Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201924 Við erum fljót að umskapa sögu okkar, þegar það hentar. Það tekur ekki langan tíma að snúa öllu á haus, og láta til dæmis sem svo að það sé órjúfanlegur hluti af íslenskri þjóð- arsál að sýna ekki fyrirhyggju held- ur vaða bara í verkin. „Þetta redd- ast“ sé einhverskonar lífsmottó sem hafi dugað okkur og skapað velsæld og staðið undir búsetu í landinu ár- hundruðin. Sá sem trúi á mátt sinn og megin muni komast af. Þetta er auðvitað öfugsnúningur. Frum- kvæði, áræðni í nauðum og sjálfs- bjargarviðleitni eru ekki andstæð- ur forsjálni, útsjónarsemi og með- vitundar um mörk sín og annarra. Það væri heldur vönuð tilvera að líta sem svo að forsjálni sé kúgun í frjálsri heimsmynd. Þegar viðvaranir heyrast og okk- ur er bent á villur okkar vega í ein- hverjum málaflokki þá erum við oftast fljót til réttlætingar. Ábyrgð okkar sjálfra er oftast og almennt heldur takmörkuð þegar kemur að stóru málunum. Við erum svo fá að okkar innlegg skipti litlu, segjum við – um leið og okkur langar auð- vitað að geta haft áhrif. Sumir eru stoltir af því „framlagi Íslendinga til umhverfismála á heimsvísu“ að álframleiðsla fari fram með minni umhverfisáhrifum en hún „hefði gert annarsstaðar í heiminum“. Við eigum ráð undir rifi hverju. Þegar loftlagsbreytingar eru til umræðu þá eru okkar mál að sumra mati, í svo góðu lagi „miðað við“ eitt- hvað annað. Við bendum á aðra. Það virkar. Og siðferðislega finnst okkur í lagi að verðleggja „árang- ur“ og selja öðrum, því okkur finnst við hafa rétt til að græða á öllu sem hefur verðgildi. Græðgi okkar til endurskoðunar Flestir telja skynsemina vera mæli- kvarða á réttmæti allra gjörða. Það er oft gagnlegt og varpar ljósi á sjálfsmynd samfélags okkar að þannig „vöxum við“ til hins góða. En skynsemin er sleip og smýgur. Skynsamlegar tilraunir mistakast oft og iðulega. Að einn selji öðrum réttinn til að menga er meiri vitleysa en að míga í skóinn. Það er skot. Það þýðir í raun ekkert að vera að horfa á heiminn í stóra samhenginu þegar maður ætlar sér að taka til í eigin tilfinningum og breytni. Það er ekkert mál að benda á græðgi nútímans og kalla fram innihalds- lausa sektarkennd hjá hverjum og einum þannig. Það viðheldur aft- ur því hugarfari að nóg sé að gera lítið því þannig mætum við skyld- um og valdboði oftast í skömm; rétt breytni virðist skilgreind af því hvað er sektað fyrir. Skynsamleg breytni og réttmæti gjörða byggir oftar en ekki á efna- hagslegum ávinningi, að því er virð- ist. Lífsgæði eru „keypt“ en verða ekki til af sjálfu sér. Og kannski er sjálfsagt að vera gráðugur í lífsgæði? Eða hver neitar hamingjunni? Óhóf og ágirnd eru hugtök á meðal gamalla synda í feysknu reg- isteri. Sjaldnast finnst okkur þessi orð eiga við um okkar hversdags- líf og dagsins gang. Nautnaseggir, syndaselir, stóreignafólk og kapítal- sins misbrúkendur; kannski á þetta við um þá? En um leið snúum við öllu á haus og kröfur lítilmagnanna um launa- bætur verða óhóflegar. Útlendingar girnast hlutar í sjálfsagðri velmeg- un okkar, sem eru í raun – þegar við förum í réttlætingargírinn – rétt- mæt uppskera erfiðisins. Stritsins í landinu. Að fasta á dóma og sjálflægni Þakklæti er áskorun og sístæð upp- spretta endurmats á eigin viðhorf- um. Þegar við getum ekki þakkað fyrir neitt þá festumst við fljótlega í því að dæma allt og alla, líka okkur sjálf. Sjálfsvorkunnin fylgir og fríar okkur ábyrgð. Bölmóðurinn byrg- ir sýn. Við þurfum ekki að draga úr okkar neyslu því aðrir eru að bæta í, hugsum við. Og viljum skilgreina okkur sem vanþróað ríki á alþjóða- vísu, til að græða aðeins meira. Sagt er að sjálfsmyndin beyglist mest af því að miða bara við nærsamfélag sitt en heimsmyndin verði skökk af því að benda útí geim. Hvernig för- um við bil beggja? Það er líka sagt að ástundun þakk- lætis sé skynsamleg fyrir geðheils- una. Kannski það sé kominn tími á þakklætishelgi – þó engin sérstök ástæða blasi við svona í svipinn. Fyrsta skrefið eru auðveldast. Bara brosa að þessum pistli. Svo áfram veginn; dæma ekki of hart. Setja sig í annarra spor. Þakka jafn- vel fyrir vindinn með opinn faðm? Arnaldur Máni Finnsson. Höf. er sóknarprestur á Staðastað Áskorun á föstunni: #sjöfimmtudaga Að eiga ráð undir rifi hverju? Miðvikudaginn fyrir vetrarfrí, 27. febrúar síðastliðinn, voru Fjölgreindaleikarnir haldn- ir í þriðja sinn í Grunnskóla Grundarfjarðar. Leikarnir eru hugsaðir sem góð og skemmti- leg tilbreyting í skólastarfið þar sem nemendur og starfs- menn eiga góðan dag við leik og skemmtun. Þá fá starfsmenn tækifæri til þess að sjá alla nemendur við vinnu og nem- endur fá að kynnast og starfa með öllum. Starfsmenn skól- ans sjá um stöðvavinnu sem þeir hafa útbúið sjálfir út frá hugmyndum sínum og áhuga. Lagt er upp úr því að stöðv- arnar séu byggðar út frá kenn- ingum Howards Gardners um fjölgreindirnar, þar sem geng- ið er út frá því að allir séu góð- ir í einhverju og að það eigi að leyfa öllum að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í. Fjölgreindaleikarnir byggjast ekki á keppni og úrslitum held- ur á því að allir nemendur geri sitt besta til að vinna saman sem heild og að hafa gaman af. Nemendum er raðað í hópa þannig að í hverjum hópi eru nemendur úr öllum árgöng- um skólans. Elstu nemendurn- ir hafa það hlutverk að stýra hópunum og sjá til þess að allir njóti sín. Lagt er upp úr því að nemendur hafi gleði og ánægju í fyrirrúmi. Í ár voru stöðvarnar tólf talsins og fengu nemend- ur átta mínútur á hverri stöð til að leysa þær þrautir sem í boði voru. Til dæmis leystu nemendur bókmenntagátur, tefldu skák, gerðu jógaæfingar, byggðu turn úr Kaplakubbum, reyndu að þekkja fuglahljóð, dönsuðu og fleira. „Leikarnir gengu vel fyrir sig og heyra mátti ánægju meðal nemenda og starfsmanna með daginn,“ segir í frétt skólans. Herdís Björnsdóttir/ kgk/ Ljósm. Grunnskóli Grundarfjarðar. Fjölgreindaleikar í Grunnskóla Grundarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.