Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 11 Endurskoðað aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps SK ES SU H O R N 2 01 9 Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps auglýsir eftir at- hugasemdum við tillögu að endurskoðuðu aðalskipu- lagi sveitarfélagsins með gildistíma 2018-2038 ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan er sett fram í greinargerð, skipulagsuppdrætti og fjórum þemauppdráttum. Þar kemur fram stefna sem skiptir íbúa og aðra hagsmuna- aðila miklu máli og varðar fjölmarga þætti, svo sem þróun byggðar, landnotkun og innviði. Tillagan nær til alls lands innan sveitarfélagsins. Tillagan er aðgengileg á vef sveitafélagsins. Útprentuð tillaga liggur frammi til sýnis á skrifsstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum og hjá Skipulagsstofn- un frá 13. mars til og með 30. apríl 2019. Frestur til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna rennur út 30. apríl. Athugasemdum skal komið á framfæri skriflega með því að senda tölvupóst á netfangið eyjaogmikla- holtshreppur@vortex.is eða með bréfpósti til: Eyja- og Miklaholtshreppur Hofsstöðum 311 Borgarnes Mótun tillögunnar, þ.m.t. kynning og samráð, er í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Umhverfisskýrsla er sett fram í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Auglýsing þessi er skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. F.h. sveitarstjórnar Eggert Kjartansson, oddviti Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa Tæknideild Snæfellsbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í 100% starf á skrifstofu deildarinnar. Um er að ræða starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa. Starfssvið: Viðkomandi sér um daglegan rekstur skrifstofu tæknideildar í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem sinna þarf flóknum verkefnum, s.s. textagerð til opinberrar birtingar, samskiptum við verktaka og bæjarbúa bæði munnlega og skriflega. Krafist er nákvæmni og einbeitingar vegna vinnu við skýrslugerð og ritun fundagerða. Hæfniskröfur: Gerð er krafa um stúdentspróf. Háskólagráða sem nýtist í starfi er kostur. Þekking á skipulags- og byggingarmálum er kostur. Reynsla af skrifstofuvinnu með áherslu á skjalavinnslu er kostur. Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og skipulagshæfni er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. maí nk. Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu. Frekari upplýsingar veitir Davíð Viðarsson í síma 433-6900 eða á david@snb.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningabréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið david@snb.is. C M Y CM MY CY CMY K Atvinnuauglsing_Tæknideild.pdf 1 11/03/2019 12:20 Prýðileg mæting var á fundi Sjálf- stæðisflokksins sem haldnir voru á Vesturlandi á laugardaginn. Um hundrað manns mættu á fund á Akranesi en auk þess var góð mæting síðar um daginn á fundi í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkis- hólmi. Fundaröð flokksins er und- ir slagorðinu; „Á réttri leið“, en sú nýbreytni var tekin upp hjá flokkn- um í vetur að þingmenn ferðast saman á fundi, hafa farið víða á undanförnum vikum en þessari yf- irreið lýkur í apríl og verður hóp- urinn þá búinn að heimsækja 55 staði, hitta kjósendur á opnum fundum auk fjölmargra vinnu- staðaheimsókna. Haraldur Bene- diktsson, fyrsti þingmaður Norð- vesturkjördæmis, segir þetta fyrir- komulag flokksins hafa komið vel út. Góðar umræður hafi skapast á fundum og í heimsóknum og þar að auki þétti þetta þingmanna- hópinn innbyrðis. mm Sjálfstæðismenn á ferð um Vesturland Meðfylgjandi mynd var tekin í blíðviðrinu í Ólafsvík á laugardaginn. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.