Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Side 21

Skessuhorn - 20.03.2019, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 21 SK ES SU H O R N 2 01 9 Bæjarstjórnarfundur Fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • mánudaginn 25. mars kl. 20:00. Framsókn og frjálsir í Stúkuhúsinu, • mánudaginn 25. mars kl. 20:00. Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, • laugardaginn 23. mars kl. 10:30. SK ES SU H O R N 2 01 9 Laust starf á Bókasafni Akraness Bókasafn Akraness auglýsir starf bókavarðar laust til umsóknar. Starfið felst í almennum þjónustustörfum á bókasafni: Afgreiðsla, uppröðun, plöstun og viðgerðir.• Móttaka skólahópa og safnkynningar.• Ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina • um safnkost, námsver o.fl. Þ• átttaka í ýmsum verkefnum sem yfirmaður felur starfsmanni. Nánari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is/lausstorf KFUM og K á Akranesi mun á næstu vikum, á fermingardög- um á Akranesi, selja heillaóska- skeyti. Salan verður að þessu sinni á Reiðhjólaverkstæði Axels Gúst- afssonar við Merkigerði 2. Hægt er að panta skeyti með að hringja í síma 896-1979 eða koma á verk- stæðið. Opið verður alla sunnudaga sem fermt verður á milli klukk- an 10 og 18. Að þessu sinni renn- ur allur ágóði af sölu skeytanna til barnastarfs Akraneskirkju sem séra Þráinn Haraldsson prestur stýrir. Fyrstu fermingar í Akraneskirkju verða sunnudaginn 24. mars. Fermt verður næstu þrjá sunnudaga að auki. mm KFUM og K með skeytasölu á Akranesi Sala fermingarskeyta KFUM og K verður að Merkigerði 2, í nýbyggingu þar sem Reiðhjólaverkstæðis Axels Gústafssonar er til húsa. Ársreikningur Orkuveitu Reykja- víkur fyrir árið 2018 hefur ver- ið samþykktur í stjórn. Rekstrar- tekjur námu tæpum 46 milljörðum króna og rekstrarkostnaður 17,3 milljörðum. Að teknu tilliti til af- skrifta, skatta og reiknaðra stærða var nettóhagnaður samsteypunnar jákvæður um sex milljarða króna, sem er tíu milljörðum króna lakari afkoma en var árið 2017. Lægra ál- verð spilar þar mest inní. „Fjárhag- ur fyrirtækisins er traustur og af- koma trygg, þrátt fyrir sveiflur í ytri skilyrðum. Þar er lykilatriði góð tök á rekstrarkostnaði en tekjur jukust á árinu með aukinni orkuvinnslu og vaxandi notkun veituþjónustunn- ar. Rekstrartekjur jukust um 5,2% frá árinu 2017. Rekstrarkostnaður jókst um 0,1%. Rekstrarhagnaður óx milli áranna 2017 og 2018 um rúman einn milljarð króna,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Stjórnin leggur það til fyrir að- alfund að eigendur fyrirtækisins; Reykjavíkurborg, Akraneskaup- staður og Borgarbyggð, fái greidd- an arð sem nemur 1.500 milljónum króna vegna rekstrarársins. Þá segir í tilkynningu: „Fram- undan eru talsverðar fjárfestingar til að mæta þörf fyrir meira vatn til húshitunar og til að tryggja heil- næmi neysluvatns úr Heiðmörk. Uppbygging nýs húsnæðis er mik- il, ferðamönnum fjölgaði og við- skiptavinum á samkeppnismörk- uðum sömuleiðis. Þá er sífellt betra jafnvægi að nást milli orkuvinnslu í Hellisheiðarvirkjun og afkasta jarð- hitasvæðanna sem hún nýtir og jókst orkuvinnsla þar á árinu. Auk- in vinnsla og aukin eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækjanna innan OR- samstæðunnar – Veitna, Orku nátt- úrunnar og Gagnaveitu Reykjavík- ur – skilar vaxandi tekjum milli ára. Álverð lækkaði og ræður það mestu um að reiknaðar stærðir ársreikn- ingsins voru óhagstæðar. Engu að síður var heildarniðurstaða árs- ins jákvæð sem nemur tæpum sex milljörðum króna. Það er veruleg lækkun frá fyrra ári þegar þróun ál- verðs var hagstæð.“ mm Lækkað álverð dregur úr jákvæðri afkomu OR Ný skoðanakönnun sem Gal- lup gerði fyrir Alþýðusamband Ís- lands sýnir að 83% Íslendinga eru hlynntir því að launafólk með heild- artekjur undir 500 þús. kr. á mán- uði fyrir skatt, fái meiri skattalækk- un en aðrir. Athygli vekur að stuðn- ingur við slíka skattkerfisbreytingu er mikill í öllum aldurs- og tekju- hópum þó vissulega sé hann mestur hjá þeim tekjulægstu. „Þessi niðurstaða rímar vel við þær hugmyndir um skattkerfis- breytingar sem ASÍ kynnti í lok janúar. Markmið þeirra tillagna var að létta byrðum af fólki með lágar- og millitekjur, auka jafn- rétti og koma á sanngjarnri skatt- heimtu. Þegar ríkisstjórnin kynnti sínar skattalækkunar hugmynd- ir nokkrum vikum seinna kom í ljós að sama skattalækkun átti að ganga upp allan tekjustigann, þ.e. það skipti ekki máli hvort einstak- lingurinn væri með 300 þús kr. eða 2,3 milljónir í mánaðartekjur, allir fengju það sama,“ segir Drífa Snæ- dal forseti ASÍ. Þá segir í frétt að rannsókn hagdeildar ASÍ frá 2017 sýni að skattbyrði hinna tekjulægstu hef- ur hækkað mest á undanförnum árum og dregið hefur úr jöfnun- arhlutverki skattkerfisins. Munar þar mestu að skattleysismörk hafa ekki fylgt launaþróun og vaxta- og barnbótakerfin hafa markvisst ver- ið veikt og eru nú í skötulíki miðað við það sem áður var. Könnun Gallup var gerð 1. - 12. mars síðastliðinn. Um netkönnun var að ræða og var úrtakið 1.440 manns af landinu öllu. Svarhlutfall var 57,1%. mm Landsmenn hlynntir því að lægst launuðu fái meiri kjarabót en aðrir Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.