Skessuhorn - 27.02.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 201914
Í desember á síðasta ári voru 20 ár
liðin frá því bræðurnir Hafþór og
Sævar Benediktssynir stofnuðu fyr-
irtækið BB & synir í Stykkishólmi.
Af því tilefni heimsótti blaðamað-
ur Skessuhorns fyrirtækið í liðinni
viku og ræddi við Hafþór um starf-
semina síðustu tvo áratugi. Hann
býður blaðamanni inn á skrif-
stofu fyrirtækisins sem er staðsett
í gámi sem komið hefur verið fyr-
ir í bragga sem hýsir starfsemi BB
& sona. „Þetta er bráðabirgða-
skrifstofan okkar. Hún er reynd-
ar búin að vera það í tíu ár,“ seg-
ir Hafþór og hlær. „Það vantar bara
fleiri klukkustundir í sólarhringinn
til að klára að bæta aðstöðuna fyr-
ir okkur. Annars á þetta húsnæði
sér skemmtilega sögu, en í þessum
bragga var fyrsti heimavöllur Snæ-
fells,“ útskýrir Hafþór um leið og
hann kynnir blaðamann fyrir Unni
Maríu Rafnsdóttur, skrifstofustjóra
BB & sona. „Sem betur fer er hún
ekki komin með meiraprófið því þá
væri hún örugglega komin í öll verk
hjá okkur en við þurfum á henni að
halda hér á skrifstofunni,“ segir
hann og Unnur tekur undir það.
Ef þeir eiga ekki
tækin verða þeir
sér úti um þau
Eins og fyrr segir eru BB & syn-
ir 20 ára en allt byrjaði þetta þeg-
ar þeir Hafþór og Sævar keyptu sex
hjóla Renault pallbíl árið 1999. „Við
stækkuðum bílinn aðeins, komum
tíu hjólum undir hann og krana á
pallinn og byrjuðum að vinna. Það
var bara strax nóg að gera og hefur
verið svoleiðis síðan. Hægt og ró-
lega bættust svo við fleiri bílar og
verkefnum fjölgaði,“ segir Hafþór
en bílaflotinn hefur stækkað jafnt
og þétt þessi tuttugu ár og telur
nú 14 vörubíla á skrá, beltagröfu,
hjólagröfu og önnur tæki til jarð-
vegsframkvæmda. En hvað er það
sem þeir gera hjá BB & sonum?
„Við höfum það markmið að segja
helst ekki nei við verkefnum og við
gerum því í raun bara allt mögu-
legt. Ef við eigum ekki tæki og tól í
þau verkefni sem koma inn á borð
til okkar þá verðum við okkur út
um þau,“ segir Hafþór og brosir.
Helstu verkefnin eru vöruflutning-
ar til og frá Snæfellsnesi, jarðvinna,
snjómokstur, steinsögun, múrbrot,
bílabjörgun og fleira. „Við sjáum
líka um fiskmarkaðinn hér í Stykk-
ishólmi og höfum verið að selja ís,
ekki rjómaís samt. En það er bara
því við höfum ekki verið beðn-
ir um það,“ segir Hafþór og hlær.
„Við eigum líka einn grásleppubát
sem Sævar bróðir er skipstjóri á.
BB & synir hjálpa einnig oft Akstri
og Köfun þegar vantar bíla að flytja
lax fyrir Arnarlax,“ segir Hafþór og
bætir við að hann sé bjartsýnn fyr-
ir laxeldinu fyrir vestan. BB & syn-
ir vinna einnig mikið í samvinnu
við JK&Co í jarðvegsvinnu og eru
í samvinnu með Fraktlausnum um
flutning á vörum. BB & synir leigja
aðstöðu hjá Fraktlausnum í Reykja-
vík og flytja oft vörur fyrir þá út á
Snæfellsnes. „Svo flytja Fraktlausn-
ir einnig vörur fyrir okkur áfram úr
Reykjavík.“
Tóku yfir snjó-
mokstur í vetur
„Síminn hjá okkur stoppar varla og
við svörum honum líka allan sól-
arhringinn. Það mætti því eigin-
lega segja að BB & synir séu allt-
af með opið. En ætli ég taki ekki á
annað hundrað símtöl á dag,“ seg-
ir Hafþór. „Síðustu ár hafa mörg
verkefnanna tengst bílabjörgun
og þá allt frá því að bjarga föstum
túristum upp í að bjarga vörubíl-
um sem hafa oltið.“ Hafþór segist
einmitt vera nýkominn úr þannig
björgunarleiðangri þar sem ver-
ið var að bjarga vagni í Gufudals-
sveit. Þá segir hann útköllum varð-
andi fasta túrista hafi fjölgað mikið
síðustu árin. „En það hefur reynd-
ar farið minnkandi aftur undanfar-
ið. Ætli það sé ekki betri þjónustu
á vegum að þakka. En það er bara
því við erum sjálfir farnir að sjá um
snjómokstur,“ segir hann og hlær.
BB & synir tóku að sér snjómokst-
ur í upphafi vetrar og keyptu til
þess sérútbúinn snjómokstursbíl af
gerðinni Mercedes Benz. „En við
förum víða í þessa leiðangra. Einu
sinni vorum við kallaðir út til að
bjarga túristum á Arnarvatnsheiði.
Það var leiðangur sem tók ekki
nema 24 klukkutíma,“ segir Haf-
þór.
Fagna afmælinu í
dauða tímanum
Aðspurður segir Hafþór ekki enn
vera búið að halda sérstaklega upp
á afmæli BB & sona en að hann
vonist til að það verði gert síð-
ar. „Okkur langar að halda upp
á þetta og gerum það kannski í
dauða tímanum, sem er aldrei,“
svarar hann. „Það er eins gott að
við eigum þolinmóðar eiginkon-
ur og gjaldkera því það er aldrei
dauð stund hjá okkur,“ segir Haf-
þór glottandi og horfir á Unni
sem tekur undir með honum. Hjá
BB & sonum eru aldrei tveir dag-
ar eins en þeir bræður vita sjaldn-
ast hvar þeir enda daginn þegar
þeir vakna á morgnana. „Við gæt-
um allt eins verið hinum megin á
landinu í lok dags, nú eða jafnvel í
öðru landi,“ segir Hafþór og hlær.
En það hefur komið fyrir að þeir
bræður komu til vinnu að morgni
og enduðu svo daginn í Noregi að
skoða bíl sem þeir höfðu áhuga á
að kaupa. „Konurnar okkar eru al-
veg einstaklega umburðarlyndar
en það kemur samt fyrir að konan
mín hringi í mig svona um átta eða
níu á kvöldin og tilkynni mér að
hún ætli ekki að halda kvöldmatn-
um heitum lengur en til tíu,“ segir
hann kíminn.
Bílstjórarnir skella sér í
gúmmígallann
„Þegar maður tekur öll verkefni að
sér tryggir maður sér líka að það er
alltaf nóg að gera og þannig viljum
við hafa það,“ segir Hafþór og bæt-
ir því við að hjá BB & sonum eru
allir starfsmenn með réttindi á öll
tæki fyrirtækisins. „Það eiga allir að
geta gengið í öll störf ef á þarf að
halda. En vissulega reynum við allt-
af að leyfa starfsmönnum okkar að
gera það sem þeim þykir skemmti-
legast. En það er gott að allir geti
samt gengið í hvaða störf sem er,
það gerir þetta líka svo fjölbreytt.
Dæmi um hversu fjölbreytt starfið
getur verið er að við sjáum oft um
að landa úr ákveðnum bátum og svo
um að flytja fiskinn. Við höfum til
dæmis stundum fylgt bátum hinum
megin á landið til að landa þar fyrir
þá og keyra svo fiskinn til baka. Ég
er nokkuð viss um að við séum eina
fyrirtækið á landinu sem gerir þetta.
Bílstjórarnir keyra bara með bátn-
um og svo fara þeir bara í gúmmí-
gallann og henda sér í næsta hlut-
verk við að landa. Þeir fara svo aftur
úr gallanum og keyra til baka,“ seg-
ir Hafþór. „Svo næsta dag eru þeir
kannski að grafa grunn, ganga frá
lóð eða eitthvað allt annað.
arg
Hafa það markmið að segja helst ekki nei við verkefnum
Flutningafyrirtækið BB og synir í Stykkishólmi stendur á tvítugu
Hafþór Benediktsson er annar eigandi BB & sona í Stykkishólmi en hann á fyrirtækið ásamt bróður sínum, Sævari Benedikts-
syni. Ljósm. arg
Bíla- og vélafloti BB & sona er orðinn mjög veglegur og telur 14 vörubíla af skrá,
beltagröfu, hjólagröfu og önnur tæki til jarðvegsframkvæmda. Ljósm. aðsend.
Meðal verkefna hjá BB & sonum eru ýmsar jarðvegsframkvæmdir. Ljósm. aðsend.
BB & synir fara reglulega í útköll við bílabjörgun. Ljósm. aðsend. BB & synir tóku að sér snjómokstur á Snæfellsnesi í vetur og keyptu til þess
þennan snjómokstursbíl. Ljósm. Bílaumboðið Askja.