Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201910 Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi sínum 20. febrú- ar að auglýsa tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir framdalinn í Skorradal. Í stuttu máli felur tillagan í sér að svipmót búsetulandslags framdals- ins verði verndað, sem og að þekk- ingu um fornar þjóðleiðir um svæðið verði viðhaldið. Framtalurinn er suðaustasti hluti Skorradalsvatns auk dalsins beggja vegna við vatnið og tilheyrir sókn Fitjakirkju. Ákveðið var að afmarka verndarsvæðið við heimatún bæja innst í dalnum þar sem svipmót land- búnaðarlandslags fyrri tíma hefur varðveist nokkuð vel, dreifing minja er þétt og þekkt er talsvert af göml- um þjóðleiðum. Verndarsvæðið af- markast þannig af heimatúnum bæj- anna Háafells, Fitja, Sarps, Efstabæj- ar, Bakkakots og Vatnshorns. Vernd- unin nær einnig til gömlu þjóðleið- anna sem liggja um lönd bæjanna. Í rökstuðningi segir að sérstaða framdals Skorradals felist meðal ann- ars í því að hann geti orðið nokkurs konar kennslustofa um þróun byggð- ar og búskaparhátta, um leið og hann er kyrrlátur áfangastaður til útiveru. Tillagan liggur frammi á skrif- stofu Skorradalshrepps og heima- síðu sveitarfélagins. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera formleg- ar athugasemdir til og með 12. apríl. kgk/ Ljósm. úr safni/ mm. Gera framdal Skorradals að verndarsvæði í byggð Horft til vesturs eftir framdalnum í Skorradal. Að Fitjum. Á vef Vegagerðarinnar var á þriðjudaginn í síðustu viku birt löng tilkynning sem að hluta eða öllu leyti er svar við frétt Skessu- horns frá 20. febrúar síðastliðnum. Þar var rætt við Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar og ítar- lega farið yfir atvikalýsingu í kjöl- far óhapps sem varð í Hvalfjarðar- göngunum 12. febrúar síðastlið- inn. Þá var bíl ekið aftan á kyrr- stæðan bíl í ofanverðum göngun- um norðanmegin með þeim af- leiðingum að tveir slösuðust. Þrá- inn gagnrýndi í viðtali við Skessu- horn að eftirlit hefði brugðist, út- kall sömuleiðis og að viðbúnaði hafi verið ábótavant sökum þess að eldsneyti lak af ökutækjum. Þá var í fréttinni því haldið fram að mengun í göngunum hefði aukist, lýsing versnað og göngin væru því ekki eins örugg og þau hafa verið. Byggðist sú fullyrðing á ummæl- um fjölda daglegra notenda Hval- fjarðarganga sem sett hafa sig í samband við ritstjórn Skessuhorns á liðnum vikum. Tilkynningin á vef Vegagerðarinnar í síðustu viku virðist vera svar við þeim efnisat- riðum sem fram komu í fréttaskýr- ingu Skessuhorns og viðtalinu við slökkviliðsstjórann. Í upphafi svars Vegagerðarinnar segir: „Örygg- ismál í Hvalfjarðargöngum eft- ir að gjaldtöku í göngum var hætt hafa verið í góðu standi þrátt fyrir að vakt við annan gangamunnann hafi verið aflögð. Öryggi má allt- af bæta og er unnið að því af hálfu Vegagerðarinnar. Það verður gert jafnt og þétt eftir því sem tækni batnar og eftir því sem aukin um- ferð kallar á auknar kröfur. Göng- in hafa verið þrifin mun oftar eft- ir að Vegagerðin tók við rekstrin- um. Lýsing og notkun blásara hef- ur ekkert breyst. Vegagerðin mun fylgjast vel með mengun og mistri í göngunum, betur og meira en gert hefur verið hingað til.“ Gerðist á „blindu“ svæði Í lýsingu Vegagerðarinnar um fyrrnefndan árekstur 12. febrúar sl. segir m.a. „Varðandi slysið þá stöðvaði bíll á akbraut og því miður skynjaði myndavélavöktunarkerfið það ekki, það gaf þess vegna ekki viðvörun. Starfsmenn Vegagerðar- innar voru þá búnir að átta sig á því að á þremur stuttum köflum í göngunum þyrfti að vera styttra á milli myndavéla til að minnka lík- ur á að svona nokkuð komi fyrir. Strax var ákveðið að þétta mynda- vélarnar á þessum köflum og koma í veg fyrir blinda kafla með því. Myndavélar eru í pöntun.“ Endurskoðun viðbragðs- áætlunar stendur yfir Þá segir að verklagið sé annars þannig að þegar vaktmaður sér bíl stopp á vegi í göngunum er a.m.k. þeirri akrein sem hann er á strax lokað og kallaður út kranabíll frá Akranesi til að draga bílinn út úr göngunum. „Þetta gengur almennt ágætlega þó að bíða þurfi smástund eftir kranabílnum. Það er hins veg- ar ekki brugðist við því á sama hátt stoppi bíll í útskoti. Útskotin eru til þess að bílar geti stöðvað þar og skiptir ekki öllu máli af hverju það er. Í slysinu 12. febrúar til- kynnti bílstjórinn slysið til Neyðar- línu eins og eðlilegt er. Um göng- in er í gildi sérstök viðbragðsáætlun frá árinu 2013 sem unnin var und- ir stjórn Almannavarnadeildar Rík- islögreglustjóra. Neyðarlína kallaði út lögreglu en vissi líklega ekki um það að eldsneyti hafði lekið á ak- braut og kallaði því ekki út slökkvi- lið Akraness strax, enda átti ekki að gera það samkvæmt viðbragð- sáætluninni. Samkvæmt henni er slökkvilið ekki kallað út ef það er ekki eldsneytisleki eða eldur. Það var síðan gert þegar meiri upplýs- ingar bárust. Þetta varðar reyndar Vegagerðina lítið eða ekki, en hún á þó að koma að gerð viðbragðsáætl- ana. Vegagerðin mun í framhaldinu leggja til að skoðað verði að alltaf ef árekstur verður í jarðgöngum (ein- hverjum jarðgöngum) sé kallaður út bíll frá slökkviliði vegna sérstakr- ar hættu af mögulegum eldsneytis- leka í jarðgöngum. Gagnrýnt hef- ur verið að ekki sé lengur vaktmað- ur í gamla gjaldskýlinu. Um það er fjallað betur hér á eftir, en það er ljóst að það hefði engu breytt í þessu tilviki,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar og tekið fram að endurskoðun viðbragðsáætlunar Hvalfjarðarganga vegna yfirtöku Vegagerðarinnar undir verkstjórn Ríkislögreglustjóra standi yfir. „Í sjálfu sé þarf ekki að breyta grunni viðbragðsáætlunarinnar en það þarf að breyta skráðum aðilum að áætl- uninni, sumir að fara út og aðr- ir koma inn í staðinn. Gjaldskýlið hafði vöktunarhlutverk sem hefur verið fært yfir til vaktstöðvar Vega- gerðarinnar, það er aðalbreyting- in. Vaktstöðin hefur sömu tæki til vöktunar og gjaldskýli hafði og get- ur verið í beinu sambandi við vett- vang í gegnum TETRA fjarskipta- kerfi.“ Rykmengun aðalvandamálið Þá segir í tilkynningu Vegagerð- arinnar: „20. febrúar birtist grein í Skessuhorni af tilefni slyssins í Hvalfjarðargöngum og er þar rætt um öryggismál í göngunum al- mennt og er það jákvætt. Vega- gerðin er að vísu ekki alveg sam- mála öllu sem kom fram, en grein- inni lýkur á eftirfarandi hátt: „Þá hefur mengun í göngunum auk- ist, lýsing versnað og endurskins- merki geri ekki sitt gagn. All- ir draga þessir þættir úr öryggi vegfarenda“. Í tilkynningu Vega- gerðarinnar er farið yfir mengun í göngunum og segir m.a.: „Meng- unarmælar stjórna loftræstingu en varla hefur mengun frá bílvél- um aukist við það að Vegagerðin hefur tekið við rekstri ganganna. Hins vegar er mengun af völdum ryks og það er aðalvandamálið. Það er raunar mælt líka og mjög mikið ryk í lofti setur fleiri blásara í gang. Rykið er að hluta til slit úr malbiki ganganna en berst að hluta til inn í göngin með skítugum bíl- um, til dæmis malarbílum og ann- arri umferð, hlutföllin liggja ekki fyrir. Til að minnka rykið verður að þrífa göngin,“ segir í tilkynn- ingunni og rakið hvenær göng- in hafa verið þrifin frá því Spöl- ur skilaði göngunum til ríkis- ins. Þá segir: „Það liggja ekki fyr- ir neinar mælingar um það hvort mengun hefur minnkað eða auk- ist, en það er a.m.k. ólíklegt hún hafi aukist merkjanlega og ekki heldur ljóst af hverju það ætti að vera. Það er ljóst að rykmengunin er óþægileg og leiðinleg og hættu- leg sé hún mjög mikil. Vegagerð- in mun reyna að minnka hana eft- ir föngum.“ Sama lýsing Loks segir í tilkynningu Vega- gerðarinnar: „Það er ótrúlegt að því sé haldið fram að lýsing hafi minnkað, halda menn virkilega að Vegagerðin hafi slökkt á einhverj- um ljósum eða sett í þau minni perur. Þetta er fjarstæða, lýsingin er nákvæmlega eins og hún hef- ur verið. Svo eru það endurskins- merkin, gagnrýni á að þau geri ekki sitt gagn. Þau verður að þvo og svo vill til að Vegagerðin þvoði alltaf stikur fyrir Spöl með til þess sérútbúnum [tækjum innsk. blm.]. Aðferðafræðin er því nákvæmlega eins og hún var. Stikur hafa ver- ið þrifnar fjórum sinnum frá því í haust sem er mun tíðari þrif en áður var.“ Ætla að auka öryggi Að lokum er í tilkynningu Vega- gerðarinnar rakið hvað er í undir- búningi til að auka öryggi í Hval- fjarðargöngum. „Myndavélum í atvikakerfinu verður fjölgað, og um leið verður farið yfir allt myndavélakerfið. Bætt verður við mengunarnema til að nema CO og NO2 til að gera stjórnun loftræstingar öruggari. Jafnframt verður bætt við trekk- nema til að mæla lofthraða í göng- unum. Það er einn slíkur mælir núna en öruggara er að hafa tvo. Ef bruni verður í göngunum er mjög mikilvægt að vita sem mest um lofthraðann eða trekkinn. Nærri gangamunna við lok- unarslá eru rauð blikkljós til að stöðva umferð. Þau verða gerð meira áberandi og sett beggja vegna vegar, svipað og gert hefur verið við Vaðlaheiðargöng. Það er ekki bara hátæknibún- aður sem skiptir máli. Vegrið við gangaenda stenst ekki núverandi kröfur og verður það lagfært fljót- lega þegar sól er komin aðeins hærra á loft, efni til þess er kom- ið. Allt eru þetta smáatriði en margt smátt getur sameiginlega skipt miklu máli. Hugmyndir eru uppi um fleiri smærri atriði sem mætti laga, sem ekki er vitað hvort mönnum líst á að séu raun- hæf eftir frekari skoðun.“ mm Vegagerðin telur óbreytt öryggi í Hvalfjarðargöngum Mynd sem tekin var á vettvangi slyss í göngunum 12. febrúar síðastliðinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.