Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201922 Föstudaginn 22. mars verða 70 ár liðin frá því skipulagt slysavarn- ar- og björgunarstarf hófst í Borg- arnesi. Þennan dag árið 1949 var Slysavarnadeildin Þjóðbjörg stofnuð og upp frá því varð Björgunarsveit- in Brák til. Af þessu tilefni ætla með- limir Björgunarsveitarinnar Brák- ar að halda daginn hátíðlegan með smá afmælisfögnuði. Dagskráin hefst á því að fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Brákar verður tekin við Fitj- ar tvö áður en haldið verður á Hót- el Borgarnes þar sem boðið verður upp á veitingar og afmælisdagskrá. Blaðamaður Skessuhorns settist nið- ur með þeim Einari Pálssyni, Vig- dísi Ósk Viggósdóttur, Jakobi Guð- mundssyni og Ernu Gunnarsdóttur og ræddi við þau um afmælishátíð- ina, starsemi björgunarsveitarinnar, byggingu nýs húss og hlutverk slysa- varnadeildarinnar. Eldri eða fyrrum meðlimir taka fyrstu skóflustunguna „Björgunarsveitin fékk að gjöf frá Borgarbyggð lóðina Fitjar af tilefni 150 ára afmælis Borgarness fyrir tveimur árum. Við höfum lengi verið að safna fjármagni til að byggja þar nýtt hús undir starfsemi sveitarinnar, en núverandi húsnæði er sprungið,“ segir Einar. „Loksins er komið að því núna að hefja framkvæmdir og fannst okkur vel við hæfi að fyrsta skóflu- stungan yrði tekin í tilefni afmælis- ins,“ segir Jakob og bætir því við að eldri, eða fyrrum meðlimir Brákar fái þann heiður að taka fyrstu skóflu- stunguna. „Það er öllum eldri með- limum sem skóflu geta valdið vel- komið að koma og taka þátt í þess- ari athöfn,“ segir Jakob. Aðspurður segist hann binda vonir við að fram- kvæmdir við byggingu nýs húss hefj- ist á fullu í vor eða sumar og verði tilbúið til að flytja inn í það ári síðar. Núverandi húsnæði segir hann ekki henta starfseminni lengur því það sé bæði of lítið og illa staðsett. En Björgunarsveitin Brák er nú til húsa í Brákarey í Borgarnesi. „Þegar veður er slæmt getur orðið nærri ófært úr eyjunni. Við höfum því oft þurft að flytja tækin okkar í land bara til þess að vera tilbúin í útköll í vondu veðri,“ segir Jakob. Stíga varlega til jarðar Nýja húsið verður 760 fermetrar að stærð en núverandi húsnæði er 400 fermetrar. „Húsnæðið verður mun betur hannað fyrir starfsemina. Þar verður tvískipt aðstaða undir tæk- in með eldvarnarvegg á milli. Við gætum því verið með flugeldasöl- una þar inni og þurfum ekki að taka út öll tækin okkar fyrst, eins og við höfum þurft að gera hér,“ segir Ein- ar. Þá verður félagsaðstaðan betri og rýmri aðstaða fyrir búnað sveitarinn- ar, betri aðstaða fyrir persónubún- að og aðstaða til að taka á móti fólki. „Hugmyndin er að nýja húsið geti einnig nýst sem fjöldahjálparstöð ef þarf,“ segir Jakob. „Ég vona líka að með betri aðstöðu verði metnað- ur fyrir starfinu enn meiri, þó hann hafi verið góður. En þessar fram- kvæmdir eru stór fjárhagslegur biti fyrir sveitina og við stígum varlega til jarðar í öllu sem við kemur fram- kvæmdunum. Við viljum gera þetta vel en án þess að fara fram úr okk- ur fjárhagslega. Við þurfum enn að geta rekið sveitina og haldið starfinu gangandi. Framkvæmdirnar mega ekki mergsjúga fjárhaginn svo sveit- in geti ekki lengur starfað. Og þó við séum þokkalega vel búin sveit þurf- um við samt alltaf að eiga pening til að geta brugðist við til dæmis ef tæki bilar en það kemur alltaf reglulega að viðhaldi,“ segir Jakob. Aðspurð- ur segir hann að framkvæmdaraðilar við nýju bygginguna verði að mestu úr heimabyggð. „Við vildum leita til þeirra sem eru okkur næstir. Loft- orka, Límtré Vírnet og Borgarverk sjá um allt þetta stærsta. Loftorka sér um sökkul og plötu, Borgarverk sér um jarðvinnu og húsið sjálf er frá Límtré Vírneti,“ svarar Jakob. Samstarf slysavarnadeilda og björgunarsveita Eins og fyrr segir hófst slysavarna- og björgunarstarf í Borgarnesi þeg- ar slysavarnadeildin Þjóðbjörg var stofnuð. Með tilkomu Brákar drógst saman starfsemi Þjóðbjargar en und- anfarið hefur það starf verið end- urvakið. En hver er munurinn á slysavarnafélagi og björgunarsveit? „Björgunarsveitir vinna fyrst og fremst að björgun og að aðstoð við þá sem lenda í vanda. Slysavarnafélög hafa það hlutverk að fylgjast með ör- yggi í samfélaginu og sjá út hugsan- legar hættur, benda á þær og fræða íbúa um hvernig við getum forð- ast ýmsar hættur. Slysavarnafélög eru því fyrst og fremst í forvörnum eða að koma í veg fyrir slys,“ útskýr- ir Erna, en hún hefur verið í stjórn slysavarnadeildar Hafnarfjarðar í 14 ár. „Við förum líka mikið á stúfana í svona nokkurs konar eftirlitsferðir þar sem við athugum til dæmis belt- anotkun og notkun á öðrum örygg- isbúnaði. Svo fylgjumst við með ör- yggisatriðum á heimilum eldra fólks og fleira í þeim dúr,“ bætir Erna við. „Það er svo auðvitað líka mikil sam- vinna milli slysavarnafélagsins og björgunarsveitarinnar,“ segir Jakob og Erna tekur undir. „Við aðstoð- um oft björgunarsveitina í útköllum og sjáum til dæmis um að koma með mat og aðrar nauðsynjar fyrir þá sem eru í útköllum,“ bætir Erna við. Skemmtilegt starf og góður félagsskapur Í Björgunarsveitinni Brák eru á milli 40 og 50 meðlimir og hefur þeim fjölgað ört undanfarið. „Ég hef sjálf verið í sveitinni af og til í sjö ár og finn að virkni hefur verið að aukast síðustu ár en vissulega er fólk mis- jafnlega virkt,“ segir Vigdís og Jak- ob tekur í sama streng. „Það er alltaf ákveðinn kjarni sem er virkastur og ætli sá kjarni telji ekki um 20 með- limi núna,“ bætir Jakob við. Þá segist Einar sjálfur vera nýlegur í sveitinni og hvetur hann alla sem hafa áhuga að slá til og skrá sig. „Þetta er bara skemmtilegt og góður félagsskapur. Það er líka ekkert mál að vera nýr, það eru allir velkomnir,“ segir Einar og brosir. „Fólk getur svo verið eins virkt og það kýs og líka sinnt kannski frekar því sem það hefur áhuga á og sleppt hinu. Það þurfa ekki allir að vera í öllu,“ bætir hann við. En starfs- svæði Björgunarsveitarinnar Brákar er fyrst og fremst í Borgarnesi og út á Mýrar. Áhersla í starfi sveitarinnar miðar því fyrst og fremst að björg- un á landi og í sjó. „Okkar svæði er á láglendi og við sjó svo við höf- um lagt áherslu á að eiga búnað fyr- ir þær aðstæður og erum við nokk- uð vel búin til dæmis af bátum. En við eigum í raun allt frá reiðhjóli upp í bíla, en erum þó ekki með snjóbíl. En þá kemur inn samstarf við sveit- irnar í kring en við vinnum náið með bæði Heiðari og Oki hér í uppsveit- um Borgarfjarðar og svo Björgunar- félagi Akraness,“ segir Jakob. „Útköll miðast ekki heldur aðeins við heima- svæði og við höfum oft verið kölluð út jafnvel í aðra landshluta. Í björg- unarsveitum starfar fólk til að að- stoða og þá fer maður bara þang- að sem vantar aðstoð,“ bætir hann við og Vigdís tekur heilshugar und- ir. „Maður er í þessu starfi fyrst og fremst til að láta gott af sér leiða, til- finningin þegar maður hefur hjálpað fólki eða jafnvel bjargað því er alveg einstök og maður vill bara gera enn meira,“ bætir Vigdís við og hin taka öll samhljóða undir. Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi Björgunarsveitarinnar Brákar geta haft samband við Einar Örn Einarsson, formann sveitarinn- ar, eða mætt á fundi sem eru haldn- ir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar en fundirnir eru alltaf auglýstir á Fa- cebook síðu sveitarinnar. „Það þarf ekki að kunna neitt eða vita neitt sér- stakt áður en maður skráir sig. Það eru reglulega haldin námskeið og fólk fær alla kennslu hjá okkur,“ segir Einar. „Það er mikilvægast að fara á námskeið í fyrstu hjálp og við höld- um svoleiðis reglulega fyrir bæði nýja og eldri meðlimi. En það er ekki síð- ur mikilvægt fyrir eldri meðlimi að sækja svoleiðis námskeið, bæði því það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og svo til að halda sér við og rifja upp,“ segir Vigdís að endingu. arg Björgunarsveitin Brák fagnar 70 ára afmæli með fyrstu skóflustungu að nýju húsnæði Einar Örn Einarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Brákar, tók við gjafabréfi úr hendi Björns Bjarka Þorsteinssonar, þáverandi forseta sveitarstjórnar, um lóð í Fitjalandi undir nýja björgunarmiðstöð. Gjöfin var afhent á 150 ára verslunaraf- mæli Borgarness í mars 2017, en Brák á einmitt sama afmælisdag og Borgarnes, en sveitin var stofnuð 22. mars 1949. Jakob Guðmundsson, Vigdís Ósk Viggósdóttir, Erna Gunnarsdóttir og Einar Pálsson. Ljósm. arg Úr ferð Björgunarsveitarinnar Brákar yfir Kaldadal. Ljósm. Olgeir Helgi Ragnarsson. Hópmynd úr vetrarferð Björgunarsveitarinnar Brákar á Arnarvatnsheiði 9.-10. mars síðastliðinn. Ljósm. Theodóra Þorsteinsdóttir. Verið að fara yfir á í ferðinni yfir Kaldadal. Ljósm. Olgeir Helgi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.