Skessuhorn - 20.03.2019, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 201916
Stöðugt fækkar þeim vígjum sem
flokkast hafa undir karlastörf.
Þær eru til dæmis fáar konurnar í
gegnum tíðina sem tekið hafa að
sér starf kaupfélagsstjóra. Í sumar
mun Margrét Katrín Guðnadótt-
ir, dýralæknir og MBA í viðskipta-
fræði, taka við starfi kaupfélags-
stjóra Kaupfélags Borgfirðinga,
fyrsta konan til að gegna því starfi
í 115 ára sögu félagsins. Gaman er
að segja frá því að fyrir nokkrum
árum kusu félagsmenn í KB fyrsta
kvenformann stjórnar, Guðrúnu
Sigurjónsdóttur á Glitsstöðum, og
þá er varaformaður stjórnar María
G Líndal í Hundadal. Margrét
Katrín hefur starfað sem versl-
unarstjóri hjá kaupfélaginu und-
anfarin tólf ár. Hún er menntað-
ur dýralæknir og hefur auk þess
lokið MBA prófi í viðskiptafræði.
Hún hefur í krafti starfs sín get-
að veitt bændum og öðrum við-
skiptavinum kaupfélagsins ýmsa
ráðgjöf varðandi fóðrun og dýra-
heilbrigði og hefur nýtt þekkingu
sína til að flytja inn vörur sem hún
telur að henti íslenskum aðstæð-
um. Þannig hefur kaupfélagið vax-
ið mjög sem innflutningsaðili á
liðnum árum, flytur til dæmis inn
fjóra tugi fjörutíu feta gáma á ári af
ýmsum vörum, allt frá fuglafóðri
til stærri verkfæra og tækja. Blaða-
maður Skessuhorns hitti verðandi
kaupfélagsstjóra að máli í liðinni
viku. Við settumst niður á kont-
ór verslunarstjórans í hjarta kaup-
félagsins við Egilsholt. Af og til
varð rof á samtalinu, eins og geng-
ur enda þurfti bóndi að fá tilboð
í áburðarkaup fyrir vorið og ann-
ar þurfti ráðgjöf og lyf til að lækna
skitu í kálfi. „Starf mitt er ekki síst
skemmtilegt og líflegt fyrir þær
sakir að maður veit aldrei hvað dag-
urinn mun bera í skauti sínu. Þetta
er fjölbreytt starf og samskipti við
marga,“ segir Margrét sem í sum-
ar færir sig yfir í stól kaupfélags-
stjóra þegar Guðsteinn Einarsson
lætur af störfum eftir tveggja ára-
tuga starf fyrir félagið.
Alin upp í litlu
sjávarplássi
En fyrst að upprunanum. Hvað-
an kemur Margrét Katrín Guðna-
dóttir? „Ég er Hnífsdælingur.
Ólst þar upp til sextán ára aldurs
í faðmi fjallanna við utanverðan
Skutulsfjörð. Þar líkt og í sjávar-
plássum umhverfis landið sner-
ist lífið jú um fisk og tólf ára var
maður farinn að vinna við sitthvað,
til dæmis að pakka grásleppu eða
snúast í kringum fólkið í frystihús-
inu. Afi minn og amma höfðu ver-
ið í hópi síðustu ábúenda í Fljóta-
vík á Hornströndum þar sem hann
var sauðfjárbóndi, en þaðan fluttu
allir á sama tíma árið 1946 og vík-
in fór í eyði. Faðir minn er húsa-
smiður og starfaði sem slíkur en
var einnig til sjós en móðir mín
er saumakona auk þess að vera
snillingur í eldhúsinu. Þegar ég
var sextán ára flytur fjölskyldan á
Ísafjörð. Ég byrja nám í Mennta-
skólanum á Ísafirði þar sem Björn
Teitsson var þá skólameistari. En
ég lýk ekki strax stúdentsprófi. Ég
hafði ákveðið að gerast skiptinemi
og réði mig því í ýmsa vinnu til að
safna fyrir ferð til Ástralíu þar sem
ég er eitt ár á vegum AFS skipti-
nemasamtakanna. Ég starfaði með-
al annars sem kokkur á dýpkunar-
skipi í Bolungarvík, í frystihúsinu
í Hnífsdal, vann í bíói og Sjallan-
um á Ísafirði. Reyndi að púsla sem
flestum störfum saman og leggja
til fyrir rándýrri skiptinemaferð.
Ferðin út kostaði sitt enda milli-
lent á átta stöðum. Fyrst flaug ég
frá Ísafirði til Reykjavíkur, þá um
London, Brussel, Aþenu, Singa-
pore, Melbourne, Sidney og loks
til Brisbane þar sem ég bjó í eitt ár.
Í Ástralíu var ég gríðarlega heppin
með fósturforeldra og var dvölin
ytra því skemmtileg og lærdóms-
rík og ég hef alltaf búið að ensku-
kunnáttunni eftir það, bæði í námi
og starfi.“
Hefja búskap í
Kaupmannahöfn
Eftir dvölina í Ástralíu hélt Mar-
grét heim og lauk námi í mennta-
skólanum. „Þá sótti ég um inn-
göngu í dýralæknanám í Kaup-
mannahöfn en fékk synjun. Fór þá
í eitt ár í líffræði í Háskóla Íslands
og sótti svo um að nýju í dýralækn-
inum og fékk þá inni.“ Eftir sjö ára
dvöl í Kaupmannahöfn flytjast þau
hjónin til Borgarness. „Í millitíð-
inni hafði ég kynnst manninum
mínum; Jóni Arnari Sigurþórssyni
frá Bíldudal, og hann kemur með
mér út til Kaupmannahafnar eftir
fyrsta árið mitt þar. Í Danmörku
fæðist elsta dóttir okkar Helena
Jakobína árið 2000. Hér heima
fæðast svo hin börnin tvö; Ólafur
Vernharð árið 2004 og Katrín Jó-
hanna 2007.“
Ellefu ár í
verslunarstjórn
Eftir veruna í Danmörku flytja þau
Margrét Katrín og Jón Arnar heim
og hefja sinn búskap í Borgar-
nesi þar sem þau hafa verið síðan.
Hann fer í Lögregluskólann, starf-
ar um tíma hjá Loftorku en hefur
verið í lögreglunni frá 2004. Mar-
grét fer að praktísera við fag sitt í
samstarfi dýralækna allt til loka árs
2007. „Þegar þangað var komið
sögu vorum við bæði í vaktavinnu,
börnin orðin þrjú og þetta mynst-
ur gekk ekki lengur upp. Ég var að
keyra þetta um fimm þúsund kíló-
metra á mánuði, ein í bíl, og það
hentaði mér ekki. Það varð því úr
að ég réði mig sem verslunarstjóra
í Kaupfélagi Borgfirðinga. Ætlaði
upphaflega að vera í þessu starfi í
tvö ár, gefa því þann tíma og safna
í reynslubankann. Árin eru hins
vegar orðin rúmlega ellefu og hér
er ég enn. Samhliða starfi verslun-
arstjóra hef ég haft leyfi minna yf-
irmanna til að praktísera lítið eitt
sem dýralæknir samhliða verslun-
arstjórnuninni. Ég á minn fasta
hóp viðskiptavina og sinni gælu-
dýralækningum heima við. Það
getur vissulega verið tilbreyting
að komast út og sinna hefðbundn-
um dýralækningum inn á milli og
ég er afskaplega þakklát fyrir að
hafa fengið þetta frjálsræði. Lík-
lega er það ástæðan fyrir að ég er
hér enn,“ segir Margrét.
Hrun á fyrsta starfsári
Fyrsta heila starfsár Margrétar í
kaupfélaginu var vissulega ekkert
sérlega skemmtilegt, hvorki fyr-
ir hana né aðra landsmenn. „Árið
2008 varð hrun; bankarnir fóru
allir á hausinn og efnahagskrepp-
an reið yfir. Að vísu má með sanni
segja að hrunið hafi snert fólk-
ið hér á landsbyggðinni mild-
ar en íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Hér hafði aldrei orðið þessi mikla
þensla sem kennd er við 2007 og
því varð áfallið ekki eins gríðar-
lega mikið. Engu að síður drógust
viðskipti gríðarlega saman og við
þurftum að bregðast við því hér
í versluninni þegar gengi krón-
unnar féll, vöruverð hækkaði og
erfitt reyndist að áætla sölu. Við
reyndum að bregðast við og leit-
uðum leiða til að vöruverð hækk-
aði ekki upp úr öllu valdi og byrj-
uðum að þreifa okkur áfram í inn-
flutningi. Hann hefur síðan stig-
magnast og er nú orðinn stór þátt-
ur í mínu starfi. Fólk áttar sig oft
ekki á umfangi þess innflutnings
sem KB stendur fyrir, hann var ná-
kvæmlega enginn fyrir tólf árum
en er nú orðinn æði mikill.“ Mar-
grét viðurkennir að við leit að
vörum hafi málakunnáttan, dýra-
læknanámið og tengsl hennar víða
komið sér vel. „Kaupfélagið flyt-
ur nú inn gríðarlega mikið af ýms-
um rekstrarvörum fyrir bændur,
hestamenn, dýralækna og aðra og
er ýmist að selja hér í versluninni
eða í heildsöludreifingu til ann-
arra. Við seljum til dæmis mikið í
gegnum önnur kaupfélög, Fóður-
blönduna og fleiri samstarfsaðila í
innflutningi. Þekking á dýralækn-
ingum er þar ákveðinn lykill.“
Markaðurinn smár
Til marks um þetta upplýsir Mar-
grét Katrín að Kaupfélag Borg-
firðinga flytur inn fjóra tugi fjöru-
tíu feta gáma á ári. „Sem dæmi
þá flytjum við inn mikið af und-
irburði; sag og spænir, hesta- og
kálfamúslí, kurlaðan maís í fugla,
lamba- og kálfamjólkurduft, flokk-
unarganga fyrir sauðfé, fjárgrind-
ur og ýmsar vörur fyrir kerrur og
bíla. Auk þess rekstrarvörur fyr-
ir fjós og fjárhús. Oft er það svo
að samstarfsaðilar okkar kaupa
sig inn í pláss í gámum og þannig
náum við að gera hagstæðari inn-
kaup. Íslenski markaðurinn er jú
svo smár að það getur verið erfitt
að ná hagkvæmum innkaupum og
meira að segja eru margir birgjar
sem vilja alls ekki selja okkur vörur
af þeim sökum. Finnst ekki taka
því. Til marks um smæð markað-
arins hér heima þá eru u.þ.b. 22
þúsund mjólkandi kýr í landinu,
en ég veit um bú í Rússlandi þar
sem kýrnar eru 21 þúsund í einu
fjósi! Hins vegar eru aðrir birgj-
ar sem nenna alveg að sinna okk-
ur þó viðskiptin séu ekki stór fyrir
þá. Ég læt einnig sérblanda ýmsar
steinefna- og bætiefnablöndur fyr-
ir okkur í Danmörku og nýti þann-
ig bæði menntunina og tengsl sem
ég hef þar ytra.“
Tekur við starfi kaupfélagsstjóra fyrst kvenna í 115 ára sögu KBB
„Starfið leggst vel í mig og hentar
félagslyndri manneskju“
Margrét hefur í rúm ellefu ár stýrt verslun og innflutningi hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Í sumar tekur hún við starfi kaup-
félagsstjóra, fyrst kvenna í 115 ára sögu félagsins.
„Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir hversu inniflutningur KB er mikill.“ Hér er Margrét Katrín í verslun KB við Egilsholt.