomulagi, en ekki síðar en 1. ágúst 2019. Upplýsingar veitir Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840-1522 eða með því að senda tölvupóst á annamagnea@borgarbyggd.is Umsóknarfrestur er til 15. mars 2019. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. BORGARBYGGÐ [Cite your source here.] Slýdalstjörn til leigu Kristinn Reynisson, bóndi í Nýjabæ í Bæjarsveit, verður með formlega opnun á nýju verslunarrými og hjól- barðaverkstæði á bænum næstkom- andi föstudag. Opnunin verður frá klukkan þrjú til átta og eru allir hjart- anlega velkomnir að sögn Kristins. „Ég hef verið að selja rekstrarvörur fyrir landbúnað í nokkur ár en aldrei verið með sérstaka aðstöðu fyrir það heldur bara verið með vörurnar inni á verkstæðinu hjá mér,“ segir Krist- inni í samtali við Skessuhorn. Nú hefur hann lokið við að byggja hús- næði undir verslunina auk þess sem Kristinn opnaði hjólbarðaverkstæði þar 1. október síðastliðinn. „Ég er búinn að flytja verslunina í nýtt og betra húsnæði. Svo náði ég ekki að vera með formlega opnun á hjól- barðaverkstæðinu því ég opnaði það á háannatíma. Ég ákvað því að hafa sameiginlega opnun núna fyr- ir bæði verslunina og verkstæðið,“ segir hann. Í versluninni selur Kristinn fyrst og fremst rekstrarvörur fyrir land- búnað eins og olíur, skrúfur og ýmis- legt fleira. „Ég er að selja allt mögu- legt og þess vegna langar mig líka að hafa opið hús, svo fólk geti komið og kynnt sér vöruúrvalið, aðstöðuna og tækin sem ég er með. Mig lang- ar að kynna starfsemina og líka bara hitta fólk og spjalla,“ segir Kristinn að endingu. arg Ný verslun og hjólbarða- verkstæði í Nýjabæ Kristinn Reynisson verður með opið hús í nýju verslunarrými í Nýjabæ í Bæjarsveit á föstudaginn. Ljósm. es Á skrifstofu byggingafulltrúa Borgarbyggðar eru fjölmörg verk- efni til afreiðslu og dreifast þau um allt sveitarfélagið. Sem dæmi um stór verkefni sem nú eru í gangi, eða langt komin á byggingarstigi, er fjölbýlishús og hótel við Borg- arbraut 57-59 í Borgarnesi, stækk- un og endurbætur á Grunnskóla Borgarness, stækkun Hótel Ham- ars, nýtt verslunarhús við Digra- nesgötu 4 og stækkun verslun- arhúss Kaupfélags Borgfirðinga við Egilsholt 1. Utan Borgarness má nefna stækkun Hótel Reyk- holts, hótelbyggingu í gamla hús- mæðraskólanum á Varmalandi og þá er nýlega lokið framkvæmdum við ferðaþjónustu í Fljótstungu og verkstæði í landi Húsafells fyrir starfsemi á Langjökli. Í samantekt starfsmanna á skrif- stofu byggingafulltrúa segir að í sveitarfélaginu séu skráð yfir 1.300 sumarhús og er mikill fjöldi til við- bótar í byggingu eða unnið að end- urbótum á eldri húsum. Auk þess er héraðið blómlegt landbúnaðar- svæði og mikið um nýbyggingar í sveitum eða endurbætur á land- búnaðartengdu húsnæði. Breyt- ingar og endurbætur á húsnæði tengdu ferðaþjónustu hafa einn- ig verið mjög áberandi undanfar- in ár. Þónokkur uppbygging á sér jafnframt stað í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins um þessar mundir. „Í hverjum mánuði berast nýjar umsóknir um stór jafnt sem smá verk, ásamt fyrirspurnum af ýmsu tagi. Opin mál hjá byggingarfull- trúa eru á fimmta hundrað. Bygg- ingarmál telst opið þar til lokaút- tekt hefur farið fram og gengið endanlega frá skráningu mann- virkisins. Stór hluti mála hjá bygg- ingarfulltrúa í Borgarbyggð tekur að jafnaði um eða yfir fimm ár, t.d. bygging sumarhúsa.“ Þórólfur Óskarsson er bygging- arfulltrúi í Borgarbyggð en með honum í teymi eru þau Hlynur Ólafsson og Sólveig Ólafsdóttir. „Teymið heldur utan um öll mál embættisins, skráningar, úttekt- ir, skönnun á teikningum, um- sagnir og úttektir vegna rekstrar- leyfa og ýmislegt sem til fellur. Verklag og vinnuferlar hjá starfs- fólki eru í sífelldri þróun í takt við nýjustu reglugerðar- og laga- breytingar. Innleiðing er nú langt komin á nýju umsóknakerfi fyrir byggingarleyfi og önnur erindi er varða byggingarfulltrúaembættið. Vonast er til að kerfið muni koma sér vel fyrir umsækjendur og aðra málsaðila, ásamt því að efla nauð- synlegt utanumhald og eftirfylgni við umsóknir,“ segir í tilkynningu frá skrifstofu byggingafulltrúa. mm Opin mál á skrifstofu byggingafulltrúa eru á fimmta hundraðið Meðal stærstu verkefna á borði byggingafulltrúa eru a.m.k. fjórar hótelbyggingar, stækkun Grunnskóla Borgarness auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.