Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Side 31

Skessuhorn - 20.03.2019, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímsmenn biðu lægri hlut gegn Njarðvík, 113-84, í lokaleik Domino‘s deildar karla í körfu- knattleik á fimmtudagskvöld. Leik- ið var suður með sjó. Mikið jafnræði var með liðun- um framan af fyrsta leikhluta. Þá tóku heimamenn að síga fram úr og leiddu með níu stigum eftir upp- hafsfjórðunginn, 36-27. Skalla- grímsmenn komu til baka og minnkuðu muninn hægt og sígandi í fjögur stig skömmu fyrir hálfleik, en Njarðvíkingar áttu lokaorðið og voru tíu stigum yfir í hléinu, 65-52. Heimamenn höfðu yfirhöndina í þriðja leikhluta, juku forskot sitt jafnt og þétt og leiddu með 23 stig- um fyrir lokafjórðunginn, 94-71. Þeir bættu lítið eitt við forskotið í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum stórt, 113-84. Bjarni Guðmann Jónsson var stigahæstur í liði Skallagríms með 27 stig, Aundre Jackson skoraði 16 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar, Matej Buovac var með 15 stig og fimm fráköst og Björgvin Hafþór Ríkharðsson var með 13 stig, 15 fráköst og sjö stoð- sendnigar. Elvar Már Friðriksson var stiga- hæstur í liði heimamanna með 27 stig og fimm fráköst að auki. Krist- inn Pálsson var með 16 stig, Erik Katenda skoraði 15 stig og tók sjö fráköst, Logi Gunnarsson skoraði ellefu stig og tók fimm fráköst og þeir Snjólfur Marel Stefánsson og Jeb Ivey skoruðu tíu stig hvor. Skallagrímsmenn náðu í átta stig í Domino‘s deildinni í vetur og ljúka mótinu í ellefta sæti. Þeir munu því leika í 1. deild karla næsta vetur. kgk Tap í lokaleiknum Skallagrímsmenn máttu játa sig sigraða í lokaleik Domino‘s deildar karla. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Ungir og efnilegir glímukappar úr Dölum gerðu góða ferð á Grunn- skólamót Glímusambands Ís- lands sem fram fór á Hvolsvelli um helgina. Í flokki 6. bekkjar stelpna stærri röðuðu Dalastelpur sér í þrjú efstu sætin. Jasmin Hall Valdimars- dóttir sigraði, Embla Dís Björg- vinsdóttir varð önnur og Krist- ín Ólína Guðbjartsdóttir hafnaði í þriðja sæti. Jóhanna Vigdís Pálma- dóttir sigraði í flokki 7. bekkjar stelpna stærri, Dagný Sara Viðars- dóttir hafnaði í þriðja sæti og Birna Rún Ingvarsdóttir í fimmta. Krist- ey Sunna Björgvinsdóttir varð önn- ur í flokki 6. bekkjar stelpna minni og Matthías Hálfdán Hjaltason varð fjórði í flokki 6. bekkjar stráka stærri. Hvolsskóli bar sigur úr být- um í stigakeppni skólanna. kgk Glímdu vel á grunnskólamóti Dalastúlkur röðuðu sér í þrjú efstu sætin í flokki 6. bekkjar stelpna stærri. Jasmin Hall Valdimarsdóttir sigraði, Embla Dís Björgvinsdóttir varð önnur og Kristín Ólína Guðbjartsdóttir var þriðja. Ljósm. GLÍ. Snæfellskonur unnu mikilvægan sigur í Domino‘s deildinni þegar þær lögðu KR í Stykkishólmi á mið- vikudagskvöld. Snæfell náði undir- tökunum snemma leiks og var feti framar allt til leiksloka. Hólmarar fóru með sigur af hólmi, 89-81. Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks og staðan var 8-7 fyrir Snæ- fellskonum eftir fjögurra mínútna leik. Þær náðu síðan góðum kafla um miðjan leikhlutann og leiddu með ellefu stigum að honum lokn- um, 27-16. Snæfell stjórnaði áfram ferðinni í öðrum leikhluta og hélt KR-ingum í þægilegri fjarlægð. Hólmarar leiddu í hléinu með 53 stigum gegn 40. Þannig hélt gangur leiksins áfram í síðari hálfleik. Snæfell leiddi með um það bil tíu stigum allan þriðja leikhluta og KR-ingar virkuðu ekki líklegir til að gera neina alvöru at- lögu að forystunni. Staðan eftir þrjá leikhltua var 74-63, Snæfelli í vil. En gestirnir voru ákveðnir í upp- hafi lokafjórðungsins og minnkk- uðu muninn í sex stig. Snæfell svar- aði fyrir sig en aftur minnkaði KR muninn. Snæfell stóðst hins vegar bæði áhlaupin og fór að lokum með átta stiga sigur af hólmi, 89-81. Kristen McCarthy átti stórleik fyrir Snæfell, skoraði 35 stig, tók 14 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal fimm boltum. Gunnhild- ur Gunnarsdóttir skoraði 14 stig og tók fimm fráköst, Angelika Ko- walska var með 13 stig og sjö frá- köst, Katarina Matijevic skoraði tólf stig og sjö fráköst og Rebekka Rán Karlsdóttir var með tíu stig. Orla O‘Reilly skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst í liði KR, Vilma Kesanen var með 19 stig, Kiana Jo- hnson skoraði 17 stig, tók átta frá- köst, gaf ellefu stoðsendingar og stal sex boltum og Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir skoraði ellefu stig og tók fimm fráköst. Baráttan um fjórða sæti deild- arinnar og þar með sæti í úrslita- keppninni er í algleymingi. Snæ- fellskonur hafa 28 stig í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir KR þegar þrjár umferðir eru eftir. Næsti leikur Snæfells er Vest- urlandsslagur gegn Skallagrími í kvöld, miðvikudaginn 20. mars. Sá leikur fer fram í Borgarnesi. kgk Mikilvægur sigur Snæfells Katarina Matijevic sækir að körfu KR- inga í leiknum á miðvikudag. Ljósm. sá. Finnur Jónsson hefur látið af störf- um sem þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Skalla- grími. Lokaleikur Borgnesinga í Domino‘s deildinni gegn Njarðvík á fimmtudagskvöld var jafnframt síðasti leikur Finns við stjórnvöl- inn. „Mér fannst vera kominn tími á breytingar bæði hjá mér og liðinu. Ég hef verið í fjögur og hálft ár með meistaraflokk karla en við þjálf- un hjá Skallagrími frá árinu 2001. Mér er efst í huga gríðarlega mik- ið þakklæti til allra sem hafa verið í stjórn, leikmannanna, áhorfenda og allra sem hafa komið að körfubolt- anum í Borgarnesi með einum eða öðrum hætti. Þetta er búinn að vera algjörlega frábær tími,“ segir Finn- ur í samtali við Skessuhorn. Hann tók við þjálfun liðsins í ársbyrjun 2015, þegar Skallagrím- ur var í harðri fallbaráttu í Dom- ino‘s deildinni, en tókst ekki að stýra Borgnesingum frá falli. Hann kom liðinu hins vegar tvisvar í deild þeirra bestu þar sem það lék keppnistímabilin 2016-2017 og 2018-2019, eftir að hafa fagnað deildarmeistaratitli 1. deildarinnar í bæði skipin tímabilin á undan. Aðspurður segir hann of snemmt að segja til um hvað hann tekur sér næst fyrir hendur í boltanum. „Það er óljóst hvert næsta verkefni verð- ur. Ég ætla að byrja á að taka smá sumarfrí og skoða landið og miðin. Síðan kemur bara í ljós hvað verð- ur,“ segir Finnur Jónsson að end- ingu. kgk Finnur hættur með Skallagrím Finnur Jónsson hefur þjálfað sinn síðasta leik fyrir Skallagrím, að minnsta kosti í bili. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Jóhannes Karl Guðjónsson hefur endurnýjað samning sinn við Knatt- spyrnufélag ÍA um þjálfun meistara- flokks karla til næstu fimm ára. Jó- hannes Karl er sem kunnugt er al- inn upp hjá ÍA og hefur mikla reynslu sem leikmaður hérlendis. Á sínum atvinnumannaferli á erlendri grundu lék Jóhannes með liðum á borð við Real Betis, AZ Alkmaar, Wolverhampton Wanderers, Burn- ley, Aston Villa og Leicester City, auk þess að eiga 51 leik að baki fyrir A landslið Íslands. Jóhannes Karl tók við þjálfun meistaraflokks karla í október 2017, en áður stýrði hann liði HK. Und- ir hans stjórn sigruðu Skagamenn 1. deild karla síðasta sumar og leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik á komandi keppnistímabili. Á vef ÍA segir að mikil ánægja hafi verið með Jóhannes Karl og gott gengi síðasta sumars sé til vitnis um það. „Starf hans hjá ÍA hef einkennst af mikl- um metnaði og sigurvilja sem hefur smitað út frá sér í öllu starfi félags- ins,“ segir á vef KFÍA. „Ég er mjög ánægður með það mikla traust sem mér er sýnt með því að framlengja samning minn við ÍA sem þjálfari meistaraflokks karla. ÍA er félagið sem ég er alinn upp í og félagið sem ég hef alltaf litið á sem mitt félag og þar vil ég halda áfram að taka þátt í frábæru starfi. Framtíðin er björt í fótboltanum á Akranesi og fram- undan er metnaðarfullt uppbygg- ingarstarf,“ segir Jóhannes Karl. kgk Jóhannes Karl semur við ÍA til fimm ára Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni í leik með ÍA síðasta sumar. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.