Skessuhorn - 27.02.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 201924
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Óperutöfrar var svo sannarlega
réttnefni tónleikanna sem Hanna
Þóra Guðbrandsdóttir, Hanna
Dóra Sturludóttir og Elmar Gil-
bertsson héldu ásamt Kirkjukór
Akraneskirkju og Sinfóníettu Vest-
urlands í Tónbergi á Akranesi síð-
astliðinn sunnudag.
Hlutur heimamannsins Hönnu
Þóru var afar ánægjulegur við hlið
þessara stórsöngvara og öll fóru
þau á kostum og gaf hún þeim
ekkert eftir. Að auki segja mér þeir
sem vel til þekkja að Hanna Þóra
hafi átt einna mestan heiður af til-
urð þessara tónleika.
Kirkjukór Akraneskirkju var
samkvæmur sjálfum sér. Að vanda
til mikils sóma og sannar enn einu
sinni að þar fer kór og stjórnandi,
Sveinn Arnar, í fremstu röð.
Sinfóníetta Vesturlands er
nýr sproti í tónlistarflórunni og
hann lofar afar góðu. Stjórnand-
inn Guðmundur Óli Gunnarsson
sinnti líka hlutverki sögumanns.
Fór á kostum og hafði góð tök á
hljómsveit sinni, kórnum og ein-
söngvurum.
Það er ávallt ánægjuefni að
hlusta á tónlistarfólk í fremstu röð
og svo var vissulega í Tónbergi á
sunnudagskvöldið. Ég vil færa tón-
listarfólkinu öllu hamingjuóskir
með frammistöðuna og þá sérstak-
lega Hönnu Þóru.
Gunnar Sigurðsson
Töfrandi tónleikar Óperutöfra
Listafólkinu klappað lof í lófa að loknum tónleikunum.
Ljósm. Hilmar Sigvaldason.
Jón Gunnlaugsson, áhugamaður
um íslenska knattspyrnu fyrr og
síðar, hefur opnað síðu á Facebook
með heitinu „Á sigurslóð.“ Hún
er ætluð fyrir áhugafólk um knatt-
spyrnu og aðra þá sem hafa gaman
af sögum, myndum og ýmsu sem
tengist íslenskri knattspyrnu.
„Síðan á að vera vettvangur
skoðanaskipta og umræðu. Um
árabil hef ég tekið saman ýmislegt
varðandi knattspyrnuna á Akra-
nesi og að sjálfsögðu tengist það
beint íslenskri knattspyrnu svo
mikið sem Akranes hefur kom-
ið þar við sögu. Mig langar til að
tileinka Helga Daníelssyni þessa
síðu. Hann var óþreytandi allt til
æviloka í að taka saman efni tengt
knattspyrnunni á Akranesi og ekki
síður frábær myndasmiður. Helgi
kom víða við á sínum tíma bæði
sem leikmaður og félagsmálamað-
ur og setti svo sannarlega svip sinn
á íslenska knattspyrnu. Þegar ég
byrjaði á þessu áhugamáli mínu
fyrir röskum 40 árum var það fyr-
ir áeggjan Helga sem lét mig hafa
ógrynni gagna til að vinna úr,“
skrifar Jón Gunnlaugsson.
mm
Hefur opnað síðuna
„Á sigurslóð“
Íslandsmeistarar ÍA 1960. Með bikarinn stendur Helgi Daníelsson, en Jón tileinkar Facebook síðuna minningu hans.
Jón Gunnlaugsson, áhugamaður um
knattspyrnusöguna.
Pennagrein
Vægast sagt undarleg grein Þórdís-
ar Kolbrúnar Gylfadóttur, ferða-
mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra, birtist um vefinn Tekjusaga.
is í Morgunblaðinu sunnudaginn
17. janúar síðastliðinn. Þar ger-
ir ráðherra fróðlega lífskjaragrein-
ingu á atvinnutekjum landsmanna
um nokkurra ára bil byggða á
skattaframtölum allra framteljanda
frá árinu 1991. Á þessum vef eru
framteljendur flokkaðir í tíu hópa
og fjallar grein hennar um hóp 2
og hóp 9, þ.e. næst lægsta og næst
hæsta hóp framteljenda.
Í hópi 2 eru 25-34 ára og í hópi 9
eru eldri en 66 ára. Þessi tekjusaga
spannar þrjú tímabil; 1991-2007,
2007-2012 og 2012-2017. Hér
kem ég að meginkjarna þess sem
er svo algengt þar sem prósentur
eru notaðar í umfjöllum um mál
eins og í þessari grein. Undir mill-
fyrirsögninni „Ungt fólk: jöfnuð-
ur eykst“ tekur hún fyrir tímabil-
ið 2012-2017 og segir að hópur 2
hafi notið meiri kjarabóta en hóp-
ur 9 eða 3,72%, en hópur 9 ekki
nema 2,44% kjarabóta. Við skul-
um taka dæmi: Hún tekur sam-
anburð kjarabóta í hópum 2 og 9
þ.e. næst tekjulægsta og næst tekju-
hæsta hópsins. Ef við gerum ráð
fyrir að næst lægsti hópurinn hafi
í dag 500.000 krónur í laun á mán-
uði, en sá næst hæsti 1.000.000 kr.
á mánuði, sem ég tel vægt áætl-
að, þá skekkist nokkuð fullyrðing
um að hópur 2 hafi fengið meiri
kjarabót en hópur 9 því 2,44% af
1.000.000 kr. gerir 24.400 kr. en
hópur 2 með 3,72% á 500.000 kr.
fær ekki nema 18.600 í krónum tal-
ið. Svo kjarabótin í krónum talið
er 5.800 kr. minni hjá hópi 2 held-
ur en hjá hópi 9. Svona geta pró-
sentuútreikningar sýnt rangar nið-
urstöður um ákveðna hluti, eins og
þetta einfalda dæmi sýnir.
Einnig segir hún að hópur 1
hafi fengið 4,37% meiri kjarabæt-
ur en hópur 10. Ef hópur 10 hefur
fengið sömu kjarabót og hópur 9,
þ.e. 2,44%, þá skekkist dæmið enn
meira. Ef hópur 1 er með 100.000
kr. lækkun frá hópi 2, þ.e. niður í
400.000 en hópur 10 með hækkun
úr 1.000.000 í 1.100.000 kr á mán-
uði, þá fær hópur 10 26.840 kr í
kjarabót, en hópur 1 aðeins 17.480
kr. í kjarabót eða 9.369 kr. minna
en gópur 10.
Þórdís segir orðrétt: „Öll þekkj-
um við frasann um að hinir ríku
verði ríkari og hinir fátæku fátæk-
ari. Hann á svo sannarlega ekki við
hér. Tekjulágir hafa ekki bara notið
kjarabóta heldur meiri kjarabóta en
tekjuháir.“ Samkvæmt mínum út-
reikningum stenst þessi fullyrðing
ráðherrans ekki.
Í síðasta kafla þessara greinar
„Eldra fólk: meiri hækkun“ segir
hún m.a. að á sama tímabili, þ.e. frá
2012-2017, hafi 66 ára og eldri úr
tekjuhópi 9 fengið meiri hækkun,
en tekjuhópur 2 eða 6,28% á móti
5,78%. Gerum ráð fyrir tekjuhóp-
ur 2 sé með 300.000 kr. á mánuði
en tekjuhópur 9 sé með 600.000 kr.
þá verður ójöfnuðurinn ekki lítill
hjá þessum aldurshópum.
6,28% af 600.000 kr. gera 37.680
kr. hjá hópi 9. 5,78% af 300.000 kr.
gera 17.340 kr. hjá hópi 2. Sem er
20.340 kr meiri hækkun hjá hópi 9
en hjá hópi 2.
Annað vil ég benda á sem myndi
skekkja meira þennan kjarabótaút-
reiking, en hér er sýnt, en það er
ef lágmarks framfærslukostnað-
ur væri dreginn frá tekjum þess-
ara hópa. Tökum dæmi: Segjum
að lámarksframfærsla einstaklings
sé 200.000 kr. þ.e. fæði, klæði og
húsnæði sem ég tel ekki fjarri lagi
og hópur 2 sé með 300.000 mín-
us 200.000 kr. í framfærslu. Þá er
eftir 100.000 kr. hjá honum, en í
hópi 9 sem er með 600.000 mínus
200.000 í framfærslu þá er eftir hjá
honum 400.000 krónur. Þetta ger-
ir fjórum sinnum meira fé umfram
lágmarksþarfir hjá hópi 9 heldur en
er hjá hópi 2.
Það er ömurlegt að ráðherra í
ríkisstjórn Íslands skuli gera slíkt
sem þetta, annað hvort viljandi eða
af ókunnuleika á hvernig prósetu-
reikningar virkar á mismunandi
tölur.
Hafsteinn Sigurbjörnsson.
Prósentureikningur
ráðherrans