Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201914
Kvenfélagið Gleym mér ei í Grund-
arfirði hélt Góugleði síðastliðinn
laugardag en félagið heldur slíka
hátíð annað hvert ár og safnar um
leið fyrir góðu málefni. Söfnuðu
félagskonur fyrir krabbameinsdeild
Landspítalans fyrir tveimur árum
og voru þá keypt nokkur sjónvörp
fyrir ágóðan. Að þessu sinni söfn-
uðu kvenfélagskonur fyrir húsbún-
aði í nýbyggingu Dvalarheimilis-
ins Fellaskjóls. Tæplega 80 konur
mættu á skemmtunina en það voru
kvenfélagskonur sjálfar sem sáu um
veislustjórn og skemmtiatriði.
Boðið var upp á tískusýningar
þar sem kjólar, dragtir og hattar í
eigu kvenfélagskonunnar Huldu
Vilmundardóttur voru til sýnis. Var
elsti kjóllinn rétt tæplega hundrað
ára gamall. Dregið var í happdrætti
en félagskonur voru búnar að safna
og gefa veglega vinninga. Seldust
yfir 500 miðar og rann allur ágóði
af sölu þeirra í söfninuna. Anna
Aðalsteinsdóttir á Kaffi 59 sá um
að elda veislumat en Eiríkur Hafdal
trúbador sá um að halda uppi fjöri
fram eftir nóttu.
þa
Kvenfélagskonur söfnuðu
fyrir húsbúnaði í Fellaskjól
Svipmynd af kjólasýningu úr safni Huldu Vilmundardóttur.
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð-
arsveitar hélt óvænta útkallsæfingu
síðastliðinn fimmtudag. Æfingin
var liður í undirbúningi og þjálf-
un nýliða. Áttu slökkviliðsmenn
að mæta á æfingu kl. 18:00 en
níu mínútum áður barst þeim út-
kall um eld í vélsmiðju á Grund-
artanga. Þar skíðlogaði eldur í
gámi. Það sem þeir vissu hins veg-
ar ekki var að þjálfararnir höfðu
fyllt gáminn, sem stóð á opnu
svæði, af timbri, hellt olíu yfir og
kveikt í. Á leiðinni flæktu þjálfar-
arnir enn um fyrir þeim, með því
að tilkynna bílveltu hinum meg-
in Akrafjallsins og kalla eftir því
að slökkviliðsmenn kæmu með
klippur. Sú tilkynning var aftur-
kölluð skömmu síðar og látið sem
allir hefðu komist ómeiddir út úr
bílnum.
Þegar komið var á staðinn beið
eldur þess að verða slökktur.
Slöngunni var rúllað út, talsvert
langa vegalengd og síðan spraut-
að á eldinn með One-seven froðu.
Kveikt var aftur upp í gámnum og
þá fengu menn að æfa sig á körfu-
bílnum. Fóru menn upp í körf-
unni og slökktu eldinn þaðan.
kgk
Æfðu viðbrögð við bruna í vélsmiðju
Sprautað á eldinn úr körfunni. Slökkviliðsmennirnir mættir á staðinn.
Staðan tekin. Slökkviliðsmenn ræða málin á æfingunni.
Eldurinn slökktur með One-seven froðunni. Æfingastjórarnir fylgjast með vinnubrögðum sinna manna.
Verið að undirbúa æfingu við slökkvistarf með körfubílnum.
Verslun Olís í Stykkishólmi verð-
ur lokað á næstunni. Gunnar Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Olís á
Vesturlandi, staðfestir þetta í sam-
tali við Skessuhorn. Gunnar seg-
ir mikla eftirsjá af verslun Olís í
Stykkishólmi, enda er þar með
að ljúka áratugalöngum verslun-
arrekstri Olís í Hólminum. „Ég
persónulega sé mikið eftir stöð-
inni í Stykkishólmi, mér þykir hún
hafa verið flaggskip fyrirtækisins
á Snæfellsnesi. Olís hefur mjög
lengi verið með rekstur í Hólm-
inum en nú er ekkert eftir nema
bátabryggjan,“ segir Gunnar.
Hann segir lokun stöðvarinnar
í Hólminum gerða að kröfu kröfu
Samkeppniseftirlitsins í kjölfar
sameiningar Olís og Haga síð-
astliðið haust. Lokunin hafi ver-
ið einn liður í samkomulagi sem
gera þurfti til að sú sameining gæti
gengið eftir. „Ég skil ekki þessar
ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins,
hvorki núna né þegar fyrri upp-
stokkun var gerð sem leiddi til
þess að Olís var gert að selja stöð-
ina í Ólafsvík. Þá var talið nóg fyr-
ir okkur að vera með stöð í Hólm-
inum. Mér finnst þetta ekki traust-
vekjandi aðgerðir, hvorki fyrri að-
gerð né þessi núna,“ segir Gunn-
ar.
Framkvæmdastjórinn kveðst ekki
geta sagt nákvæmlega til um hvenær
versluninni verður lokað. Ekki sé
búið að fastsetja dagsetningu, en þó
sé ljóst að það verði mjög fljótlega.
Stundin hefur sagt frá því að Sig-
urður Pálmi Sigurbjörnsson hafi
keypt húsið sem hýst hefur versl-
un Olís í Stykkishólmi. Hann opn-
aði nýverið verslun undir merkjum
Super1 í Reykjavík og samkvæmt
heimildum Skessuhorns verður Su-
per1 verslun opnuð í Stykkishólmi
á næstunni. kgk
Verslun Olís í Stykkishólmi lokað