Skessuhorn - 27.02.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 15
um ríkisins væru einnig unnin á
landsbyggðinni. Borgir væru auð-
vitað mikilvæg forsenda hagvaxt-
ar og mjög skilvirkar hageining-
ar, eins og hann komst að orði. En
dreifðu byggðirnar væru eftir sem
áður bakverðir borganna. Þar væri
að finna uppsprettu og forsendur
hvers konar framleiðslu. „Nýver-
ið var það svo að milli 80 og 90%
af útflutningstekjum þjóðarinnar
byggja á auðlindum landsbyggð-
arinnar, svo sem orkufrekur iðn-
aður, sjávarútvegur, ferðaþjónusta
og fleira,“ sagði Vífill. Hann benti
á að hið opinbera hefði vaxið hratt
á undanförnum árum og áratug-
um, þrátt fyrir áform ráðamanna
um annað. Sá vöxtur hefði eink-
um komið til á höfuðborgarsvæð-
inu, en landsbyggðin hefði engu
að síður tekið fullan þátt og rúm-
lega það í fjármögnun þess vaxtar.
„Það er veruleg slagsíða í ríkisfjár-
jöfnun á Vesturlandi,“ sagði Vífill
og nefndi sem dæmi að fyrir hverj-
ar tíu krónur sem greiddar eru í
ríkissjóð í Snæfellsbæ færu um sjö
krónur í opinbera þjónustu þar
í bæ. Sagði hann því ekki ósann-
gjarnt að landsbyggðin renndi
hýru auga til opinberra starfa til
að laða til sín ungt, menntað fólk
og gjarnan konur. Það væri ein-
mitt hópurinn sem vantaði í veik-
ustu byggðir landsins og gæfi þeim
sterkari forsendur til vaxtar. Þessi
opinberu störf geti þannig verið
liður í að stuðla að fjölbreytni at-
vinnu- og mannlífs.
kgk
Landmælingar Íslands boðuðu til
málþingsins „Ríkisstofnun úti á
landi - búbót eða basl?“ á Gamla
kaupfélaginu á Akranesi síðastlið-
inn föstudag. Málþingið var hald-
ið í tilefni þess að 20 ár eru lið-
in frá flutningi Landmælinga frá
Reykjavík til Akraness. Markmið
með málþinginu var að rýna í hvað
það þýðir að hafa ríkisstofnun utan
höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða málþingsins var í
stuttu máli sú að mörg tækifæri eru
ónýtt í að færa eða halda í opinber
störf á landsbyggðinni. Ekki væri
endilega þörf á að flytja stofnanir
eða sérstök verkefni í heilu lagi,
heldur mætti samnýta þær stofn-
anir sem fyrir eru. Til þess þyrfti
þó að eiga sér stað ákveðin hugar-
farsbreyting í kerfinu með meiri
sveigjanleika milli stofnana.
Flutningur LMÍ
heilt yfir góður
Eydís Líndal Finnbogadóttir,
starfandi forstjóri LMÍ og Magn-
ús Guðmundsson, forstjóri LMÍ
í leyfi, ræddu um flutning stofn-
unarinnar frá Reykjavík til Akra-
ness fyrir 20 árum síðan. Í máli
þeirra kom fram að heilt yfir hefði
flutningur stofnunarinnar geng-
ið vel, en hann hafi þó ekki ver-
ið hnökralaus. Magnús nefndi að
of langur aðdragandi hafi verið að
flutningnum, hann hafi t.d. ver-
ið eini starfsmaðurinn sem fluttist
til Akraness og aðeins tveir starfs-
menn sem störfuðu hjá LMÍ fyr-
ir 20 árum störfuðu þar enn. Hins
vegar hefði gengið vel að ráða vel
menntað fólk í störf hjá stofnun-
inni, því að jafnaði hafi borist tíu
umsóknir um hvert auglýst starf.
Þau Eydís og Magnús ræddu um
aðrar leiðir en flutning stofn-
ana eða sérstakra verkefna í heilu
lagi. Nefndu þau að auglýsa mætti
opinber störf án staðsetning-
ar. Koma mætti upp miðstöðvum
á þéttbýlisstöðum sem mismun-
andi ríkisstofnanir deildu, eða þá
að opinberir starfsmenn fengju
starfsaðstöðu hjá þeim stofnunum
sem fyrir eru á staðnum, þó þeir
störfuðu fyrir aðrar stofnanir. Ey-
dís sagði að þannig hefðu sveitar-
félögin tækifæri til að búa svo um
hnútana að fólk sæktist eftir því að
búa þar. Þannig mætti fjölga opin-
berum störfum utan höfuðborgar-
svæðisins. Magnús sagði að til að
svo mætti verða þyrfti líklega að
sameina og fækka stofnunum, þær
þyrftu að vera með að minnsta
kosti hundrað starfsmenn. Þannig
yrði meiri sveigjanleiki og afl til að
hafa útibú þar sem fólk gæti valið
sér búsetu en samt starfað hjá við-
komandi stofnun.
Vilja Þjóðgarðastofnun
á Akranes
Heyra mátti samhljóm með
þessu sjónarmiði í erindi Guð-
jóns Brjánssonar alþingismanns.
Kvaðst hann telja víst að vinnu-
staðir framtíðarinnar yrðu með allt
öðrum brag en þekkist í dag. Taldi
hann víst að áður en langt um líð-
ur þætti fólki orðið gamaldags að
tala um störf án staðsetningar, svo
sjálfsagt verði það í framtíðinni að
fólk myndi ekki einu sinni leiða
hugann að því. Sagði hann að fyrr
en síðar myndu æ fleiri eiga mögu-
leika á því að vinna heima og iðu-
lega fyrir tvo eða fleiri atvinnu-
rekendur, einkum ungt sérfræði-
menntað fólk.
Valgarður Lyngdal Jónsson, for-
seti bæjarstjórnar Akraness, sagði
að samfélag, mannlíf og almenn
lífsgæði hefðu mest að segja við
val fólks á búsetu. Þar væri Akra-
nes vel samkeppnishæft og tæki-
færi falin í því að hafa stofnanir og
opinber störf á Akranesi. Ljóstraði
hann því upp í tilefni fundarins að
bæjarstjórn hyggðist skora á um-
hverfisráðherra að ný Þjóðgarða-
stofnun yrði staðsett á Akranesi.
Hægt að dreifa kröftum
ríkisins betur
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra, vísaði í erindi
sínu skýrslu Ríkisendurskoðunar
frá 2016. Reynslan væri að flutn-
ingur opinberra stofnana hefði al-
mennt séð tekist vel. Í skýrslunni
kæmi fram að rekstur stofnana sem
hafa verið færðar hafi almennt ekki
tekið miklum breytingum. Í ein-
hverjum tilfellum megi ná fram
hagræði til lengri tíma með flutn-
ingi stofnana, þar sem húsnæðis-
kostnaður er til að mynda lægri
á landsbyggðinni. Alltaf þurfi
að kanna það en einnig þurfi að
líta til fleiri sjónarmiða, svo sem
byggðasjónarmiða og samfélags-
legra áhrifa. Sagði hún það skýra
stefnu ríkisstjórnarinnar að mikil
verðmæti fælust í því að landið allt
væri í bómlegri byggð og vísaði í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn-
ar því til staðfestingar. Sagði hún
skýran vilja ríkisstjórnarflokkanna
að skilgreina opinber störf og aug-
lýsa án staðsetningar eins og kost-
ur er. „Við getum dreift kröftum
ríkisins betur um landið,“ sagði
Þórdís Kolbrún.
Hallar á landsbyggðina
Vífill Karlsson hagfræðingur hjá
SSV sýndi í erindi sínu fram á mik-
ilvægi þess að opinber störf á veg-
Tækifæri í opinberum störfum á landsbyggðinni
Komið við á ráðstefnu í tilefni tuttugu ára starfsafmælis LMÍ á Akranesi
Hlýtt á erindin. Magnús Guðmundsson, forstjóri LMÍ í leyfi er fremstur á mynd.
Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti
bæjarstjórnar Akraness, í pontu.
Bjarnheiður Hallsdóttir fundarstjóri
situr við hlið hans.
Næst í mynd má sjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköpunarráðherra punkta hjá sér. Við hlið hennar situr Eydís Líndal
Finnbogadóttir, starfandi forstjóri LMÍ og henni á hægri hönd er Árni Bragason
landgræðslustjóri.