Skessuhorn - 27.02.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 201926
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvaða álegg þykir þér
best að setja á brauð?
Spurni g
vikunnar
(Spurt í Stykkishólmi)
Sam Chernawsky
Mér þykir best að setja smjör.
Þórir Thorlacius
Mér þykir norskur geitaostur
bestur.
Helga Aðalsteinsdóttir
Bara ost held ég.
Max Ryasontsev
Örugglega bara pylsur og
kannski líka ost.
Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport
og Ölgerðin Egill Skallagríms-
son, hafa samið um nafnarétt efstu
deilda Íslansmóts karla og kvenna í
knattspyrnu. Breytt verður um nafn
og munu deildirnar heita Pepsi Max
deildirnar næstu þrjú árin í stað
Pepsi deildanna áður. Haft er eft-
ir Andra Þór Guðmundssyni, for-
stjóra Ölgerðarinnar, að þar á bæ
hafi mönnum þótt eiga betur við að
tengja knattspyrnuna við sykurlaus-
an drykk. „Við erum afar stolt og
ánægð að Ölgerðin tengist áfram
stærsta íþróttamóti landsins með
jafn afgerandi hætti. Nafnabreyt-
ingin úr Pepsi deildin í Pepsi Max
deildin er til komin vegna áherslu-
breytinga í markaðsstarfi hjá okkur
og sívaxandi vinsælda Pepsi Max,“
er haft eftir Andra á Vísi. Stefán
Sigurðsson, forstjóri Sýnar, Guðni
Bergsson, formaður Knattspyrnu-
sambands Íslands og Haraldur
Haraldsson, formaður ÍTF, hags-
munasamtaka félaga í efstu deild-
um, lýstu jafnframt yfir ánægju
sinni með samninginn. kgk
Pepsi deildin verður
Pepsi Max deildin
Skagamenn munu leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.
Grundarfjörður tók á móti liði
Kormáks frá Hvammstanga í körf-
unni á laugardaginn. Heimamenn
höfðu töluverða yfirburði í leikn-
um og voru miklu ákveðnari í öll-
um sínum aðgerðum. Grundfirð-
ingar leiddu með töluverðum mun
í hálfleik og það sama var uppi á
teningnum í þeim síðari. Stigabil-
ið jókst jafnt og þétt og að endingu
var staðan 85-60, heimamönnum í
vil. Grundarfjörður eru því á ágæt-
is siglingu þessa dagana og eygir
veika von um sæti í úrslitakeppn-
inni þegar deildarkeppni lýkur en
þá þarf liðið að treysta á sjálfa sig
og hagstæð úrslit í öðrum leikjum
jafnframt. Liðið á eftir að spila tvo
leiki til viðbótar í deildinni. Grund-
arfjörður á eftir að mæta liði Hauka
b næsta laugardag áður en þeir fara
á Ísafjörð til að spila við Vestra 9.
mars.
tfk
Grundarfjörður sigraði
Kormák örugglega
Bikarmótið í hópfimleikum
var haldið á Selfossi um síð-
ustu helgi. Fimleikafélag Akra-
ness sendi meistaraflokk kvenna
til keppni í mótinu og var þetta
í fyrsta sinn sem lið frá ÍA keppir
í A deild meistaraflokks. Fór svo
að lokum að ÍA hafnaði í 4. sæti á
mótinu með 42.500 stig. Stjarn-
an stóð uppi sem sigurvegari með
54.000 stig, Gerpla varð í öðru
með 52.700 stig og Stjarnan 2
hreppti þriðja sætið með 44.650
stig.
Í karlaflokki kepptu tvö lið og
sigraði Gerpla nokkuð örugg-
lega með 56.400 stig, en Stjarnan
hafnaði í öðru með 51.200 stig.
Gerpla var síðan eina félagið sem
sendi lið til keppni í blönduðum
flokki og bar því sigur úr býtum í
þeirri keppni með 37.000 stig.
kgk/ Ljósm. www.ia.is.
Kepptu í fyrsta sinn í A deild meistaraflokks
Fjölmenni var á Landsbankamóti ÍA
sem haldið var í íþróttahúsinu við
Vesturgötu á Akranesi um helgina.
Alls tók 121 keppandi frá fimm fé-
lögum þátt í mótinu. Keppendurn-
ir komu frá ÍA, BH, Hamri, TBR,
UMFA og UMFS. Keppt var í flokk-
um U11 til U19. Margir flottir leik-
ir voru spilaðir og fjölmörg góð til-
þrif sáust, að því er fram kemur á Fa-
cebook-síðu Badmintonfélags Akra-
ness. Keppt var í einliðaleik í U11 en
í öllum greinum í öðrum flokkum.
Sóley Birta Grímsdóttir úr ÍA
hafnaði í öðru sæti í einliðaleik U13,
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH og
Máni Ellertsson ÍA sigruðu í tvennd-
arleik U13. Arnar Freyr Fannarsson
úr ÍA hafnaði í öðru sæti í einliða-
leik U13, Arnar Freyr Fannarsson og
Viktor Freyr Ólafsson úr ÍA fengu
bronsið í tvílíðaleik U13 og Brynjar
Már Ellertsson og Davíð Örn Harð-
arson úr ÍA sigruðu í tvíliðaleik U19.
Brynjar Már og Halla María Gúst-
afsdóttir úr ÍA sigruðu í tvenndarleik
U19, Brynjar Már sigraði í einliða-
leik U19 og María Rún Ellertsdóttir
sigraði í Tvíliðaleik U15 ásamt Mar-
gréti Guangbing úr Hamri.
kgk
Fjölmenni á Landsbankamóti í badminton
Hluti keppenda í U11. Ljósm. Badmintonfélag Akraness.