Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 20198 Jafnan þegar komið er fram á þenn- an árstíma eru íslensku kartöflurn- ar aðeins farnar að tapa bragðgæð- um. Þó ekki þessar á meðfylgj- andi mynd. Jón Valgeir Viggósson á Bekansstöðum í Hvalfjarðarsveit ræktar kartöflur í garði skammt frá bænum. Af rælni datt Jóni nýverið í hug að stinga gaffli niður í garð- inn og viti menn; upp komu þess- ar ljómandi góðu kartöflur sem brögðuðust eins og nýjar að hausti. Frostið hefur því ekki náð langt niður í jörð í vetur. ki Með barn í skottinu AKRANES: Þriðjudaginn 5. mars síðastliðinn stöðv- aði lögregla för ökumanns á Akranesi. Reyndist hann aka um bæinn með 12 ára barn í skottinu. Lögregla segir slíkt auðvitað algjörlega óviðun- andi, aðeins eigi að aka um með farþega í sætum bifreiða. Athæfi sem þetta sé litið mjög alvarlegum augum og minnir lögregla á að há fjársekt ligg- ur við broti af þessu tagi. -kgk Tveir seldu en 99 vildu kaupa LANDIÐ: Fyrsti innlausnar- dagur ársins á greiðslumarki í mjólk var 1. mars. Greiðslu- mark tveggja búa, alls um 60 þúsund lítrar, var innleyst en 99 framleiðendur lögðu inn kauptilboð. Innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur er 100 krónur á lítra á þessu ári og annast Matvælastofnun inn- lausn þess. Samkvæmt bú- vörusamningum, sem tóku gildi í ársbyrjun 2017, skulu framleiðendur sem teljast ný- liðar eða hafa framleitt a.m.k. 10% umfram greiðslumark á árunum 2013-2015 hafa for- gang að kaupum 50% þess greiðslumarks sem Matvæla- stofnun hefur innleyst. Sá pottur skiptist síðan jafnt á milli forgangshópanna sam- kvæmt reglugerð um stuðning við nautgriparækt og skiptist svo hlutfallslega í samræmi við þann lítrafjölda sem ósk- að var eftir af framleiðendum í þeim hópum. Það greiðslu- mark sem þá er eftir er til út- hlutunar öðrum kaupendum greiðslumarks og kaupend- um í forgangshópum, að frá- dregnu því magni sem þeir fengu úthlutað úr forgangs- potti. -mm Þriðjungur yfir hámarkshraða VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi var við hraðaeft- irlit á tveimur stöðum í um- dæminu í vikunni sem leið. Fimmtudaginn 7. mars voru lögreglumenn við mælingar á myndavélabílnum á Borg- arbraut í Borgarnesi. Hraði 312 ökutækja var mældur og 25 voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók fór á 85 km/klst hraða, en hámarks- hraði á götunni er 50 km/klst. Þá voru lögreglumenn einn- ig við mælingar með hraða- myndavél á Kalmansbraut á Akranesi í vikunni. Þar var hraði 31 ökutækis mældur og hvorki fleiri né færri en tíu af þessum 31 voru kærðir fyrir of hraðan akstur, eða rúm 32% ökumanna. Sá sem hraðast ók var á 81 km/klst, en hámarks- hraði á götunni er 50 km/klst. -kgk Allt í góðu við skóla AKRANES: Lögreglan á Vesturlandi var tvisvar í síð- ustu viku við skólaeftirlit við Grundaskóla og Brekkubæjar- skóla á Akranesi, annars veg- ar á föstudag og hins vegar á mánudag. Allt var þar til fyrir- myndar báða dagana, að því er fram kemur í dagbók lögregl- unnar. Þá kemur einnig fram að skólaball Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, sem haldið var á fimmtudagskvöld, hafi farið vel fram. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland dagana 2.-8. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 6 bátar. Heildarlöndun: 84.222 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 51.272 kg í fimm róðrum. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 92.507 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 40.439 kg í fjórum róðr- um. Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 420.671 kg. Mestur afli: Geir ÞH: 85.724 kg í fjórum löndunum. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 665.004 kg. Mestur afli: Bárður SH: 101.060 kg í tíu löndunum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 943.857 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 184.407 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 6.954 kg. Mestur afli: Sjöfn SH: 4.286 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Tjaldur SH - RIF: 95.863 kg. 8. mars. 2. Rifsnes SH - RIF: 92.171 kg. 3. mars. 3. Tjaldur SH - RIF: 88.544 kg. 2. mars. 4. Örvar SH - RIF: 79.480 kg. 5. mars. 5. Rifsnes SH - RIF: 65.576 kg. 7. mars. -kgk Nýuppteknar kartöflur í byrjun mars Umferðaróhapp varð á Kirkjubraut á Akranesi rétt fyrir klukkan 13:00 á mánudag. Bíl var ekið af bílastæð- inu við enda hússins að Kirkjubraut 40, í gegnum lágan steinvegg og út á Kirkjubraut. Þaðan var bílnum ekið yfir umferðareyjuna sem að- skilur akbrautirnar, yfir götuna og inn á bílastæðinu bakvið sjúkrahús- ið á kyrrstæðan bíl sem hafði verið lagt í stæði. Að sögn lögreglu á vettvangi virðist sem ökumaður hafi óvart stigið á bensíngjöfina í stað brems- unnar, með fyrrgreindum afleið- ingum. Engin slys urðu á fólki að sögn lögreglu en ökumanni bílsins var eðlilega mjög brugðið. Tölu- verðar skemmdir urðu á báðum bíl- unum. kgk Ók yfir götu og á kyrrstæðan bíl Frá vettvangi óhappsins. Lögreglumenn athuga með skemmdir bílsins sem ekið var á. Drangey SK-2 kom inn til lönd- unar í Grundarfjarðarhöfn í fyrsta skipti sunnudaginn 10. mars. Aflinn var um 220 tonn og fór lítill hluti af honum í fiskverkun Soffanías- ar Cecilssonar hf. en megninu var ekið á Sauðarkrók þar sem heima- höfn skipsins er. Drangey SK-2 er glæsilegt skip í eigu FISK Seafood. Það er 62,5 metrar á lengd og 13,5 metrar á breidd. Drangey var smíð- uð í Tyrklandi og kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Sauðárkróki í ágúst 2017. tfk Drangey landaði í Grundarfirði Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leit- uðu á mánudaginn vars inni á Done- galflóa en óveður geisar nú á kol- munnamiðunum vestur af Írlandi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, skipstjóra á Venusi NS, er veðurút- lit slæmt og ekki horfur á að óveðr- ið gangi niður fyrr en á föstudag. „Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holi á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær, mánudag. Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við var inni á Done- galflóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ sagði Theódór í samtali við tíð- indamann HB Granda. Að þessu sinni var Venus að veið- um töluvert norðar en kolmunna- veiðarnar byrjuðu. Fiskurinn hrygn- ir suður og suðvestur af Írlandi og gengur svo norður í ætisleit. „Við þekkjum lítið til veiða á kolunna á þessum tíma enda höfum við ver- ið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kol- munnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á því í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag,“ sagði Theódór Þórðarson. mm Bíða af sér óveður við Írlandsstrendur Venus NS.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.