Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 20196 Mikið um hraðakstur VESTURLAND: Tölu- vert mikið var um hrað- akstur í umdæmi Lögregl- unnar á Vesturlandi í vik- unni sem leið. Að sögn lögreglu eykst hraðakstur stundum á vorin og hærri tölur fara að sjást við mæl- ingar þegar daginn tekur að lengja og vegirnir eru auð- ir. Fyrir vikið herðir lög- regla umferðareftirlit og lögregluþjónar í umdæm- inu voru við hraðamæling- ar alla daga í vikunni sem leið, bæði á lögreglubíl- um við almennt umferð- areftirlit og á myndavéla- bílum. Einkum var ekið hratt á Vesturlandsvegi og margir mældir á hraða- bilinu frá 108 km/klst. og allt upp í 123 km/klst. Að- stoðaryfirlögregluþjónn kveðst raunar vera nokk- uð hissa hve mikið var um of hraðan akstur í vikunni og hve greitt var ekið. Að sögn lögreglu voru margir þeirra sem teknir voru fyr- ir of hraðan akstur erlendir ferðamenn, en þó alls ekki allir. Lögregla vill minna á að of hraður akstur get- ur skapað verulega hættu í umferðinni og við hrað- akstursbrotum liggja háar fjársektir. Sem dæmi seg- ir lögregla að ökumaður sem ekur á 118 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. á yfir höfði sér 80 þús. króna sekt. Þegar hraðinn er kominn upp í 121 km/klst hækkar sektin í 115 þús. krónur og munar um minna. -kgk Grunsamlegir menn á ferð VESTURLAND: Til- kynnt var um grunsamlegar mannaferðir nálægt Gufuá í Borgarhreppi í vikunni sem leið. Tveir menn á bíl óku inn á einkaveg og sáust vera að sniglast í kringum sum- arhús. Ekkert kom út úr til- kynningunni. Engu að síð- ur segir lögregla það besta mál að fólk sé á varðbergi, því borið hefur á því að far- ið hafi verið inn í sumar- hús. Lögregla hvetur fólk því til að hafa samband ef það verður vart við manna- ferðir sem það telur óeðli- legar. Einnig var tilkynnt um grunsamlega menn á ferð á Hagaflöt á Akranesi í vikunni sem leið, en ekkert kom út úr því máli heldur. -kgk Einn ungur og annar ölvaður Of ungur ökumaður, 16 ára að aldri, var stöðvaður við akstur bifreiðar á Akranesi í vikunni sem leið. Hann var eðli málsins samkvæmt ekki með ökuréttindi. Þá var ökumaður stöðvaður í Borgarnesi föstudaginn 15. mars síðastiðinn. Sá reynd- ist hafa sest ölvaður und- ir stýri. -kgk Tveir fluttir með þyrlu SNÆFELLSBÆR: Um- ferðarslys varð á Ennisbraut í Ólafsvík aðfararnótt sunnu- dags. Þrír voru í bíl sem valt á veginum. Var kallað eft- ir aðstoð þyrlu Landhelg- isgæslunnar, sem flutti tvo hinn slösuðu á sjúkrahús í Reykjavík. -kgk/ Ljósm. þa. Stöðvaður á ofsaakstri BORGARFJ: Ungur öku- maður var tekinn við ofsa- akstur á Vesturlandsvegi við Gufuá í Borgarhrepp um kaffileytið á laugardag- inn. Maðurinn var mældur á hvorki meira né minna en 172 km/klst. hraða, en há- markshraði á veginum er 90 km/klst. Ökumaðurinn við- urkenndi brot sitt. Að sögn lögreglu á maðurinn yfir höfði sér ökuleyfissviptingu og 240 þúsund krónua sekt, enda uppvís af að skapa stór- hættu fyrir sig og aðra veg- farendur. „Ökumaður sem ekur á 172 km/klst. hefur enga möguleika á að grípa inn í ef eitthvað kemur upp á við aksturinn og skapar því stórhættu bæði fyrir sjálf- an sig og aðra vegfarendur,“ segir lögregla sem lítur mál- ið alvarlegum augum. -kgk Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag lögðu fulltrúar Framsóknarflokks í sveitarstjórn fram tillögu þess efni að foreldrum barna á leikskólaaldri í sveitarfélaginu verði gert að láta bólusetja börn sín, vilji þau fá dag- vistunarpláss fyrir þau á leikskól- um í sveitarfélaginu. Var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar að vísa tillögunni til nánari umræðu í byggðarráði og velferðarnefnd. Í heild sinni er tillagan svohljóð- andi: „Fulltrúar Framsóknarflokks- ins minna á að bólusetningum barna er ætlað að verja börn gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Öll- um börnum með lögheimili hér á landi stendur til boða bólusetning gjaldfrjálst. Fulltrúar Framsóknar- flokksins leggja til að frá haustinu 2019 verði samþykki fyrir dagvist- un í leikskólum Borgarbyggðar háð því að foreldrar eða forráðamenn framvísi skírteini sem staðfestir að börn hafi verið bólusett samkvæmt því skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram. Undirrituð óska eftir því að efni bókunarinnar verði vís- að inn í byggðarráð til frekari um- ræðu.“ mm Leggja til að leikskólavist verði háð bólusetningu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, hefur tekið við embætti dómsmálaráðherra af Sig- ríði Á. Andersen, sem tilkynnti á miðvikudag að hún myndi stíga til hliðar. Sigríður sagði á blaða- mannafundi á miðvikudag að pers- óna hennar kynni að hafa áhrif á ákvarðanir sem taka þarf í Lands- réttarmálinu svokallaða. Í ljósi þess myndi hún stíga til hliðar næstu vikurnar. Kvaðst hún fara þessa leið til að skapa vinnufrið komandi vikur. Hún rakti sömuleiðis sögu Landsréttarmálsins á blaðamanna- fundinum og minnti á að skip- an dómara við réttinn hefði ver- ið metin lögmæt í Hæstarétti Ís- lands, þó svo að niðurstaða dóms- ins hefði verið að stjórnsýsla máls- ins hafi ekki verið nógu góð. Þá nefndi hún sérstaklega að enginn dómstóll, hvorki innlendur né er- lendur, hefði komist að þeirri nið- urstöðu að dómarar sem skipað- ir voru í Landsrétt væru ekki hæf- ir til starfsins. Þá sagðist Sigríður búast við því að dómi Mannrétt- indadómstóls Evrópu, sem taldi skipan dómara í Landsrétt brjóta gegn ákvæðum Mannréttindasátt- mála Evrópu, yrði skotið til yfir- réttar dómsins. Margir þingmenn hafa tekið í sama streng undan- farna viku. Daginn eftir að Sigríður steig til hliðar, eða á fimmtudag, var greint frá því að Þórdís Kolrún tæki við embætti dómsmálaráð- herra. Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, greindi frá þessu að afloknum þingflokksfundi á fimmtudaginn. Kemur Þórdís til með að taka tímabundið við emb- ættinu, samhliða störfum sínum sem ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra. Ákveðin óvissa hefur skapast um störf Landsréttar, millidóm- stigið sem tók til starfa í byrjun síðasta árs, í kjölfar dóms MDE. Fjórir dómarar við Landsrétt, sem Sigríður Andersen skipaði þvert á mat hæfisnefndar, munu ekki taka þátt í dómstörfum um óákveðinn tíma. Aðrir dómarar við Landsrétt, alls ellefu talsins, munu hins vegar dæma áfram. kgk Þórdís Kolbrún tekin við sem dómsmálaráðherra Sinnir embættinu tímabundið samhliða öðrum störfum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.