Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 17 Hvött til náms Síðastliðið sumar útskriftaðist Margrét með MBA próf frá við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Var það tveggja ára nám sem hún tók samhliða fullu starfi. „Það sem meðal annars ýtti mér út í frek- ara nám var að vorið 2013 fékk ég slæmt hunda- og kattaofnæmi. Mér fannst ég þurfa að setja heils- una í fyrsta sæti og gera upp við mig hvort ég ætlaði í dýralækning- ar að fullu aftur ásamt því að efla mig faglega og halda öllum mögu- leikum opnum varðandi framtíð- ina. Valdi ég því að fara í nám í viðskiptafræði og sé alls ekki eft- ir því. Þetta er fjölbreytt nám sem efldi mig bæði sem manneskju og stjórnanda og nýtist mér dag- lega í minni vinnu.“ Aðspurð neit- ar Margrét Katrín því staðfastlega að henni hafi beinlínis verið boðið starf kaupfélagsstjóra áður en hún hóf MBA námið. „Ég fékk hins vegar mikla og góða hvatningu frá samstarfsfólki mínu og ekki síst Guðsteini Einarssyni kaupfélags- stjóra sem hefur reynst mér ein- staklega vel í alla staði. Okkar sam- starf hefur alltaf verið gott. Hann hefur stutt allar góðar hugmynd- ir sem ég hef borið undir hann í gegnum tíðina, en að sama skapi hafnað því sem honum hefur ekki hugnast eða finnst óskynsamlegt. Stundum hef ég verið ósátt við að ná ekki mínu fram, en oft reyndist sú ráðgjöf hans rétt þegar upp var staðið. Ég kann vel að meta þegar fólk kemur hreint fram og þann- ig hefur samstarfsfólkið sem ég hef haft í gegnum tíðina verið alveg einstakt.“ Ásókn í að ganga í félagið Margrét tekur undir að bændur og félagsmenn eiga mikið í kaupfélag- inu og finnst vænt um það. „Já, kaupfélagið stendur fólki nærri og flestir reyna að hlúa að því. Þetta er lítil eining sem stendur bænd- um nærri. Félagsmenn eru nú um 1700 talsins og félagssvæðið nær frá Hvalfjarðarbotni og Akranesi, norður um og allt til Kjálkafjarð- ar á Barðaströnd. Það hefur verið mikil ásókn í að gerast félagsmað- ur í kaupfélaginu og ekki hægt að segja að það sé íþyngjandi kostn- aður eða kvaðir sem því fylgir. Við aðildarumsókn þarftu að vera bú- settur á svæðinu, greiðir eitt þús- und krónur og færð fyrir það ævi- langa félagsaðild. Það er í raun engin spurning fyrir fólk að ger- ast félagar. Ég get nefnt sem dæmi að Nettó auglýsti nýverið tilboð til félagsmanna sem þýddi 20 þúsund króna afslátt af einu sjónvarpstæki. Það er jú 20 sinnum ævigjald fyrir félagsmann. Því hvet ég fólk til að ganga í kaupfélagið og kynna sér hvað í félagsaðild felst og lesa sög- una okkar á vefsíðunni kb.is.“ Margt í pípunum Margrét segir að ráðningu hennar hafi borið fremur hratt að, en hún tekur við starfi kaupfélagsstjóra 1. júní næstkomandi. „Ég er svo heppin að Guðsteinn er ekki að fara neitt og hann mun leysa mig af í sumarfríi og verða mér til halds og trausts til að byrja með. Engu að síður eru mörg verkefni fram- undan í starfi kaupfélagsstjórans. Við erum til dæmis að opna nýj- an þjónustustað á Digranesgötu 4 hér í Borgarnesi í vor og því munu fylgja verkefni að ýta þeim stað úr vör. Þar verður nokkurs konar hraðafgreiðslu veitingastaður með hollu ívafi. Við munum á næstunni auglýsa starf verslunarstjóra á nýja staðnum sem og eftir umsóknum um starfið sem ég gegni nú.“ Margrét segir að rekstur Kaup- félags Borgfirðinga hafi á undan- förnum árum verið í mjög góðu horfi. „Árin eftir hrun voru erf- ið en margt gert til að koma fé- laginu rekstrarlega á beinu braut- ina. Samstarf okkar við Kaupfélag Suðurnesja varðandi eignarhald á hlut í Samkaupum hf. hefur hins vegar reynst vel fyrir efnahag KB. Þá á félagið hlut í Fóðurblöndunni og mikið samstarf er við fyrirtæk- ið. Þá á KB fasteignafélagið Borg- arland að fullu en undir það heyra m.a. eignir á Hvanneyri, Borgar- nesi og Akranesi auk svo nýbygg- ingarinnar við Digranesgötu 4. En aukinn innflutningur okkar hefur einnig átt sinn þátt í bættu gengi kaupfélagsins,“ segir Mar- grét. Hún viðurkennir að vissu- lega verði eðlisbreyting á henn- ar starfi hjá kaupfélaginu. „En ég verð áfram hér í sama húsi og til mín getur fólk leitað rétt eins og það hefur gert undanfarin ár. Dagleg afskipti af verslun verða hins vegar að víkja að hluta fyrir fjármálastjórn, rekstri fasteigna kaupfélagsins og utanumhaldi um félagana. Það er starf kaupfélags- stjórans og því má segja að mitt starf gjörbreytist í sumar. Þetta leggst hins vegar afar vel í mig og samrýmist þeim markmiðum sem ég hef sett mér. Ég er í eðli mínu félagslynd og finnst gam- an að eiga í samskiptum við fólk. Ég trúi því að starf kaupfélags- stjóra sé ekki ólíkt starfi versl- unarstjóra að því leyti að mað- ur veit sjaldan nákvæmlega hvað dagurinn ber í skauti sér. En þetta starf eins og önnur byggir á því að sýna aga, sjálfstæði og frumkvæði í vinnu og gera það sem er skyn- samlegt hverju sinni fyrir félags- menn Kaupfélags Borgfirðinga. Ég hlakka því til nýrra áskorana,“ segir Margrét Katrín Guðnadóttir að endingu. mm • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Jón Arnar og Margrét Katrín með börnin á milli sín. F.v. Ólafur Vernharð, Katrín Jóhanna og Helena Jakobína. Margrét Katrín lauk MBA námi í viðskiptafræði sl. sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.