Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 21
Lýsing
Lýsing þar sem gerð er grein fyrir hvernig fyrirhugað
er að standa að mótun stefnunnar liggur frammi til
kynningar frá 16. mars til 8. apríl 2019. Lýsingin
er aðgengileg á landsskipulag.is. Nálgast má prentað
eintak hjá Skipulagsstofnun. Allir eru hvattir til að
kynna sér lýsinguna og koma á framfæri ábendingum
um nálgun og efnistök til Skipulagsstofnunar. Frestur
til að koma á framfæri ábendingum er til 8. apríl
2019. Ábendingar þurfa að vera skriflegar og geta
borist bréfleiðis, með tölvupósti á
landsskipulag@skipulag.is, eða á athugasemdagátt á
landsskipulag.is.
Kynningar- og samráðsfundir
Öllum sem áhuga hafa er jafnframt boðið til
kynningar- og samráðsfunda á eftirtöldum tímum.
Þar gefst tækifæri til að kynna sér hvernig fyrirhugað
er að standa að mótun landsskipulagsstefnu og taka
þátt í umræðum um æskilegar áherslur og aðgerðir í
landsskipulagsstefnu varðandi loftslagsmál, landslag
og lýðheilsu.
Borgarnesi
Selfossi
Reykjavík
Akureyri
Blönduósi
18. mars
19. mars
20. mars
21. mars
25. mars
27. mars
2. apríl
kl 15-17
kl 14-16
kl 15-17
kl 15-17.30
kl 15-17
kl 15-17
kl 15-17
Hús opnar 15 mín. fyrir upphaf fundar á hverjum stað
Fundinum í Reykjavík verður streymt á
Facebook-síðu Skipulagsstofnunar
Nánari upplýsingar á landsskipulag.is
Allir velkomnir
Lýsing er kynnt samkvæmt 11. gr. skipulagslaga og 16. gr.
reglugerðar um landsskipulagsstefnu.
SKIPULAG UM LOFTSLAG,
LANDSLAG OG LÝÐHEILSU
Félagsþjónusta Stranda og
Reykhólahrepps auglýsir eftir
starfsmanni til að hafa sumar-
námskeið fyrir 12 ára fatlaða
stúlku í Reykhólaheppi í sumar.
Laun samkvæmt samningum
VerkVest. Húsnæði fylgir.
Umsóknir berist til
Maríu Játvarðardóttur
félagsmálastjóra
Höfðagötu 3 á Hólmavik
sem einnig veitir nánari
upplýsingar í síma 842-2511.
Atvinna
Einar Pálsson og Kristjana Jóns-
dóttir, garðyrkjubændur á Sól-
byrgi í Borgarfirði, hafa sett garð-
yrkjustöðina á sölu. Einar segir þau
hjónin vera að skoða þá möguleika
sem þau hafa en ræktunin þeirra
stendur illa undir sér í dag. „Síð-
ustu tvö ár hafa bara verið rosa-
lega erfið. Fyrst kom Costco inn
á markaðinn, þá hefur rafmagn-
ið hækkað um helming á þessum
tíma og síðasta sumar var svo það
ömurlegasta í veðri í örugglega
100 ár,“ segir Einar í samtali við
Skessuhorn. Árið 2013 hófu Einar
og Kristjana ræktun á jarðarberjum
og keyptu til þessa nauðsynlegan
ljósabúnað og fyrst gekk ræktunin
mjög vel en núna segir Einar það
óvíst hvort þau verði með jarðar-
ber næsta sumar. „Planið okkar
var að vera eingöngu í jarðarberj-
um en það er held ég ekki leng-
ur raunhæft og við erum því far-
in að leita að öðru. Við höfum ein-
faldlega verið haldin kverkataki af
bæði lánastofnunum og Rarik. Ég
er hræddur um að heilsársræktun
á jarðarberjum verði ekki mögu-
leiki á næstunni. Það er líka dýrt
að rækta jarðarber og við þurfum
að kaupa og flytja inn plönturnar
á hverju ári en ég er hræddur um
að við höfum ekki efni á því í ár,“
segir Einar.
Bjartsýnn fyrir þetta ár
„En við erum þó ekkert búin að
missa alla von og reynum auðvitað
að klóra áfram í bakkann. Við gæt-
um farið að rækta gúrkur og tóm-
ata og svo erum við byrjuð að rækta
kál og kryddjurtir í umhverfisvæn-
um umbúðum. Staðan er erfið en
hún er vonandi ekki óyfirstígan-
leg,“ segir Einar og bætir því við
að hann sé töluvert bjartsýnni fyrir
þetta ár en það síðasta. „Sumarið
getur varla orðið verra en það var
í fyrra og það sem setti okkur al-
veg á hliðina á síðasta ári var að við
þurftum að lýsa svo mikið í júní og
júlí. Við fórum þá upp í einhvern
topptaxta hjá Rarik en hættum þá
að lýsa svona mikið til að spara en
við héldum áfram að vera í topp-
taxta fram að áramótum. En raf-
magnið er bara skammtímavandi
sem við komumst vonandi í gegn-
um,“ segir Einar. „Það er í raun-
inni alveg merkilegt að það hefði
verið hagkvæmara fyrir okkur að
setja upp rafstöð og brenna olíu
frá miðausturlöndum heldur en að
nota fallvatnið í nágrenninu til að
lýsa hér upp,“ bætir Einar við.
Vilja færa sig í um-
hverfisvænni kosti
Hrafnhildur dóttir Einars og
Kristjönu er við nám í Garðyrkju-
skólanum og stefnir á að taka við
af foreldrum sínum ef þau ná að
halda garðyrkjustöðinni gangandi
fram að því. Að sögn Einars hefur
hún brennandi áhuga á garðyrkju
og er núna að innleiða umhverfis-
væna potta undir kál og kryddjurt-
irnar í Sólbyrgi. „Hún er hörku-
dugleg í þessu og hefur margar
góðar hugmyndir. Við erum byrj-
uð að nota pappapotta sem eru al-
veg niðurbrjótanlegir í náttúrunni
og mega þeir því fara í safnhaug-
ana með moldinni og öllu því.
Þetta er eitthvað sem Hrafnhild-
ur er að innleiða hér og hún hefur
margar svona góðar hugmyndir,“
segir Einar og bætir því við að enn
sé verið að vinna að því að þróa
pottana svo þeir verði betri. „Við
erum farin að nota þessa potta en
það fer mikil vinna í að pakka í þá.
Svo við erum enn að móta hand-
hægari lausn. En við erum byrjuð
að selja kál og kryddjurtir í pott-
unum í Krauma og aðra veitinga-
staði í Borgarfirði. Vonandi verð-
ur þetta svo komið í almenna sölu
um miðjan apríl,“ segir Einar. Að-
spurður segir hann fjölskylduna
alltaf hafa lagt áherslu á umhverf-
ið og stefna þau á að minnka plast
eins og hægt er. „Við erum með
moltu og reynum alltaf að vera
umhverfisvæn en vandamálið er
að grænmeti er svo háð plastinu.
Þar sem grænmeti andar skemm-
ist það hratt ef því er ekki pakk-
að í plast. Gúrkur verða til dæm-
is strax linar ef þær eru ekki sett-
ar beint í plast. En engu að síður
er mikilvægt að minnka plast eins
og hægt er, þetta er kannski hæg
þróun en það er mikilvægt að taka
samt skrefin í þessa átt,“ segir Ein-
ar og bætir því við að það muni um
hvert lítið skref í átt að umhverfis-
vænni umbúðum. arg/ Ljósm. mm
Umhverfisvænir pottar teknir
í notkun í Sólbyrgi
Hrafnhildur Einarsdóttir með umhverfisvænan pott. En svona pottar hafa verið
teknir í notkun í Sólbyrgi í þeim tilgangi að minnka plast eins og hægt er.
Einar og Kristjana í Sólbyrgi ásamt dóttur sinni Hrafnhildi.