Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Page 4

Skessuhorn - 20.03.2019, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Siðferði hinna fjögurra stoða Engum vafi er í mínum huga að til að lýðræði virki þurfi fjögur atriði að vera uppfyllt, án undanbragða. Nauðsynlegt er að dreifa valdi á milli hand- hafa löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds, en þessir þrír þætt- ir vakta hvern annan. Fjórða atriðið sem skilyrðislaust þarf að vera upp- fyllt er að fjölmiðlar nái að rækja hlutverk sitt án afskipta utanaðkomandi afla eða annarlegra sérhagsmunahópa. Í lýðræðisríkjum er reglulega geng- ið til kosninga og endurnýjað umboð löggjafarþings auk sveitarstjórna í nærsamfélagi hvers og eins. Löggjafarsamkoman kemur sér síðan saman um stjórnun í krafti meirihlutavalds og skipar þannig framkvæmdavald- ið. Dómsvaldið þarf svo að vera sjálfstætt og óháð öllu, líkt og fjölmiðl- arnir, þannig að um það sé alls ekki hægt að efast að dæmt sé samkvæmt orðanna hljóðan gildandi laga og réttar, án hagsmunatengsla eða óeðli- legra afskipta. Þetta fjórskipta vald er vissulega vandmeðfarið því ef illa fer skapast vandtrú, ólga og óánægja í samfélögum sem eiga að geta treyst hæfni þeirra sem ráðast til trúnaðarstarfa. Ef vantraust ríkir þrífast þessi samfélög ein- faldlega ekki. Á þessu hefur því miður orðið misbrestur og þarf ekki að leita langt til að finna þess fersk dæmi. Í nýlegum þjóðarpúlsi var fólk beðið að gefa einkunn um hversu vel það treystir stofnunum ríkisins. Þar var Land- helgisgæslan að mælast sterk, en á botninum sat borgarstjórn Reykjavíkur. Í ráðhúsinu við tjörnina hefur visslega ríkt ákveðin óöld. Skærur milli kjörins sveitarstjórnarfólks og embættismanna. Afleit staða. Almenningur treystir þessari mikilvægu stofnun því ekki, enda sjá það allir sem vilja, að slíkt ástand er ekki boðlegt hvorki til skamms eða langs tíma. En mönnum þar líkt og í öðrum stofnunum þykir vænt um stólana sína, annars væri hrein- lega búið að boða til kosninga. Ekki er raunverulega axlað ábyrgð af mis- gjörðum hvort sem það er vegna óforsvaranlegs yfirdráttar framkvæmda- kostnaðar eða af öðrum sökum. Næst því að skrapa botninn í óvinsældum er svo Alþingi, sjálf löggjafarsamkoman. Í síðustu viku keyrði loks um þverbak þegar Mannréttindadómstóll Evr- ópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi sjálft hefði fúskað með skipan dómara í Landsrétt og ekki valdið til dómgæslu hæfustu umsækjendur. Þá varð að sjálfsögðu uppi fótur og fit. Eftir nokk- urra daga japl, jaml og fuður sagði svo ábyrgur ráðherra af sér embætti. Annað var ekki í boði, ella félli ríkisstjórnin. Það að minnsti vafi leiki á að skipaðir séu hæfustu dómarar hverju sinni, er einfaldlega ekki í boði. Nýr ráðherra var settur í embætti dómsmála og vonandi verður hratt og örugg- lega leyst úr málum. Hlutleysi, traust og virðing þarf að vera fyrir öllum þeim fjórum stoðum sem lýðræðið byggir á. Þess vegna hef ég áhyggjur af ástandinu. Auk þess sem takmarkað traust er nú borið til löggjafarvaldsins, framkvæmdavalds- ins og nú dómsvaldsins, þá finnst mér að hluti fjórða valdsins, fjölmiðlarnir sjálfir, hafa sýnt það í umfjöllun um Landsréttarmálið að þeir gátu ekki allir fjallað um það með hlutlausum, eðlilegum og faglegum hætti. Menn kusu að hjóla í sendiboðann, það er Mannréttindadómstól Evrópu, og vörpuðu rýrð á hæfi hans. Jafnvel úrelt pólitík var látin ráða umfjöllun víðlesinna fjölmiðla sem við ættum að geta treyst. Hafi þjóðin upplifað siðferðisrof í aðdraganda bankahrunsins 2008 og gjörða spilltra útrásarvíkinga, þá óttast ég að miklu alvarlegra siðferðis- rof sé nú staðreynd. Að mínu viti hefur því kvarnast úr stoðum allra þeirra fjögurra lykilþátta sem heilbrigt og gegnsætt lýðræði byggir á. Það er afleit staða og ærið verkefni að færa til betri vegar. Magnús Magnússon Síðastliðinn föstudag kom ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar til landsins. Ber hún nafnið TF- EIR. „Vélin færir Landhelgisgæsl- una fyrr inn í nútímann en ráð- gert var en hún er önnur tveggja véla af gerðinni Airbus H225 sem leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi. Seinni leigu- þyrlan kemur til landsins á næstu vikum en hún ber einkennisstaf- ina TF-GRO,“ segir í tilkynningu frá Gæslunni. Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri Landhelg- isgæslunnar, segir nýju leiguþyrl- urnar vera örlítið þyngri, tækni- legri, stærri, langdrægari, hrað- fleygari og öflugri en þær þyrlur sem Landhelgisgæslan hefur notað undanfarin ár. mm TF-EIR er ný leiguþyrla Landhelgisgæslunna Nýja þyrlan kom til landsins á föstudaginn. Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson. Margir af fremstu briddsspilur- um landsins voru á faraldsfæti um næstsíðustu helgi. Meðal ann- ars fór 24 manna hópur til þátt- töku á Samverkstvímenningnum í Færeyjum. Á ferðalagi milli staða lenti hópurinn hins vegar í mið- ur skemmtilegu atviki þegar eld- ur gaus upp í rútu sem ferjaði þá milli staða. „Við hefðbundna tób- aksreykjarinnöndun bættist svo hressilega við í háls og lungu öllu verri reykur, þegar rútan sem ferj- aði okkur í Gásadal á sunnudegin- um brann undan afturendanum á okkur. Upptök eldsins voru í vél- arrýminu aftast og við sem sátum aftarlega í rútunni höfðum andað nokkru af þessum unaði að okkur, áður en okkur fór að volgna veru- lega á afturendanum og áttum fót- um fjör að launa,“ skrifar Sigurður Skagfjörð Ingimarsson um upplif- un sinni af þessu óhappi. Hópurinn slapp með skrekkinn og að öðru leyti gekk ferðin vel og dásama ís- lensku spilararnir gestrisni Færey- inga. mm/ Ljósm. SSI. Volgnaði heldur betur undir íslenskum briddspilurum Dagana 1. til 5. apríl næstkomandi fer fram kosning um þrjú trúnar- störf í stjórn Stéttarfélags Vest- urlands, þ.e. formann, ritara og fyrsta meðstjórnanda. Samkvæmt 20. grein laga félagsins er skylt að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórnar þegar mótfram- boð berst. Er þetta í fyrsta skipti frá stofnun félagsins árið 2006 sem mótframboð kemur fram gögn til- lögu sem trúnaðarráð leggur fram. Stjórnarmenn í Stéttarfélagi Vest- urlands eru kosnir til tveggja ára í senn. Annað árið er kosinn formað- ur, ritari og einn meðstjórnanda en hitt árið er kosinn varaformaður, vararitari og einn meðstjórnandi. Signý Jóhannesdóttir er núverandi formaður Stéttarfélags Vesturlands og býður sig fram til formennsku sem fulltrúi trúnaðarráðs, sem kall- ast A-listi samkvæmt lögum félags- ins. Jafnframt býður Eiríkur Þór Theódórsson sig fram í starf for- manns og er hann fulltrúi B-lista. Baldur Jónsson býður sig fram til ritara fyrir A-lista, en gegn honum Skúli Guðmundsson af B-lista. Jón- ína Heiðarsdóttir er í framboði til fyrsta meðstjórnanda af A-lista en einnig María Hrund Guðmunds- dóttir af B-lista. Stéttarfélag Vesturlands var stofnað 31. maí 2006 þegar þrjú verkalýðsfélög sameinuðust. Þetta voru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hval- firði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. Innan félagsins starfa fimm deildir: Iðnsveinadeild; deild verslunar- og skrifstofufólks; mat- væla-, flutninga- og þjónustudeild; iðnaðar-, mannvirkja- og stóriðju- deild og deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Félagið er að- ili að Starfsgreinasambandi Ís- lands, Samiðn og Landssambandi íslenskra verslunarmanna, auk Al- þýðusambands Íslands. Félagssvæði félagsins er frá botni Hvalfjarðar til botns Gilsfjarðar í vestri fyrir utan norðanvert Snæfellsnes. Kosning í stjórn Stéttarfélags Vesturlands fer fram á þremur stöðum á félagssvæðinu í byrjun apríl. Á skrifstofu félagsins í Borg- arnesi dagana 1.-5. apríl, í Búðar- dal dagana 1.-3. apríl og í Hval- fjarðarsveit 1.-3. apríl. Niður- stöðu kosningarinnar verður svo lýst á aðalfundi félagsins og tekur þá nýkjörin stjórn við. Nánar má lesa um kjörfundi í auglýsingu hér í blaðinu. Greinilegt er að brestur er kominn í samstöðu félagsmanna í Stéttarfélagi Vesturlands ef tekið er tillit til að þetta er fyrsta mót- framboð sem berst tillögu trúnað- arráðs frá því félagið var stofnað. Í aðsendri grein í Skessuhorni í dag, frá fulltrúum B-lista sem bjóða fram gegn sitjandi stjórn, kem- ur fram að þeir telja sig vera að svara ákalli um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð formanns og stjórnar félagsins. „Við viljum bæta og nútímavæða vinnubrögð og að félagið endurheimti traust íslenskra sem og erlendra félags- manna,“ skrifa þau Eiríkur Þór Theodórsson, Skúli Guðmunds- son og María Hrund Guðmunds- dóttir fulltrúar B-lista. mm Í fyrsta skipti sem mótframboð berst gegn tillögu trúnaðarráðs í StéttVest

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.