Skessuhorn - 20.03.2019, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 13
Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar:
Skipulags- og umhverfissvið
Störf flokkstjóra við vinnuskólann, fyrir 20 ára og eldri•
Störf við rekstur og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 18 ára og eldri•
Skóla- og frístundasvið
Sumarafleysing, karl og kona, í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum•
Sumarafleysing í Guðlaugu á Langasandi•
Velferðar- og mannréttindasvið
Sumarafleysing í vaktavinnu við að veita stuðning og aðstoð við fatlað fólk •
í búsetuþjónustu Akraneskaupstaðar
Sumarstörf hjá Akraneskaupstað
Nánari upplýsingar um störfin ásamt umsóknareyðublöðum má
finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is/lausstorf
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar síðastliðinn fimmtudag
kvað Guðveig Eyglóardóttir, odd-
viti Framsóknarflokks, sér hljóðs.
Lagði hún fram tillögu þar sem hún
kallar eftir samstöðu sveitarstjórn-
ar í því að mörkuð verði stefna
um innkaup gæðahráefnis í mötu-
neyti skólanna í sveitarfélaginu. „Í
mötuneytum leik- og grunnskóla í
sveitarfélaginu verði lögð sérstök
áhersla á verslun með íslensk mat-
væli þar sem því verður við kom-
ið hverju sinni, sérstaklega verslun
með íslenskt grænmeti og kjötaf-
urðir. Auk þess verði gerð krafa er
varðar uppruna, innihaldslýsing-
ar og framleiðsluhætti þeirra vara
sem boðið er upp á. Með áherslu
á matvæli sem framleidd eru sem
næst neytandanum, er auðveldara
að koma til móts við auknar kröf-
ur um gæði, hollustu, hreinleika og
umhverfisvernd. Undirrituð óska
eftir því að efni bókunarinnar verði
vísað inn í byggðarráð til frekari
umræðu.“ Sveitarstjórn samþykkti
samhljóða að vísa tillögunni til
fræðslunefndar og byggðarráðs.
mm/ Ljósm. Matarauður Íslands.
Íslenskan
mat í skólana
Að undanförnu hafa staðið yfir
stífar æfingar hjá leiklistarklúbbi
Nemendafélags Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi á söng-
leiknum Rock of Ages. Frumsýnt
verður næstkomandi föstudsag. Að
sögn formanna leiklistarklúbbsins,
þeirra Thelmu Rakelar Ottesen,
Hrannar Eyjólfsdóttur og Freyju
Maríu Sigurjónsdóttur, koma um
80 manns að sýningunni með ein-
hverjum hætti, en á svið stíga um
25 efnilegir leikarar sem hafa að
sögn formannanna staðið sig mjög
vel í gegnum allt ferlið.
„Rock of Ages er söngleikur
byggður í kringum rokktónlist sem
var vinsæl á 9. áratugnum. Söng-
leikurinn fjallar um unga stúlku
sem kemur til Los Angeles í þeirri
von um að verða leikkona og þar
kynnist hún Drew Boley sem á sér
draum um að verða rokkstjarna.
Skemmtistaðurinn The Bourbon
Room á stóran hluta í þeirra lífi
þar sem þau kynnast eigendunum
Lonny og Dennis. Á meðan þetta
á sér stað eru þýskir bræður í við-
skiptahugleiðingum og ætla þeir
sér að betrumbæta borgina og taka
niður allt Sunset Strip, þar á með-
al Bourbon Room. Í gegnum sög-
una kynnumst við meðal annars
byltingakenndu Reginu sem hef-
ur uppi mótmæli gagnvart bræðr-
unum, Justice Charlier sem hjálpar
Sherrie að finna sína leið og rokk-
stjörnunni Stacee Jaxx sem breytir
fantasíu draumum stúlkna í veru-
leika. Þetta er sönleikur stútfull-
ur af húmor, ást og skemmtilegum
uppákomum,“ útskýra þær Thelma,
Hrönn og Freyja spurðar um hvað
leikritið fjallar.
Leikstjórn er í höndum Gunnars
Björns Guðmundssonar, en hann
leikstýrði einnig leikritinu Með allt
á hreinu fyrir leiklistarklúbb NFFA
á síðasta ári og sló sú sýning ræki-
lega í gegn. Stefnt er á að vera með
átta sýningar en eins og fyrr segir
er frumsýning á föstudaginn næst-
komandi, 22. mars. „Við höfum
verið að æfa stíft síðustu vikurn-
ar, enda er þetta mjög stór sýning
og ganga æfingarnar ótrúlega vel.
Krakkarnir hafa lagt sig alla fram
og við erum mjög spennt að sýna
gestum lokaútkomuna,“ segja þær
stöllur.
arg
Söngleikurinn Rock of Ages færður á fjalirnar
Formenn leiklistarklúbbs Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. F.v. Thelma
Rakel Ottesen, Hrönn Eyjólfsdóttir og Freyja María Sigurjónsdóttir.
Ljósm. Gunnar J. Viðarsson.