Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 20196
Vottar enn
grunsamlegir
STYKKISH: Tilkynnt var
um grunsamlegar manna-
ferðir í Stykkishólmi á mánu-
daginn. Lögregla kannaði
málið og kom þá í ljós að þar
voru á ferðinni erlendir Vott-
ar Jehóva. Í dagbók lögreglu
kemur fram að rætt hafi ver-
ið við íbúa og þeir látnir vita
að þarna hafi verið trúboðar
á ferðinni. Sambærilegt mál
kom upp í Borgarfirði á dög-
unum, eins og greint var frá
í Skessuhorni, þar sem er-
lendir Vottar voru að leita
uppi landa sína til að boða
þeim fagnaðarerindið. Þá
var tilkynnt um grunsam-
legar mannaferðir í Grund-
arfirði í vikunni sem leið, en
ekkert kom út úr því máli að
sögn lögreglu. -kgk
Hlúð að manni
við Glym
HVALFJ: Björgunarsveit-
ir á Vesturlandi voru kall-
aðar út um hálf tvö á sunnu-
dag vegna tilkynningar frá
manni í vanda í Botnsdal í
Hvalfirði. Maðurinn hafði
verið á göngu í litlum hópi
að fossinum Glymi. Rúm-
um klukkutíma síðar var
björgunarsveitarfólk kom-
ið að manninum en meiðsli
hans reyndust minni en tal-
ið var í upphafi. Hlúð var að
honum og gat hann gengið
í fylgd björgunarsveitarfólks
að bílastæði. Sjúkraflutn-
ingamenn skoðuðu manninn
og ekki þurfti að flytja hann
til byggða. -mm
Málþing um
áhættumat
erfðablöndunar
laxa
LANDIÐ: Kristján Þór Júlí-
usson, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, hefur boð-
að til málþings um áhættu-
mat vegna mögulegrar erfða-
blöndunar eldislaxa og nátt-
úrulegra laxastofna á Íslandi.
Málþingið verður haldið í
Sjávarútvegshúsinu í Reykja-
vík á morgun, fimmtudag-
inn 14. mars og hefst kl.
9:00. Hafrannsóknarstofnun
gaf fyrst út áhættumat í júlí
2017. Nýlega lagði ráðherra
fram frumvarp um breyting-
ar á ýmsum lögum sem tengj-
ast fiskeldi. Þar er lagt til að
áhættumat verði lögfest og
jafnframt að það verði tek-
ið til endurskoðunar í sumar.
Á málþinginu verður farið
yfir áhættumatið og þá vinnu
sem liggur þar að baki, auk
þess sem rætt verða næstu
skref í þróun þess. -kgk
Nýr gæðastjóri
Fisk Seafood
Stefanía Inga Sigurðardóttir
hefur verið ráðin gæðastjóri
hjá Fisk Seafood á Sauðár-
króki. Í gæðateymi fyrirtæk-
isins eru sérstakir í öllum
rekstrareiningum, s.s. land-
vinnslunni á Sauðárkróki,
saltfisksvinnslu í Grund-
arfirði, seiðaeldi á Hólum,
fiskeldi í Þorlákshöfn og á
frystitogaranum Arnari, auk
ferskfisktogara fyrirtækisins.
Stefanía er með B.Sc. gráðu
í líftækni frá Háskólanum á
Akureyrir og hefur starfað
innan veggja Fisk Seafood
hjá rannsóknar- og þróun-
arfyrirtækinu Iceprotein frá
2013, þar af undanfarin þrjú
ár sem rannsóknarstofustjóri.
Auk verkefna sem tengjast
vörum Iceprotein hélt hún
utan um aðferðafræði við
gæðamælingar afurða fyrir
matvæla- og fóðurfyrirtæki á
Norðurlandi vestra. „Vönd-
uð gæðastjórnun í matvæla-
framleiðslu er gífurlega mik-
ilvæg og getur skipt sköpum
fyrir orðspor vörunnar og
verðmætasköpun,“ er haft
eftir Stefaníu í tilkynningu
frá Fisk Seafood. „Það er
afar ánægjulegt að fá Stefan-
íu til þessara starfa og ég er
sannfærður um að hún hef-
ur bæði þekkingu og reynslu
til að taka gæðamálin okk-
ar metnaðarfullum tökum,“
segir Friðbjörn Ásbjörnsson,
framkvæmdastjóri Fisk Sea-
food, í tilkynningu frá fyrir-
tækinu. -kgk
Dalabyggð hefur auglýst útboð
vegna fyrsta áfanga breytinga og við-
byggingu Vínlandsseturs í Búðardal.
Verkinu er skipt í tvennt. Annars
vegar skal færa núverandi stiga og
gera stokk fyrir lyftu, gera nýjan stiga
og styrkja milligólf með stálbitum
og súlum, rífa inniveggi, byggja nýtt
gólf ofan á steingólf, setja upp milli-
veggi og hurðir og smíða og setja í
nýja glugga og útihurðir í sal. Hins
vegar á að fjölga salernum og færa
ræstiherbergi í austurálmu hússins,
sem og breyta aðstöðu starfsmanna
og fjölga þakgluggum.
Kynning á verkinu verður á staðn-
um í dag, miðvikudaginn 13. mars
kl. 13:00, en útboðsgögn eru afhent
rafrænt og endurgjaldslaust hjá um-
sjónarmanni framkvæmda á net-
fangið kristjan@dalir.is Tilboð verða
opnuð þriðjudaginn 26. mars næst-
komandi og áætluð verklok eru 26.
júlí. Húsinu á að skila fullgerðu,
máluðu og tilbúnu til notkunar.
kgk
Breytingar og viðbygging
Vínlandsseturs í útboð
Áætlað er að búið verði að byggja við húsið í lok júlí næstkomandi. Ljósm. mm.
Landssamband veiðifélaga gerir al-
varlega athugasemdir við frumvarp
að breytingum á fiskeldislögum.
„Sérstaklega þeirri fyrirætlan að
setja á fót samráðsnefnd, sem fjalla
á um áhættumat um erfðablöndun
sem í eiga að sitja fulltrúi ráðherra
og hagsmunaaðila fiskeldis í meiri-
hluta. Með þessu háttalagi mun
ráðherra grafa undan áhættumatinu
enda er áhættumatið nú aðeins orð-
in tillaga Hafrannsóknastofnunar í
frumvarpi hans. Þá er það ákvæði
að ráðherra eigi að staðfesta matið
af sama toga. Þessar breytingar eru
að mati Landssambandsins skýlaust
brot á undirrituðu samkomulagi
sem náðist um meðferð áhættu-
matsins í lögum sem samþykkt var
í starfshópi um stefnumótun í fisk-
eldi. Landssambandið harmar að
samkomulagið sé brotið á þennan
hátt,“ segir í tilkynningu.
Sömuleiðis leggst sambandið
gegn því að Hafrannsóknarstofn-
un verði veittar víðtækar heimild-
ir til að stunda eldistilraunir í sjó;
„þegar fyrir liggur að stjórnvöld
hyggjast nýta þá heimild til að setja
niður 3000 tonna eldi á frjóum
laxi í Ísafjarðardjúpi þvert á niður-
stöðu áhættumats og framhjá öll-
um reglum í umhverfisrétti,“ eins
og segir í tilkynningu Landssam-
bandsins.
Vegna þessa hefur Landssamband
veiðifélaga boðað til formanna-
fundar allra veiðifélaga í landinu
mánudaginn 18. mars næstkom-
andi, til að ræða þessa stöðu og við-
brögð við henni.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Veiðifélög andsnúin
breytingum á fiskeldislögum