Skessuhorn - 10.04.2019, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 20198
Skoða nafna-
samkeppni um
skólann
BORGARNES: Byggðar-
ráð Borgarbyggðar tók til
umræðu á fundi í síðustu
viku þær miklu endurbæt-
ur sem nú eiga sér stað á
Grunnskólanum í Borg-
arnesi. „Jafnframt voru
ræddar þær hugmynd-
ir sem komið hafa upp að
í sambandi við hinar miklu
endurbætur á skólanum
sem standa yfir hvort eigi
að efna til hugmyndasam-
keppni um a) nýtt nafn á
skólanum og b) nafn á nýja
salnum.“ Byggðarráð fól
skólastjórnendum Grunn-
skólans í Borgarnesi og
sviðsstjóra fjölskyldusviðs
að taka málið til úrvinnslu.
-mm
Vantar móts-
haldara fyrir
Landsmót 50+
LANDIÐ: Landsmót
UMFí fyrir fimmtíu ára
og eldri hefur verið haldið
víða um land frá 2011. Það
verður í Neskaupstað dag-
ana 28. – 30. júní í sum-
ar og í Borgarnesi sum-
arið 2020. Nú er kom-
ið að því að finna móts-
stað árið 2021 og auglýsir
UMFí eftir áhugasömum
sveitarfélögum í það verk-
efni. Landsmót UMFí 50+
er blanda af íþróttakeppni
og skemmtun þar sem
fólk á besta aldri blómstr-
ar í hreyfingu. „Landsmót
UMFí 50+ skiptir máli
fyrir fólk sem hefur bæði
gaman af því að hreyfa sig
og hitta aðra. Það er gam-
an að sjá fólk koma á mót-
ið sem hefur ekki stundað
íþróttir síðan í æsku og rifja
upp hvað það var gaman að
stunda íþróttir og hreyfa
sig með öðrum. Á mót-
um UMFí verða til góð-
ar minningar fyrir þátttak-
endur. Landsmót UMFí
50+ hefur mikla þýðingu
fyrir samfélagið og ætti það
að skilja eftir sig uppbygg-
ingu og þekkingu í sveitar-
félaginu sem heldur mót-
ið,“ segir Auður Inga Þor-
steinsdóttir, framkvæmda-
stjóri UMFí. Þá segir
Auður Inga að Landsmót
UMFí 50+ sé frábært tæki-
færi fyrir mótshaldara til að
vekja athygli á lýðheilsu og
möguleikunum í sveitarfé-
lagi sínu. Gera verður ráð
fyrir allt að þúsund þátt-
takendum á mótinu frá öllu
landinu.
-mm
Þjóðkjörnir
hækka ekki
LANDIÐ: Fjármála- og
efnahagsráðherra hefur
sent efnahags- og viðskipta-
nefnd Alþingis minnisblað,
með samþykki ríkisstjórnar-
innar, þar sem lagðar eru til
tvær breytingar á frumvarpi
til breytinga á lögum vegna
brottfalls laga um kjararáð,
sem nú er til meðferðar Al-
þingis. Sú fyrri lýtur að því að
gerð verði breyting til bráða-
birgða þannig að launahækk-
un 1. júlí 2019 komi ekki til
framkvæmda gagnvart þjóð-
kjörnum fulltrúum. Fjár-
mála- og efnahagsráðherra
verði hins vegar veitt heim-
ild í eitt skipti til að hækka
laun þjóðkjörinna fulltrúa 1.
janúar 2020 til samræmis við
áætlaða breytingu á launum
þann 1. júlí 2020.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 30. mars - 5. apríl
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 5 bátar.
Heildarlöndun: 54.761 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF:
26.536 kg í fimm róðrum.
Arnarstapi: Engar landanir
á tímabilinu.
Grundarfjörður: 9 bátar.
Heildarlöndun: 672.573
kg.
Mestur afli: Málmey SK:
208.896 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 17 bátar.
Heildarlöndun: 521.090
kg.
Mestur afli: Steinunn SH:
113.088 kg í fimm róðrum.
Rif: 14 bátar.
Heildarlöndun: 616.673
kg.
Mestur afli: Magnús SH:
125.965 kg í fjórum lönd-
unum.
Stykkishólmur: 3 bátar.
Heildarlöndun: 4.641 kg.
Mestur afli: Sjöfn SH: 2.826
kg í fimm róðrum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Málmey SK - GRU:
208.896 kg. 2. apríl.
2. Drangey SK - GRU:
113.755 kg. 31. mars.
3. Sigurborg SH - GRU:
70.243 kg. 3. apríl.
4. Hringur SH - GRU:
64.378 kg. 3. apríl.
5. Saxhamar SH - RIF:
50.750 kg. 2. apríl.
-kgk
Á sameiginlegu vísindaþingi
skurð-, svæfinga- og fæðingar- og
kvensjúkdómalækna, sem hald-
ið var 29. mars síðastliðinn, fluttu
nokkrir læknanemar á fjórða ári er-
indi sem byggð eru á BS verkefn-
um þeirra frá síðasta ári. Þrjár ung-
ar konur unnu til verðlauna fyr-
ir bestu vísindaerindin og skákuðu
þar með reynslumeiri unglæknum
í sérnámi. Þetta voru Oddný Rún
Karlsdóttir sem fékk verðlaun fyr-
ir besta veggspjaldið um framköll-
un fæðinga og keisaraskurði, Lilja
Dögg Gísladóttir sem greindi frá
skurðaðgerðum við brjóstakrabba-
meini og Berglind Gunnarsdótt-
ir sem fjallaði um greiningu alvar-
legra meðfæddra hjartagalla á ís-
landi. Skemmtilegt er að segja frá
því að tvær þeirra eiga sterka teng-
ingu á Vesturland. Berglind er eins
og kunnugt er úr Stykkishólmi og
jafnframt ein fremsta körfuknatt-
leikskona landsins og tengdafólk
Lilju Daggar er búsett á Hvann-
eyri. mm/ Ljósm. Landspítali.is
Efnilegir læknanemar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti ís-
lands, er verndari átaksins „íslenskt
– gjörið svo vel“ sem hófst um
helgina. Innlendir matvælafram-
leiðendur og verslanir hafa tekið
höndum saman og ætla að vekja at-
hygli á úrvali íslenskra vara í fjöl-
mörgum verslunum víða um land
fram til 20. apríl næstkomandi. Að
baki átakinu íslenskt – gjörið svo vel
standa Samtök iðnaðarins, Samtök
atvinnulífsins, Samtök verslunar og
þjónustu og Bændasamtök íslands.
Átakið hófst í nóvember síðastliðn-
um þegar landsmönnum gafst kost-
ur á að fara inn á vefsvæðið gjo-
ridsvovel.is til að setja saman lista
yfir þær íslensku vörur sem ætti að
bjóða erlendum gestum. Tilgang-
ur átaksins er að efla vitund íslend-
inga á íslenskum vörum en átök
sem þessi hafa verið reglulega und-
anfarin ár. Fyrirtæki sem framleiða
eða selja íslenskar vörur geta tekið
þátt í átakinu. Miðað er við vörur
sem uppfylla þau skilyrði sem fram
koma í fánalögum. Þau fyrirtæki og
þeir framleiðendur sem taka þátt í
átakinu fá aðgang að myndmerki
þess og geta nýtt það á umbúð-
ir, heimasíður, samfélagsmiðla eða
annað kynningarefni sitt. mm
Á íslenskum dögum er athyglinni
beint að innlendri framleiðslu
Frá setningu Íslenskra daga, talið frá vinstri; Karl Eiríksson og Valentína
Björnsdóttir, eigendur Móður Náttúru, Margrét Kristín Sigurðardóttir frá SI,
Hörður Vilberg frá SA, Árni Sigurjónsson, varaformaður SI, Guðni Th. Jóhannes-
son, Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus, Sigurður Hannesson
framkvæmdastjóri SI og Elín Edda Alexandersdóttir, verslunarstjóri Bónus í
Garðatorgi.
Kröftug vorlægð gekk yfir norð-
vestanvert landið síðastliðinn mið-
vikudag. í Grundarfirði gustaði
hressilega, en ekki er vitað til að
skemmdir hafi orðið í rokinu. Með-
fylgjandi mynd tók Tómas Freyr
Kristjánsson fréttaritari Skessu-
horns í höfninni um miðjan dag-
inn. Aldan í höfninni lamdi á Sig-
urborgu og Farsæl þar sem skipin
lágu bundin við bryggju.
mm
Gustaði um menn og málleysingja