Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Síða 27

Skessuhorn - 20.03.2019, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 27 Vísnahorn Verkföll hafa sjaldnast verið eitthvert sérstakt skemmtiefni þó sumir segist gleðjast yfir þeim. 1955, ef ég man rétt, var mjög hart verkfall og settu verkamenn aðflutningsbann á ýmsar vörur til Reykjavíkur. Ýmsar atlögur voru þó gerðar að því banni og urðu viðsjár og flokkadrættir með mönnum. Verkfallsmenn settu vegartálma á nokkrum stöðum og aðgættu hvern flutning væri að finna í bifreiðum við mismikil fagnað- arlæti. Því miður veit ég ekki nánar um þau at- vik sem urðu kveikjan að eftirfarandi: Einn Lofgjörðarsálmur um þann herrans þjón, sem Filisteann sló. Góðlyndur guðfræðingur geðuga reisu tók. Með saltkjöt og soddan glingur síðan til borgar ók. Bensín í brúsa fínum bar hann í örmum sínum og fáeina kassa af kók. Vígi við Geitháls gjörðu grenjandi Moskvuljón, saklausar sálir börðu, svívirtu herrans þjón. Stýrði þeim flokki fúla fjarstýrðum meður túla gangsterinn Gvendur Jón. Andskotans illskudrjólar upp settu spýtnabrak. Engillinn í þá hjólar iðkandi steinbítstak, felldi þá alla að foldu, færði þá oní moldu og neydd´í þá neftóbak. Lát þú mig lypta tungu og lofa þann eðla mann, sem borgarbúunum ungu bjarga frá skorti vann og rassskellti ræningjana, sem rógbera Ammríkana, Þú herra í himnarann. Amen. Það er nú orðið svo langt síðan þessir at- burðir áttu sér stað að flestir sem voru þar í hringiðunni eru annaðhvort horfnir af vett- vangi til annarra heima og þá væntanlega án kjaradeilna eða að minnsta kosti orðnir elli- lífeyrisþegar fyrir löngu og hættir að standa í eldlínu baráttunnar. Alltaf er þó gaman að hittast og rifja upp gamlar minningar og gott að hafa í huga vísu Óskars í Meðalheimi: Við skulum ekki á vinafund vera alltof sparir, kemur hinsta kveðjustund kannske fyrr en varir. Það er nú svo þó að ellin sé óhjákvæmileg (það er að segja ef menn deyja ekki fyrr) þá taka menn henni með mismunandi hugarfari. Jón Bergþórsson frá Fljótstungu sem lengi var forstöðumaður Nýju Sendibílastöðvar- innar hætti því starfi 73 ára og sagði: Upp frá þessu á ég frí og ætti að vera glaður, en ekki er hægt að hæla því að hætta að vera maður. Theódór Einarsson sem lengi var þekktur gamanvísnahöfundur og flestir eldri Akur- nesingar munu kannast við orti á sínum efri árum: Fyrr ég gat á árum ort eins og best ég vildi. Nú er ég eins og kreditkort sem komið er úr gildi. En hverjum er það að kenna ef skrokkurinn endist ekki eins lengi og við viljum? Það má alveg velta því fyrir sér. Var hér um hönnun- argalla að ræða eða var vikið frá teikningunni með óleyfilegum hætti? Aðeins að skoða sjón- arhorn Þorsteins Guðmundssonar: Drottinn skapti mig til manns úr mold og leir og ryki. Var það ekki á ábyrgð hans að ekki smíðin sviki? Ólafur Tryggvason læknir var maður prýði- lega hagmæltur. Á seinni árum sínum flutti hann í húsnæði ætlað eldri borgurum og ný- lega innfluttur stóð hann á svölum sínum og horfði niður í garðinn á nábýlinga sína sitj- andi í heitum potti: Margar furður maður sér á mannlífs ystu jöðrum. Þeir sem áður undu sér við ástarleiki og mjaðarker samankropnir sitja nú hér í soðinu hver af öðrum. Það er nú svosem ekki eins og unga fólkið starfi ekki að skemmtanamálum, bæði sínum eigin og annarra. Það eru nú orðin nokkur ár síðan eftirfarandi var ort í Menntaskólanum á Akureyri og má segja að framtíð stökunnar er ekki í bráðri hættu meðan ungt fólk yrkir með þessum hætti: Saman kætumst kvöldum á cool og sæt að vanda. Drykknum mæta dreypum á, diet Sprite og landa. Rósberg Snædal var einn af okkar allra fremstu hringhendumönnum en hann orti einnig óhefðbundið og brá reyndar ýmsu fyr- ir sig. Eftirfarandi ljóð nefnist „Sonnetta á hausti“: Senn er nú þessi blessuð tíð að baki. Bráðum mun vetur sækja dalinn heim. Burtu eru lóur, - aftur einn ég vaki einmana skáld - og horfi á eftir þeim. Og enginn, enginn spyr hvað að mér amar. Einræður mínar þyl ég tæmdri skál. Herjar á lyngið haustsins rauðabál. Kvíði og myrkur hverja hugsun lamar. Og vorið kemur kannski aldrei framar. Ekki veit ég um hvern eftirfarandi mann- lýsing er ort og ekki einu sinni viss að mig langi til að vita það: Þekkti ég vel til þessa manns þegar hann við mér horfði. Blítt og stillt var brosið hans en broddur í hverju orði Þorbjörn Sveinbjarnarson hét maður og var um tíma vinnumaður á Uppsölum í Hálsasveit hjá Þorleifi og þeim systkinum. Eitt kvöld kom hann seint inn til kvöldverðar og var Leifur þá að verka tófuskinn í eldhúsinu með- an Þorbjörn var að næra sig. Eitthvað mislík- aði Þorbirni þetta og hafði orð um og end- aði með vistaskiptum en af þessu tilefni kvað Guðlaugur Jóhannesson í orðastað Þorleifs: Þú ei ræður Þorbjörn minn. Þú ert æði vandsetinn. Þó mín séu gæði mórautt skinn meðan þú snæðir kvöldverðinn. ,,Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ segir í kvæðinu og ætli okkur sé ekki gott að hafa þá hugsun að leiðarljósi eins og segir í vísu Ragnars Gröndal: Ég get verið þíðan þín þegar allt er frosið því sólin hún er systir mín sagði litla brosið. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Samankropnir sitja nú hér - í soðinu hver af öðrum Skólafólk á Akranesi fór í verkfall fyrir loftslagið á Akranesi síðastlið- inn föstudag. Milli 80 og 90 manns voru þar saman komin í hádeginu til að vekja athygli á málstaðnum. Flestir á fjölbrautaskólaaldri en þó nokkuð af grunnskólakrökkum líka, allt niður í 5. bekk, sem og eldra fólk sem lokið hefur skólagöngu en brennur fyrir málstaðnum. Það var umhverfisnefnd Fjöl- brautaskóla Vesturlands sem boðaði til verkfallsins. Nefndin hafði und- anfarna daga unnið að skipulagn- ingu og undirbúningi viðburðarins undir handleiðslu Helenu Valtýs- dóttur kennara. Er verkfallið að fyr- irmynd bylgju loftslagsverkfalla sem hin sænska Greta Thunberg hefur komið af stað meðal barna og ung- menna víða um heim. Á sama tíma voru skólaverkföll fyrir loftslagið á nærri 1700 stöðum í meira en 100 löndum um heim allan, þar af einnig á Akureyri og í Reykjavík. Skessuhorn hitti Jórunni Narcisu Gutierrez, Kötlu Kristínu Ófeigs- dóttur og Sindra Leví Ingason í að- draganda verkfallsins, en þau sitja öll í umhverfisnefnd FVA. „Tilgangur- inn með því að hvetja nemendur til að skrópa í skólanum og fara í lofts- lagsverkfall er að reyna að neyða stjórnmálamenn til að fara að huga af einhverri alvöru að umhverfismál- um og loftslagsmálum. Okkur stend- ur ekki á sama því það erum við sem munum þurfa að glíma við afleið- ingarnar í framtíðinni, ekki þeir sem eru eldri. Enda virðist þeim flestum standa nokkurn veginn á sama, það hefur allavega ekki mikið verið gert,“ segja þau. „Það er löngu kominn tími til að gera eitthvað í málunum, það er ekkert plan B. Við eigum bara þessa einu plánetu og við höfum ekki tíma til að bíða, við þurfum breytingar og það strax.“ Bæjarstjórn krafin um breytingar Ungmennaráð Akraness sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag vegna lofts- lagsverkfallsins. Þar er minnt á að með verkfalli sé verið að mótmæla slæmum vinnubrögðum stjórnvalda um allan heim varðandi loftslagsmál. Ungmennaráð krafði bæjarstjórn um breytingar og það strax. „Nú er verið að vinna í umhverfisstefnu Akranes- kaupstaðar og biðlum við því til ykk- ar að ráðast strax í aðgerðir og setja Akraneskaupstað í forystu sveitarfé- laga á Íslandi í umhverfis- og lofts- lagsmálefnum. Fylgja þarf eftir nið- urstöðum samráðshóps um aðgerða- áætlun í plastmálefnum sem skilaði tillögum til umhverfis- og auðlind- aráðherra í lok síðasta árs. Auka þarf vitund fólks í bænum um ofnotk- un á einnota plastvörum og skað- semi þeirra fyrir umhverfið, draga úr notkun einnota plasts, draga úr los- un örplasts í hafið með bættri hreins- un skólps og hvetja til göngu og hjól- reiða um bæinn til að minnka útblást- ur. Okkar framtíð er í hættu! Það er engin pláneta B! Það er löngu kom- inn tími á aðgerðir. Við höfum ekki tíma til að bíða, breytingar strax,“ segir í yfirlýsingu ráðsins. kgk Verkfall fyrir loftslagið á Akranesi Nemendur með mótmælaspjöld á lofti á meðan verkfallinu á Akratorgi stóð á föstudag. Eydís Gunnlaugsdóttir, nemandi í 5. bekk Grundaskóla, var að því er Skessuhorn kemst næst yngsti nemandinn sem lagði niður störf fyrir loftslagið á Akranesi á föstudag. Hér er hún með skiltið sitt á lofti fyrir framan hópinn. Gunnhildur Ósk Signarsdóttir talar í gjallarhornið. Helena Valtýsdóttir kennari sagði nokkur orð þar sem hún hrósaði krökkunum fyrir framtakið, en það var umhverfisnefnd FVA sem skipulagði viðburðinn undir hennar handleiðslu. „Græn framtíð“ og „aðgerðir strax“! Skiltin á lofti í hádeginu á föstudag. Viðburðurinn var vel sóttur, þar sem á að giska 80 til 90 manns lögðu leið sína á Akratorg.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.