Skessuhorn - 27.02.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 21
einhverjar framkvæmdir, eflaust við
vegagerð og verið að leita að efni í of-
aníburð, nema að þá er farið í þennan
fyrrnefnda malarhrygg til efnistöku
og eflaust hafa það verið stórvirkar
vinnuvélar sem verkið unnu og mok-
uðu mölinni á bílpallana. Ekki þurfti
að grafa djúpt áður en stórgripabein
koma í ljós og vöktu þau furðu þeirra
sem þar voru að verki. Kristlaugur
Bjarnason, sem til þekkti og bjó þá
á Grund, mun hafa sagt mönnum að
þeir hafi þá grafið upp beinin úr belj-
unni hans Gísla Karel. Ekki veit ég
hvað varð um beinin eða hvort þeim
var safnað saman og grafin aftur en
þessa sögu sagði pabbi mér.
Hlutaveltur og réttaböll
í Þinghúsinu
Kvenfélagið var oft með hlutaveltur
í þinghúsinu á meðan við bjuggum á
Grund og það var nú ekki langt fyr-
ir okkur krakkana að fara, en þing-
húsið stóð fyrir neðan brekkuna eig-
inlega þar sem vegurinn kemur nið-
ur Hamrahlíðina í dag. Og þegar
voru þar sumarskemmtanir og fólk
þarna upp um allar hlíðar og börð,
að skipta um fatnað, þá boðaði það
skemmtun okkar krakkanna daginn
eftir. Við fórum þá með krökkunum
á Kampinum og gengum þarna um
svæðið til að vita hvort þar væri ekki
eitthvað að finna sem fólkið hefði
týnt við fataskiptin en þetta var nú
meira að gamni gert. Réttarböllun-
um man ég eftir í þinghúsinu en þau
voru sum söguleg.
Flutt í Nesið
Um vorið 1944 festir pabbi kaup
á kjallaraíbúð úti í Nesi, en hús-
ið nefnir hann fljótlega Götup-
rýði. Hún var í fjögurra íbúða hús-
næði gegnt Hraðfrystihúsinu. Við
flytjum út eftir þ.e. pabbi, Elli og
ég. Þar sem kjallaraíbúðin var ekki
laus fyrr en um haustið vorum við
þetta sumar í Svansskála sem stóð
rétt ofan við höfnina. Bjuggum við
uppi í húsinu en niðri var verslun
sem Sigurður Ágústsson í Stykk-
ishólmi rak og þar afgreiddi Run-
ólfur Jónatansson, faðir Guðmund-
ar Runólfssonar. Þetta sumar er
ég orðin 15 ára og fer þar með að
halda heimili fyrir okkur pabba og
Elís. Með heimilisstörfunum vinn
ég einnig á símanum, sem þá var til
húsa í Kaupfélagshúsinu. Þar hafði
verið þiljað af rými fyrir símstöð-
ina til bráðabirgða og útidyr gerð-
ar í vesturátt og símstöðin flutt í
þetta rými frá Gröf um vorið 1944.
Þetta sumar var nýtt símstöðvarhús
í byggingu í Nesinu. Um sumarið
er sími lagður í sex hús í Nesinu,
þar á meðal í Svansskála. Á síman-
um vinn ég þar til stöðin er flutt í
nýja húsnæðið í desember 1944 og
eitthvað vann ég á símanum eftir
það. Hallgrímur Sveinsson í Hálsi
hafði fengið símstöðvarstjórastarfið
og byggt yfir sig og sína fjölskyldu
og Landssímann í leiðinni. Það
húsnæði fékk síðar númer 25 við
Grundargötuna en gekk alltaf und-
ir nafninu Símstöðin og þeir sem
þar bjuggu kenndir við Símstöð-
ina með styttingu. Eins og Gauja á
Stöðinni, en hún hét Guðríður Sig-
urðardóttir og var eiginkona Hall-
gríms.
Götuprýði
Þegar við erum komin í Götuprýði
setur pabbi klósett í íbúðina með
því að stúka geymsluna frammi í
gangi í tvennt. Fljótlega eftir að við
fluttum inn fengum við rafmagn til
ljósa frá vélum Hraðfrystihússins.
Í eldhúsinu var kolakynt eldavél
sem einnig var miðstöð fyrir hús-
næðið. Inn af eldhúsinu var her-
bergi, frammi á gangi svo klósett og
geymsla og síðan var lítil stofa beint
inn af ganginum. Þennan tíma um
veturinn var hjá okkur Jens Hall-
grímsson í Vík, jafnaldri Ella bróð-
ur og gengu þeir félagarnir í skóla
í Samkomuhúsinu sem þá var ný-
byggt. Kennari var Bergþór Finn-
bogason frá Hítardal. Fleiri voru
þarna hjá okkur um tíma, eins og
Bergur í Krossnesi sem vann í salt-
fiskmati og vantaði gistingu og fæði.
Pabbi féllst á að lofa honum að sofa
í herberginu hjá sér og Ella. Þetta
var ekki langur tími en karlinn var
ræðinn og skemmtilegur. Hann var
bróðir Bárðar í Gröf og Steinunn-
ar á Kverná. Guðný í Hellnafelli
fékk að gista hjá mér í stofunni um
tíma sumarið sem hún var að vinna
í Hraðfrystihúsinu. Guðlaug Hans-
dóttir í Bár sagðist oft hafa fengið
að gista hjá mér er hún var á ferð
í Nesið og fór ekki heim að kvöldi,
en svona var þetta í þá daga. En
það var algengt á þessum tímum að
þegar fólk var búið að koma yfir sig
húsi leigði það frá sér hluta hússins
til þeirra sem voru að byggja yfir
sig. Þannig hjálpuðust menn að við
að byggja bæinn upp. Götuprýði
var fjögurra íbúða fjölbýli. Hæð og
kjallari sitt hvorum megin í bygg-
ingunni. Þessi bygging var rifin og
nýtt hús byggt og snúið á lóðinni. Í
því húsi er nú starfsemi Mareindar.
Hvernig var þá umhorfs í
Nesinu?
Á þessum árum sem við flytjum
í Nesið var þéttbýlið að byrja að
byggjast upp. Áður voru fyrir nokk-
ur hús; Neshúsin sem byggð voru
um 1907, Svansskáli, líklega reistur
1919 á bökkunum þar sem Fiskverk-
un Soffaníasar stendur í dag og hús-
ið síðan flutt niður að höfninni og
Svartiskáli, sem brann 1952. Þann-
ig að þessi þrjú hús stóðu niður við
höfnina. Götuhús og Lengja voru
nær Grafarbæjunum, hvorugt leng-
ur til.
Fagurhóll stóð þar sem prestsbú-
staðurinn er í dag og Sólvellir fram
á nesi, bæði farin nú. Þau voru gras-
býli þar sem búið var með kindur og
kýr og fleiri húsdýr, jafnvel svín á
Sólvöllum. Íshúsin sem stóðu austan
við Gilósinn voru stúkuð í sundur og
þar bjuggu þrjár fjölskyldur. Fólk-
ið var að flykkjast hingað úr sveit-
inni og á meðan það var að byggja
yfir sig bjó það í þessum fyrrnefndu
húsum. Um leið og fólkið var búið
að byggja yfir sig leigði það frá sér
stofuna, eða herbergi með aðgangi
að eldhúsi. Þegar við flytjum hing-
að eru tvær fjölskyldur í Neshúsun-
um. Í gamla íshúsinu voru þrjár fjöl-
skyldur, mötuneyti var í Svartaskála
fyrir menn sem hér voru við bygg-
ingu Frystihússins og aðra vinnu.
Samkomuhúsið er í byggingu og
margur gaf dagsverk við að koma því
húsi upp. Það átti síðar eftir að hýsa
barnaskóla, samkomur, íþróttaiðkun,
kvikmyndasýningar og Guðsþjón-
ustuhald. Tvær fjölskyldur bjuggu
á Sólvöllum veturinn 1944-45. Þar
var einnig barnakennarinn Bergþór
Finnbogason í fæði og húsnæði.
Ekki höfðum við um sumarið
rennandi vatn né rafmagn. Vatn var
sótt í Sólvallalækinn, sem rann í sjó
fram rétt norðan við þar sem Hótel
Framnes er nú, og þangað fóru kon-
ur að skola þvottinn sinn. Rafmagn
er lagt í hús frá vélum Frystihússins,
sem var nýbyggt á þessum árum, en
það var aðeins til ljósa og slökkt á því
um miðnættið eða klukkan 11.30.
Þó kom fyrir að vélamenn voru kall-
aðir út til að láta loga lengur og þá
var yfirleitt ekki nema eitt að gerast;
kona var að fæða barn, en á þessum
tímum fæddu konur í heimahúsum.
Menn frá Reykjavík unnu við að
tengja húsin og luku því fyrir jól-
in 1944. Þeir sendu þá jólakveðju í
útvarpinu til íbúanna í Nesinu sem
hljóðaði svo:
Brátt á himni hækkar sól
horfið er myrkrið svarta
í Grafarnesi gleðileg jól
gefi ljósið bjarta.
Þá mátti senda jólakveðju í út-
varpið í bundnu máli, sem ekki má
lengur.
Ég fer til Reykjavíkur
Nú var orðið ansi þröngt um okk-
ur á Grund og um haustið, í septem-
ber 1946, fer ég til Reykjavíkur. Ég
leigði kvistherbergi hjá Alexander
Stefánssyni og Sigríði móðursystur
minni á Hverfisgötu 125, í Norður-
pólnum sem svo var kallaður, en ég
var í fæði hjá Laufeyju móðursystur
minni sem bjó í kjallaranum í sama
húsi. Laufey útvegaði mér vinnu í
Sanitas sem var á Lindargötunni, en
þar vann ég bara í einn dag því mér
líkaði ekki sú vinna. Ég átti sem sagt
að líma miða á flöskur allan daginn
og það gat ég ekki hugsað mér. Lauf-
ey útvegaði mér þá vinnu þarna rétt
hjá, í versluninni Ásbyrgi sem var
á Laugavegi 139. Það kom til fyrir
einstaka heppni vegna þess að Lauf-
ey hafði frétt af því að kona sem þar
hafði unnið til fjölda ára hefði hætt
og hún fór til þess að spyrja Björn
hvort hann væri búinn að ráða aðra
í staðinn. Svo reyndist ekki vera og
ég fékk starfið. Nafnið Ásbyrgi var
grópað í vegginn og sést enn. Ás-
byrgi átti og rak hann Björn sem
alltaf var kenndur við verslunina.
Þar vann líka Gísli sonur hans. Hann
var giftur dóttur Magnúsar á Grund
í Eyjafirði en þau áttu engin börn.
Ég kunni ágætlega við mig þarna og
held að ég geti sagt að ég hafi lært að
reka verslun af honum Birni sem var
góður karl. Hann gaf mér meira að
segja 200 krónur í jólagjöf. Á þess-
um tímum var ekki um neinar sam-
lagningarvélar að ræða, allt reiknað
í huganum. Og ég held að ég hafi
aldrei gert neina vitleysu. Nema
þegar ég tók við skömmtunarseðl-
inum. Það var fyrir jólin á þessum
tíma sem ég var í Ásbyrgi að það var
smjörskortur og flutt var inn smjör
frá Danmörku. Það kom í tunnum
og þurfti svo að skera smjörið upp
úr tunnunni í eins kílós stykki og
pakka inn í smjörpappír. Smjörið var
síðan afgreitt út á skömmtunarseð-
il sem var nr. 13. Svo þegar smjörið
er búið úr tunnunni og Björn fer að
telja skömmtunarmiðana þá er þar
einn nr. 16 það náttúrulega dæmdist
á mig að ég hefði verið heldur fljót-
fær en það var allt í lagi sagði Björn,
en það var bara verst að sá hin sami
skyldi komast upp með að fá smjör
út á rangan seðil.
Svo kemur ástin í spilið
Þannig var að haustið 1946, rétt áður
en ég fer suður, hitti ég Höllu sem
seinna varð tengdamóðir mín. Er
hún þá að fara í símann til að fá frétt-
ir af Halldóri Finnssyni, syni sínum,
og segir mér að hann hafi lent í slysi
við vinnu í jarðhúsunum í Ártúns-
brekku. Halldór hafði höfuðkúpu-
brotnað þarna og lá lengi á spítala,
eða í sex vikur. Halldór Halldórsson,
bróðir Höllu, var verktaki við vinn-
una og hafði Halldór verið í vinnu hjá
honum. Eftir að ég kom suður fór ég
stundum með Ásu systur Halldórs,
en við Ása vorum góðar vinkonur, að
heimsækja hann á spítalann. Þar með
má segja að kynni okkar hafi hafist,
þótt við hefðum svo sem þekkst áður,
vissum hvort af öðru í sveitinni.
Halldór hafði áður en þetta varð
verið tvo vetur í skóla í Reykholti
og síðan tvo vetur eftir það í Sam-
vinnuskólanum sem var þá í Reykja-
vík. En við förum sem sagt að draga
okkur saman þennan vetur sem ég
er í Reykjavík. Þetta samband okk-
ar þróaðist fljótt, enda vildi Halldór
láta þetta ganga. Ég skrifaði pabba
og sagði honum frá ráðahagnum.
Eflaust hefur hann lagt blessun sína
yfir þetta, fundist að nú væri henni
Pöllu hans borgið, nú ætti hún bjarta
og örugga framtíð fyrir höndum. Við
trúlofuðum okkur svo á sumardaginn
fyrsta vorið 1947. Halldór vann þenn-
an vetur á skrifstofu á elliheimilinu
Grund, hjá Gísla í Ási Sigurbjörns-
syni. Halldór bjó hjá móðursystur
sinni og ég hjá móðursystur minni á
Norðurpólnum. Það var stutt á milli,
aðeins eitt húsnúmer. Halldór hafði
ætlað erlendis í framhaldsnám um
haustið sem hann lenti í þessu vinnu-
slysi, en af því varð aldrei. Við gift-
um okkur síðan á fyrsta vetrardag um
haustið, en Snorri frændi sagði að ég
hefði verið heilt misseri í festum.
Gunnar Kristjánsson tók saman og
ritaði/ Ljósm. aðsendar.
Ásamt hópi afkomenda í 90 ára afmælisveislunni í lok janúar.
Pálína ung að árum ásamt foreldrum sínum, Jóhönnu Hallgerði Jónsdóttur og
Gísla Karel Elíssyni, og Vilborgu Guðrúnu systur sinni.
Fylgst með fréttum vorið 2010.
Prúðbúin haustið 2003.
Pálína ásamt Hólmfríði Gísladóttur,
systur sinni.