Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 11. tbl. 22. árg. 13. mars 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 Gildir alla daga frá 1 1–16 ef þú sækir1.600 K R. Miðstærð af matse ðli 0,5 lítra g os Landnámssetrið Borgarnesi sími 437-1600 Njálssaga Bjarna Harðar Laugardagurinn 16. mars kl: 20:00 Sunnudagurinn 17. mars kl: 16:00 Laugardagurinn 23. mars kl: 20:00 Auður djúpúðga Laugardagurinn 30. mars kl: 20:00 Sunnudagurinn 31. mars kl: 16:00 Vegna mikillar eftirspurnar! Teddi lögga 6. apríl kl. 20:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir UPPSELT Hlökkum til að sjá þig, kæri nágranni! Dalbraut 1 Sími: 512 4090 www.apotekarinn.is Opið virka daga kl. 10–18 Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku verður nú hafist handa við lengingu Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar um 130 metra. Björgun ehf. tók að sér verkið. Þegar á miðvikudaginn í síðustu viku hófust framkvæmdir þegar sanddæluskipið Sóley hóf dælingu utan við höfnina í blíðskaparveðri. Ljósm. tfk. Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytisins fengið opnun útboðs vegna kaupa á sjúkra- bílum frestað fram í ágúst næst- komandi. Ástæðan er að samninga- viðræðum milli ráðuneytisins og Rauða kross Íslands þarf að ljúka. Forsenda þess að hægt sé að fara í útboð er að samkomulag náist milli þessara aðila, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Heil- brigðisráðuneytið og Rauði kross Íslands hafa um alllangt skeið unn- ið að samkomulagi varðandi samn- ing sem í gildi hefur verið um út- vegun og rekstur sjúkrabíla á hendi Rauða krossins. Aðilar eru sam- mála um að meginmarkmiðið verði að vera að tryggja landsmönnum áfram örugga sjúkraflutninga og sjá til þess að unnt verði að ráðast sem fyrst í nauðsynlega endurnýj- un sjúkrabíla,“ segir í tilkynning- unni. Þar segir enn fremur að nauð- synlegt sé að skoða allar leiðir um hvernig leysa megi málið til lengri og skemmri tíma. „Þannig að rekst- ur og endurnýjun sjúkrabílaflotans geti komist í eðlilegt horf hið allra fyrsta.“ Engir nýir sjúkrabílar hafa verið teknir í notkun á landinu síðan í árs- byrjun 2016. Til stóð að opna tilboð vegna kaupa á 25 nýjum sjúkrabílum 14. mars, eftir ítrekaðar frestanir. Þolir enga bið Engir sjúkrabílar í umdæmi Heil- brigðisstofnunar Vesturlands hafa verið endurnýjaðir undanfarin ár. Þegar Skessuhorn fjallaði um málið í febrúar á síðasta ári upplýsti Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutn- inga hjá HVE, að 10 af 16 sjúkra- bílum í umdæminu væru meira en tíu ára gamlir. Þar af voru tveir bílar eldri en 20 ára og sá elsti 25 ára gamall. Meðalaldur bílanna var 12 ár. Þá hafði einmitt komið upp sú staða tvisvar í sömu vikunni að sjúkrabíll bilaði á meðan ekið var með sjúkling í forgangsakstri. Gísli sagði ástandið algerlega óviðunandi. „Í kröfulýsingu velferðarráðuneyt- isins fyrir sjúkraflutninga var miðað við að sjúkrabílar skyldu ekki verða eldri en fimm ára gamlir. Meðal- aldur bílanna okkar er tæp tólf ár,“ sagði hann í samtali við Skessuhorn í febrúar á síðasta ári. Síðan þá er staðan óbreytt en bílarnir auðvitað eldri. „Endurnýjun sjúkrabílaflot- ans þolir enga bið,“ sagði Gísli fyrir rúmu ári síðan. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Sjúkrabílaútboði enn á ný frestað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.