Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 29
Snæfellsbær -
miðvikudagur 13. mars
Heilsuvika stendur yfir í
Snæfellsbæ fram á föstudag.
Fjölbreytt dagskrá með
heilsutengdum viðburðum.
Ítarlega dagskrá heilsvikunnar má
sjá í síðasta tölublaði Skessuhorns
eða á heimasíðu Snæfellsbæjar,
www.snb.is.
Stykkishólmur -
miðvikdagur 13. mars
Snæfellskonur mæta KR í
stórleik í Domio‘s deild kvenna
í körfuknattleik. Mikilvægur
leikur í baráttunni um 4. sætið
í deildinni og þar með sæti í
úrslitakeppninni. Leikurinn
hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í
Stykkishólmi.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 13. mars
Opinn fundur GróLindar í
félagsheimilinu Valfelli kl. 20:00.
Fjallað verður um aðferðafræði
verkefnisins GróLindar, m.a.
ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa
fyrir landnýtingu, kortlagningu
beitilanda, könnun á beitarferli
sauðfjár og samstarf við
landnotendur. Héraðsfulltrúar
verða á svæðinu og halda stutt
erindi um önnur verkefni.
Grundarfjörður -
fimmtudagur 14. mars
Stóra upplestrarkeppnin verður
haldin í Grundarfjarðarkirkju kl.
18:00.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 14. mars
Opinn fundur GróLindar í
félagsheimilinu Lindartungu
kl. 20:00. Fjallað verður um
aðferðafræði verkefnisins
GróLindar, m.a. ástandsmat,
þróun sjálfbærnivísa fyrir
landnýtingu, kortlagningu
beitilanda, könnun á beitarferli
sauðfjár og samstarf við
landnotendur. Héraðsfulltrúar
verða á svæðinu og halda stutt
erindi um önnur verkefni.
Akranes -
fimmtudagur 14. mars
Menningarhátíðin Írskir
vetrardagar hefst á Akranesi og
stendur fram til sunnudagsins 17.
mars. Fjölbreytt dagskrá og fjöldi
viðburða um allan bæ. Ítarlega
dagskrá Írskra vetrardaga er að
finna í auglýsingu í Skessuhorni
vikunnar.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 14. mars
Myndamorgunn í Safnahúsi
Borgarfjarðar kl. 10:00 til 11:30.
Gestir aðstoða við að greina
ljósmyndir úr skjalasafni.
Akranes - fimmtudagur 14. mars
Nótutónleikar Tónlistarskólans
á Akranesi í Tónbergi kl. 18:00.
Nemendur flytja fjölbreytta
efnisskrá fyrir píanó, flautu,
harmonikku og söng. Á
tónleikunum mun dómnefnd auk
þess velja þau atriði sem fara á fram
á Vesturlans- og Vestfjarðanótuna
sem haldin verður í Borgarnesi 23.
mars. Aðgangur er ókeypis og allir
eru velkomnir.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 14. mars
Fyrirlestur um Þorstein frá Hamri í
Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 20:30.
Ástráður Eysteinsson prófessor
flytur erindi um skáldið. Sjá nánar
á www.safnahus.is.
Akranes -
fimmtudagur 14. mars
Tónleikar á Gamla Kaupfélaginu
kl. 20:30. Unnur Birna Bassadóttir,
fiðluleikari og söngkona og
Björn Thoroddsen gítarleikari
koma fram ásamt Skúla Gíslasyni
trommara og Sigurgeiri Skafta
Flosasyni bassaleikara. Sjá nánar
frétt í Skessuhorni vikunnar.
Akranes -
föstudagur 15. mars
Opnun sýningarinnar Spáðu
í bolla í Leirbakaríinu við
Suðurgötu á Akranesi kl. 17:30.
Borgarbyggð -
föstudagur 15. mars
Félagsvist í hátíðarsalnum í
Brákarhlíð kl. 20:00. Fyrsta kvöldið
í þriggja kvölda keppni, sem
dreifist á fjögur kvöld. Góð kvöld-
og lokaverðlaun. Veitingar í hléi.
Allir velkomnir.
Borgarbyggð -
laugardagur 16. mars
Opnun myndlistasýningar
Josefinu Morell í Safnahúsi
Borgarfjarðar kl. 16:00. Sjá nánar
á www.safnahus.is.
Akranes -
sunnudagur 17. mars
Tónleikar Landsmóts barna- og
unglingakóra í Grundaskóla
kl. 13:30, en eldri hópur
Skólakórs Grundaskóla er
gestgjafi landsmótsins sem
fram fer helgina 15.-17. mars. Á
sunnudaginn verða tónleikar
á sal skólans þar sem afrakstur
vikunnar verður fluttur. Á
efnisskrá tónleikanna eru
m.a. lög og textar eftir Svein
Arnar Sæmundsson, organista
Akraneskirkju og Valgerði
Jónsdóttur, stjórnanda Skólakórs
Grundaskóla. Þá verður frumflutt
tónverkið Fögnuður eftir Elínu
Gunnlaugsdóttur, en það var
samið sérstaklega fyrir mótið.
Borgarbyggð -
sunnudagur 17. mars
Njála Bjarna Harðarsonar á
Sögulofti Landnámssetursins í
Borgarnesi kl. 16:00. Var Njáll á
Bergþórshvoli byltingarleiðtogi
og Gunnar vinur hans á
Hlíðarenda lágvaxinn og
heyrnarsljór írskur prins?
Bjarni Harðarson rithöfundur
fjallar um kynþáttaóeirðir í
fjölmenningarsamfélagi 10.
aldar og hlutverk þeirra í átökum
og atburðarás Njálu. Miðaverð
kr. 3.500. Miðasala og nánari
upplýsingar á www.landnam.is
Nýfæddir Vestlendingar
Á döfinni
9. mars. Stúlka. Þyngd: 2.750
gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar:
Kristjana Björg Karlsdóttir og
Kristinn Samúel Guðmundsson,
Kleppjárnsreykjum. Ljósmóðir:
Lára Dóra Oddsdóttir. Stúlkan
hefur fengið nafnið Dagbjört
Ylfa.
Herbergi til leigu
Er með herbergi til leigu í
Borgarnesi með aðgangi að
eldhúsi. Frekari upplýsingar í
síma 846-3816, Hilmar.
Marshall hátalarabox
Til sölu Marshall 1960A, 4×12,
300W hátalarabox. Framleitt á
Englandi í júní 2006. Einstaka
rispur eins og gengur og gerist.
Ekki mikið notað en auðvitað
eitthvað. Gæðagripur sem
hefur alltaf reynst vel. Ásett
verð er kr. 70 þús. Áhugasamir
hafi samband á kristjangauti@
gmail.com.
Markaðstorg
Vesturlands
TIL SÖLU
LEIGUMARKAÐUR
7. mars. Drengur. Þyngd: 3.486
gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar:
Svanlaug Nína Sigurðardóttir og
Ottó Veturliði Birgisson, Akranesi.
Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir.
7. mars. Stúlka. Þyngd: 4.086 gr.
Lengd: 51,5 cm. Foreldrar: Elsa
Þorbjarnardóttir og Guðmundur
Freyr Kristbergsson, Borgarfirði.
Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir.
9. mars. Stúlka. Þyngd: 3.762 gr.
Lengd: 50 cm. Foreldrar: María
Dís Einarsdóttir og Guðmundur
Bjarni Björnsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
Getir þú
barn þá
birtist það
hér, þ.e.a.s.
barnið!
www.skessuhorn.is