Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 25
Hljómsveit Unnar Birnu og Björns
Thoroddsens blæs til tónleika á
Gamla Kaupfélaginu á Akranesi
annað kvöld, fimmtudaginn 14.
mars kl. 20:30. Tónleikarnir eru
liður í dagskrá Írskra vetrardaga
sem hefjast sama dag. Unnur Birna
Bassadóttir fiðluleikari og söng-
kona og Björn Thoroddsen gítar-
leikari eru á ferð um landið ásamt
Sigurgeiri Skafta Flosasyni bassa-
leikara og Skúla Gíslasyni tromm-
ara. Núverið héldu þau tónleika
fyrir fullu húsi í Midgard á Hvols-
velli og Skyrgerðinni í Hveragerði
við frábærar undirtektir.
Tónleikarnir eru mjög fjöl-
breyttir, þar sem hljómsveitin flyt-
ur lög úr ýmsum áttum og ýms-
um stílum, allt frá Jimi Hendrix og
Jethro Tull til Django Reinhardt,
auk frumsamdra laga. Auk þess að
segja skemmtilegar sögur leika þau
listir sínar á hljóðfærin af mikilli
snilld. Enginn ætti að láta þennan
viðburð framhjá sér fara. Áhuga-
sömum er bent á að miðasala er á
www.midi.is.
-tilkynning
Tónleikar á Gamla
Kaupfélaginu annað kvöld
Kristjana Helga Ólafsdóttir, eig-
andi Grósku garðvöruverslunar
á Akranesi, hefur sett verslunina
á sölu og hyggst nú snúa sér að
öðrum störfum. Kristjana opnaði
verslunina fyrst í október 2015 en
nú segist hún hafa fundið sig betur
í öðrum störfum. „Ég er að sjá um
bókhald fyrir fyrirtæki og langar
að einbeita mér meira að því, auk
þess sem ég er í tímabundnu starfi
hjá Akraneskaupstað núna,“ seg-
ir Kristjana í samtali við Skessu-
horn. „Það hefur margt breyst í
versluninni frá því ég opnaði hana
fyrst. Upphaflega var þetta garð-
vöruverslun en hún hefur svo þró-
ast meira út í blóma- og gjafavöru-
verslun. Ég finn að það sé meira
það sem Skagamenn vilja sjá en
það er ekki endilega það svið sem
ég kann best. Ég er því bara núna
að leita að þeim einstaklingi sem
er færari á þessu sviði en ég og vill
taka við og fara með Grósku eins
langt og mögulega er hægt,“ segir
Kristjana. arg
Gróska sett á sölu
Þessa dagana er Landgræðslan á
fundaferðalagi um Vesturland. Um
er að ræða kynningar- og sam-
ráðsfundi um verkefnið GróLind.
Markmið verkefnisins er að skila
með reglubundnum hætti heildar-
mati á ástandi gróður- og jarðvegs-
auðlinda landsins og gera grein fyr-
ir breytingum þar á, sem og að þróa
sjálfbærnivísa fyrir nýtingu þess-
ara auðlinda. „Íslensk þurrlendis-
vistkerfi veita fjölbreytta þjónustu;
þau eru grundvöllur margs konar
atvinnustarfsemi, draga úr áhrif-
um náttúruhamfara og miðla okkur
neysluvatni. Við allan atvinnurekst-
ur þar sem gæði landsins eru nýtt,
svo sem við hefðbundinn landbún-
að eða ferðaþjónustu er mikilvægt
að góð þekking á gróður- og jarð-
vegsauðlindum landsins sé til stað-
ar. Því þurfa upplýsingar um ástand
lands og breytingar á því að liggja
fyrir á hverjum tíma, svo unnt sé
að tryggja sjálfbæra nýtingu,“ seg-
ir um verkefnið á heimasíðu Land-
græðslunnar.
Kynningar- og samráðsfundirn-
ir verða haldnir í Búðardal, Borg-
arfirði og á Snæfellsnesi. Fjallað
verður um aðferðafræði verkefn-
isins, svo sem ástandsmat, þróun
sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu,
kortalagningu beitilanda, könnun
á beitaratferli sauðfjár og samstarf
við landsnotendur. Fyrsti fundur-
inn í landshlutanum var haldinn í
Félagsheimilinu Dalabúð í Búðar-
dal í gærkvöldi. Annar fundurinn
verður í kvöld, miðvikudaginn 13.
mars kl. 20:00, í Félagsheimilinu
Valfelli í Borgarhreppi og sá þriðji
verður í Félagsheimilinu Lindar-
tungu í Kolbeinsstaðahreppi ann-
að kvöld, fimmtudaginn 14. mars
kl. 20:00.
Fundirnir eru öllum opnir og
Landgræðslan hvetur alla til að
mæta og taka þátt í þróun verkefn-
isins. kgk
Kynningarfundir um
verkefnið GróLind
Stjórn Knattspyrnusambands Ís-
lands ákvað á fundi sínum 20. febrú-
ar síðastliðinn að ársþing KSÍ árið
2020 verði haldið í Ólafsvík. Vík-
ingur Ólafsvík hafði áður lýst yfir
vilja til að halda ársþingið og ákvað
stjórn KSÍ að það skyldi haldið í
Ólafsvík. Jafnframt var ákveðið að
halda stjórnarfund á Ísafirði í sum-
ar og stefnt að því að ársþingið 2023
verði haldið vestur á Ísafirði, en
Vestri hafði einng lýst sig tilbúinn
að halda ársþingið á næsta ári.
Ársþing KSÍ var síðast haldið utan
Reykjavíkur árið 2017, þegar það var
í Vestmannaeyjum og þar áður á Ak-
ureyri 2014 og var það í fyrsta sinn í
nærri áratug sem það var haldið utan
höfuðborgarinnar. „Það er mikil
viðurkenning fyrir sveitarfélagið að
fá ársþing KSÍ í bæinn og verður
ánægjulegt að taka á móti kjörgeng-
um fulltrúum aðildarfélaga KSÍ frá
öllum landshornum í Félagsheim-
ilinu Klifi í febrúar næstkomandi,“
segir á heimasíðu Snæfellsbæjar.
kgk
Ársþing KSÍ verður í Ólafsvík á næsta ári
Stuðningsmenn Víkings Ó. fylgjast með á pöllunum. Ljósm. KSÍ.
Í ár er sú nýbreytni tekin upp í
Grunnskóla Grundarfjarðar að
boðið er upp á kínversku sem val-
grein á unglingastigi. Nemendur
tóku þessari nýjung vel og eru nú
sex þeirra sem þreyta kínverskunám
undir handleiðslu Alexöndru Suk-
hova. Nemendur læra hvort tveggja
tungumálið og tákn. Fyrstu tímar
eru búnir og heyra má að nemend-
ur séu mjög ánægðir með framtak-
ið og því aldrei að vita nema heyra
megi kínverskt mál á göngum skól-
ans innan skamms, segir í frétt frá
skólanum.
mm
Grunnskólanemendur
læra kínversku
Brunakerfið í Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga fór í gang rétt eftir hádegið
í gær, þriðjudag. Þá upphófst rým-
ing skólans eins og oft hefur verið
æfð og sýndu nemendur og starfs-
fólk skólans fumlaust viðbragð og
innan þriggja mínútna var búið að
rýma skólann og safna öllum sam-
an á fyrirfram ákveðnu söfnunar-
svæði. Eftir æfinguna fóru þeir Val-
geir Magnússon slökkviliðsstjóri og
Ólafur Tryggvason, umsjónamað-
ur fasteignarinnar, yfir rýminguna,
um það sem betur mætti fara og
það sem tókst vel til. Það er al-
veg bráðnauðsynlegt að allir standi
klárir á sínu og viti hvað á að gera
ef að brunaboðunarkerfið fer í gang
og því gott að rifja viðbragðið upp
með svona æfingu. fk
Rýmingaræfing í FSN