Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201916 Í Grunnskólanum í Borgarnesi er nemendum 9. og 10. bekkjar boðið upp á val sem kallast IÐN, verknám á vinnustað. Í IÐN velja nemendur sér, í samráði við Guð- rúnu St. Guðbrandsdóttur, hönn- unar- og smíðakennara, vinnustað í Borgarnesi til að starfa á í tvær klukkustundir á mánudögum í sex til sjö vikur í senn. Tilgangur með IÐN er að kynna fyrir nemendum iðnagreinar og gefa þeim innsýn í ýmis störf á vinnumarkaði. Blaða- maður Skessuhorns hitti Guðrúnu og nokkra nemendur síðastliðinn mánudag og fékk að fylgja þeim eftir á vinnustaðina og sjá hvað það er sem krakkarnir eru að fást við, heyra hvað þeim finnst um IÐN og hvað vinnuveitendum þykir um þetta fyrirkomulag. Alls staðar vel tekið „Mér þykir mikilvægt að við kynn- um iðngreinar betur fyrir krökkum á þessum aldri. Bóknámið fær alltaf meira vægi í grunnskólum og þann- ig held ég að krökkunum sé í raun frekar beint inn á bóknámsbrautir. Þau vita kannski ekki hvað er gert í iðngreinum og hafa ekki fengið kynningu á hvað vinnan felur í sér. Þau fá kynningu á skólum sem bjóða upp á verkgreinar en vita ekki hvað til dæmis blikksmiður, pípari eða múrari er að gera,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún öll fyrirtæki sem hún hafi leitað til hafi tekið mjög vel í þátttöku í IÐN þó sum þeirra hafi þó ekki haft tök á því. „Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð og það tala allir um að það þurfi að kynna iðnnám enn betur fyrir nemend- um í grunnskólum. Það er bara svo mikill skortur á fólki í flest iðnað- arstörf. En það er alls ekki síðra að fara í iðnnám en háskólanám. Sum fyrirtæki hafa þó ekki getað tek- ið við nemendum héðan einfald- lega því það er of mikið að gera. Við höfum þó fengið fyrirtæki sem vilja endilega taka þátt, þrátt fyrir að geta það varla,“ segir Guðrún og brosir. „Hann Gösli múrari var til dæmis svo ánægður að við værum að bjóða upp á þetta og vildi ólm- ur taka þátt. En tvær klukkustund- ir einn dag í viku hentar ekki alltaf fyrir hann því hann er oft að flækj- ast út um allt Vesturland. Við höf- um því í eitt skipti gert samning við hann þar sem nemandi fór með honum út á land að vinna einn dag í stað þess að koma í hverri viku,“ segir Guðrún. IÐN er hluti af vali nemenda Fyrirkomulagið í vali nemenda er að þeir geta valið á milli nokkurra greina í skólanum eða IÐN og seg- ir Guðrún þátttöku í IÐN hafa ver- ið góða frá upphafi en fyrst var boð- ið upp á þetta haustið 2015. „Þetta byrjaði sem verkefnishugmynd hjá Önnu Dóru Ágústsdóttur, forvera mínum hér, og Signýju Óskars- dóttur, þáverandi skólastjóra. Þær sóttu um styrk hjá Sprotasjóði fyr- ir verkefninu og fengu vilyrði þar fyrir styrknum. En svo hætti Anna Dóra og ég tók við verkefninu haustið 2014,“ segir Guðrún. Hún vann verkefnið ásamt þeim Sig- nýju og Huldu Hrönn Sigurðar- dóttur deildarstjóra og voru fyrstu skrefin að þróa matsfylki svo hægt væri að meta störf nemenda í fyr- irtækjunum inn í námið. „Þegar allt var klárt fengum við styrkinn og verkefnið var þa formlega kom- ið í gang,“ segir Guðrún. „Undir- búningsvinnan var töluverð en það er margt sem þarf að huga að áður en við getum sent nemendur út að vinna. Finna fyrirtæki, skipuleggja fyrirkomulag, tíma og umgjörð sem og tryggingar. Við þurfum sérstaka tryggingu fyrir þessa nemendur því þeir eru ekki tryggðir á vinnustöð- unum,“ bætir hún við áður en hún kallar í Bjart Daða Einarsson, nem- anda í 10. bekk til að segja frá sinni reynslu af IÐN. Mikilvægt að gera vel í vinnunni Bjartur er ekki í IÐN þessa önn en tók þátt í verkefninu sem nem- andi í 9. bekk og nú fyrir áramót í 10. bekk. Hann hefur prófað að vinna hjá Kræsingum, í Geirabak- aríi, Landnámssetrinu og Loftorku og segist hann hafa kunnað vel við sig á öllum stöðunum. „Þetta var mjög skemmtilegt, en það er gaman að breyta svona til og fara út úr skólanum í smá tíma,“ segir Bjartur. Aðspurður segist hann þó ekki ætla að leggja matreiðslu eða bakstur fyrir sig þó hann hafi val- ið þrjú slík fyrirtæki til að prófa að vinna hjá. „Ég hef engan sérstak- an áhuga á að elda og baka en mig langaði samt að prófa og sjá hvern- ig mér myndi finnast þetta.“ Bjart- ur segist ákveðinn í að mennta sig á sviði íþrótta en hann æfir körfu- bolta með Skallagrími. „Ég ætla að leggja áherslu á körfuboltann,“ segir hann og brosir. „En mér þyk- ir sniðugt að bjóða krökkunum að vinna svona hjá fyrirtækjum því það er alltaf gott að fá að kynn- ast því sem er í boði áður en mað- ur ákveður hvað maður vill læra,“ segir Bjartur. Spurður hvað hann hafi verið að gera í vinnunni seg- ist hann hafa fengið að prófa margt hjá hverju fyrirtæki. „Í Geirabakar- íi var ég að aðstoða bakarann, setja glassúr á snúða og vínarbrauð, raða brauði í hillur og alls konar. Í Kræs- ingum var ég til dæmis að setja rasp á fisk og mikið að pakka matvöru. Hjá Loftorku var ég að saga járn- rör, fékk að prófa málmsmíði og að logsjóða og svo fékk ég góða kynn- ingu á öllu sem gert er hjá fyrirtæk- inu. Hjá Landnámssetrinu var ég bara að gera ýmislegt, hjálpa í eld- húsinu og svona,“ segir Bjartur en hann var að sögn Guðrúnar vel lið- inn starfkraftur hjá öllum fyrirtækj- unum. „Honum var meira að segja boðin vinna á tveimur stöðum, en þáði það þó ekki,“ segir hún. „Syst- ir mín vinnur hjá Geirabakaríi og hún var eitthvað spurð hvort ég vildi ekki koma að vinna þar. Svo hefur mér tvisvar verið boðin vinna hjá Kræsingum,“ segir Bjartur, en hann var á þeim tíma með vinnu í Englendingavík. „Það er auðvitað gaman að standa sig vel. En mér þykir líka mikilvægt að leggja mig fram í vinnu og hafa metnað fyrir því sem ég er að gera. Það er mik- ilvægt að gera alltaf allt vel,“ seg- ir Bjartur. Fara út fyrir þægindarammann á Landnámssetrinu Eftir spjall við Bjart fylgdum við Guðrúnu að sækja Diamond War- ren sem átti að mæta í vinnu á Landnámssetrinu. En Guðrún sér sjálf um að keyra krakkana í og úr vinnunni. Á Landnámssetrinu tók Áslaug Þorvaldsdóttir á móti okkur, en hún segist mjög ánægð með að nemendur grunnskólans geti valið IÐN. „Þetta er bara al- gjör snilld. Bæði fyrir okkur og fyrir krakkana. Þau fá að kynnast því að vinna og ég held að þetta sé ekkert nema góð reynsla fyrir þau. Hér þarf alveg aðeins að fara út fyrir þægindarammann og allir krakkarnir sem hafa komið til okk- ar hafa staðið sig mjög vel í því. Þau prófa að vinna í eldhúsinu við að skera grænmeti og svona, svo fá þau að prófa að þjóna og svo höf- um við líka látið þau vinna hér í móttökunni að taka á móti ferða- mönnum. Þá þurfa þau að standa fyrir framan fólk og tala við það á ensku, sem skiljanlega getur ver- ið erfitt,“ segir Áslaug. „En að fá krakkana hingað er ekki síður gott fyrir okkur en þau. Hugsanlega er þetta framtíðarstarfsfólk og svo er það vissulega auglýsing fyrir okk- ur þegar krakkarnir tala um vinn- una hér. Þá er líka mikilvægt að við hugsum vel um krakkana sem hingað koma,“ segir Áslaug og brosir. „Þetta er bara gott fyrir alla sem koma að þessu.“ Diamond tekur í sama streng og Áslaug og segist hann hafa lært mikið af því að vinna á Landnáms- etrinu. „Þetta er mjög skemmti- legt, bæði að vinna hér frammi og í eldhúsinu. það var líka mjög gaman þegar við vorum að þrífa þar sem alls konar dót er geymt og við fengum þá að skoða allt sem var þar,“ segir hann og bros- ir. Diamond segist alltaf hafa haft áhuga á bakstri og eldamennsku. „Mér þykir þetta verkefni svo gott því ég hef áhuga á að elda og baka og þá er gott að fá að prófa að vinna við það áður en maður tekur ákvörðun um hvað maður ætlar að læra,“ segir hann en bætir því við að hann sé enn ekki búinn að full- móta hvað það er sem hann vilji læra að grunnskólanámi loknu. „Það besta við að vera hér er samt að það eru allir svo glaðir og bros- andi í vinnunni.“ Mikil vöntun á blikksmiðum Næst sóttum við Vilhjálm Inga Ríkharðsson og fórum í Límtré Vírnet, þar sem við hittum einnig Aron Inga Björnsson. Vilhjálmur er að vinna í blikksmiðju fyrirtæk- isins undir handleiðslu Ingólfs Vil- hjálmssonar, blikksmíðameistara og verkstjóra. „Mér líst alveg rosa- lega vel á þetta verkefni,“ svarar Ingólfur spurður um skoðun sína á IÐN valinu. „Þetta gefur krökk- unum tækifæri á að fá innsýn í iðn- störf en það er svo takmarkað hægt að fá slíka innsýn í grunnskólun- um. Það er mikil vöntun á iðnað- armönnum og þá alveg sérstaklega í blikksmíði. En hér fáum við tæki- færi til að taka þátt í þessu verkefni og vonandi að kveikja áhuga nem- enda fyrir blikksmíðinni. En blikk- smíði hefur verulega setið á hakan- um og ég held að krakkar viti ekki einu sinni hvað það er,“ segir Ing- ólfur. Nemendur sem koma til hans fá að kynnast allri starfsemi blikk- smiðjunnar og segir Ingólfur mik- ilvægt að leyfa þeim líka að prófa. Nemendur fá að kynnast störfum fyrirtækja í Borgarnesi Gefa unga fólkinu tækifæri til að kíkja upp úr bókunum og kynnast ólíkum iðngreinum Bjartur Daði var mjög vel liðinn starfskraftur hjá þeim fyrirtækjum sem hann hefur unnið fyrir. Diamond Warren er að vinna á Landnámssetrinu og hér er hann að hjálpa til í eldhúsinu. Vilhjálmur Ingi við vinnu í blikksmiðju Límtrés Vírnets.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.