Skessuhorn - 10.04.2019, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201910
Árlegur aðalfundur Samtaka sveit-
arfélaga á Vesturlandi og ýmissa
undirstofnana sem heyra und-
ir sveitarfélögin í landshlutan-
um, var haldinn á Hótel Hamri í
Borgarnesi í síðustu viku. Á aðal-
fundi SSV var samþykkt harðorð
ályktun vegna áforma ríkisstjórn-
arinnar um skerðingu tekna Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga. Mótmælt
er fyrirhugaðri skerðingu eins og
hún birtist í Fjármálaáætlun fyrir
árin 2020-2024. „Það liggur ljóst
fyrir að ef til þessarar skerðingar
kemur þá verður tekjutap sveitar-
félaga á Vesturlandi verulegt, en í
samantekt frá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga er áætlað að hún
verði rúmar 335 m.kr. fyrir árin
2020 – 2021. Verði af fyrirhuguð-
um áformum mun það án efa leiða
til skerðingar á þjónustu við íbúa,
draga úr viðhaldi og framkvæmd-
um á vegum sveitarfélaganna og
gera þeim erfiðara fyrir varðandi
lækkun skulda.“
Þá segir í ályktun SSV að um
árabil hafi verið markvisst unnið
að því að bæta samskipti ríkis og
sveitarfélaga og tryggja að það ein-
kennist af samráði og trausti eins
og vera á um samskipti tveggja jafn
rétthárra stjórnvalda. „Það skýtur
því skökku við þegar ríkisvaldið
ætlar sér einhliða að veikja tekju-
stofna sveitarfélaga og því er um
alvarlegt inngrip að ræða í fjár-
hagslegt sjálfstæði sveitarfélaga
og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Við
það verður ekki unað. Aðalfund-
ur Samtaka sveitarfélaga á Vest-
urlandi hvetur því ríkisvaldið til
þess að endurskoða vinnubrögð
sín og að á ný verði tekin upp eðli-
leg vinnubrögð í samskiptum rík-
is og sveitarfélaga. Afar mikilvægt
er að nú þegar hefjist viðræður að-
ila um breytingar á fjármálaáætlun
og þær leiði til þess að áform um
skerðingu á framlögum til Jöfnun-
arsjóðs verði dregin til baka.“
SSV og Atvinnuráðgjöf
Á aðalfundi SSV kom meðal ann-
ars fram í kynningu Eggerts Kjart-
anssonar, formanns stjórnar SSV,
að á skrifstofu samtakanna eru í
dag 6,6 stöðugildi starfsmanna og
að síðastliðið haust hafi verið ráð-
ið í starf verkefnisstjóra sem sinn-
ir fjármálum, Uppbyggingarsjóði
og upplýsingamálum. Reglulegir
fundir fóru fram á árinu með öðr-
um landshlutasamtökum og Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga, fund-
ir með þingmönnum Norðvestur-
kjördæmis, ráðherrum og þing-
nefndum og þá fundaði ríkisstjórn
íslands í Langaholti á árinu og bauð
þá sveitarstjórnarfólki til fund-
ar við sig. Atvinnuráðgjöfin hef-
ur löngum verið stærsti þátturinn
í starfsemi SSV en fjórir ráðgjaf-
ar eru nú starfandi þar í 3,4 stöðu-
gildum. Fjölmörg og fjölbreytt er-
indi berast ráðgjöfum á hverju ári.
Nýr samningur við Byggðastofnun
var undirritaður á liðnu ári. Unnið
var að sex verkefnum á sviði Sókn-
aráætlunar árið 2018. Það voru:
Nýsköpun og frumkvöðlar, Mat-
arauður Vesturlands, Innviðir á
Vesturlandi, Ungmennaþing, Efl-
ing ferðaþjónustu og Menningar-
starf. Uppbyggingarsjóður Vestur-
lands úthlutaði styrkjum að upp-
hæð 56,8 m.kr til 93 verkefna.
í máli páls S. Brynjarssonar,
framkvæmdastjóra SSV, kom fram
að reksturinn var í stórum dráttum
með svipuðum hætti og undanfarin
ár, en umsjón með Sóknaráætlun
Vesturlands er sífellt vaxandi verk-
efni. Rekstrarniðurstaða SSV var
jákvæð um 5,6 m.kr. að teknu tilliti
til taps á hlutdeildarfélaginu NVB
ehf. sem heldur utan um almenn-
ingssamgöngur á Vesturlandi og
víðar. Rekstur þjónustusvæðis um
málefni fatlaðra var í jafnvægi, en
veruleg tekjuaukning varð á árinu
sem skýrist af hærra framlagi Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga.
Starfsendurhæfing
í kynningu Thelmu H Sigur-
björnsdóttur hjá Starfsendurhæf-
ingu Vesturlands kom fram að
reksturinn hafi gengið ágætlega
á síðasta ári og stóðu tekjur und-
ir gjöldum. Fækkun varð á þjón-
ustuþegum á árinu 2018 en fjöldi
þjónustuþega er þó breytilegur á
milli ára og misjafnt hversu mikla
þjónustu hver og einn einstakling-
ur þarf. Nokkur umræða varð um
skiptingu þeirra sem eru í endur-
hæfingu á milli svæða, en flestir
koma af Akranesi og úr Borgarfirði
en mun færri af Snæfellsnesi.
Símenntunarmiðstöð
Inga Dóra Halldórsdóttir hjá Sí-
menntunarmiðstöðinni á Vestur-
landi kynnti starfsemi miðstöðv-
arinnar á síðasta ári. Fram koma
að viðsnúningur varð í rekstrin-
um eftir hagræðingaraðgerðir sem
ráðist var í eftir taprekstur tveggja
ára þar á undan. í ársskýrslunni er
einnig komið inn á að loks virðist
hylla undir að fjármagni á fjárlög-
um til símenntunarmiðstöðvanna
verði úthlutað samkvæmt ákveðnu
reiknilíkani árið 2020 en hingað
til hefur verið mikið misræmi í út-
deilingu fjármuna og Vesturland
hefur hingað til borið skarðan hlut
frá borði.
Sorpurðun
Niðurstaða rekstrar Sorpurðun-
ar Vesturlands sýndi 46 milljóna
króna hagnað og mun hann að
stórum hluta verða nýttur til fjár-
festinga á svæðinu. Töluverð um-
ræða varð um framtíð urðunarstað-
arins í Fíflholtum, stækkun urðun-
arreinar, móttöku sorps frá Suð-
urlandi, áhrif foks á umhverfið og
íbúafund sem haldinn var nýverið
í Lyngbrekku. Frá því hefur verið
greint í umfjöllun Skessuhorns á
síðustu vikum. Meðal annars kom
fram að vinna þarf nýtt mat á um-
hverfisáhrifum fyrir urðun sök-
um aukins magns á síðasta ári sem
meðal annars helgast af einskipt-
ismagni vegna niðurrifs Sements-
verksmiðjunnar á Akranesi.
Heilbrigðiseftirlit
í ársskýrslu Heilbrigðisnefndar
Vesturlands kemur fram að kosin
var ný stjórn eftir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar. Heilbrigðiseft-
irlitið er lítil starfseining, með ein-
ungis tvo starfsmenn og aðsetur í
Hvalfjarðarsveit. Sinnir stofnun-
in eftirliti á stóru landsvæði með
mikinn fjölda eftirlitsskyldra að-
ila. Vinnuálag á starfsmenn er því
mikið og hefur farið vaxandi á
undanförnum árum. Stjórnsýslu-
kröfur á heilbrigðiseftirlit sveitar-
félaga fara auk þess vaxandi. Má í
því sambandi nefna nýlegar breyt-
ingar á lögum um hollustuhætti
og megnunarvarnir sem og breyt-
ingar á reglugerð nr. 550/2018 um
losun frá atvinnurekstri og meng-
unarvarnaeftirlit.
Vesturlandsstofa
páll S Brynjarsson fór yfir verk-
efni Vesturlandsstofu. Annars veg-
ar snérist hann um rekstur upp-
lýsingamiðstöðvar í Hyrnutorgi í
Borgarnesi sem opin er alla virka
daga og lengur yfir sumartímann.
Árið 2018 komu um ellefu þús-
und gestir í miðstöðina en rekstur
hennar er fjármagnaður af ríkinu,
Borgarbyggð og SSV. Einn starfs-
maður sinnir upplýsingamiðstöð.
Meginverkefni Vesturlandsstofu
er hins vegar rekstur Markaðsstofu
Vesturlands. Hlutverk hennar er
að samþætta markaðssetningu á
Vesturlandi, styrkja ímynd Vestur-
lands og kynna landshlutann sem
ákjósanlegan áningarstað. Fram
kom í máli páls að landshlutinn
hefur fengið fjölmargar góðar við-
urkenningar á undanförnum árum
og eiga þær vafalítið þátt í því að
ferðafólki er að fjölga á Vestur-
landi umfram aðra landshluta. Á
síðasta ári var lokið við Áfanga-
staðaáætlun Vesturlands, stöð-
ugreiningu ferðaþjónustu, stefnu-
mótun og aðgerðaráætlun fyrir
áfangastaði ferðamanna eða svæði
á Vesturlandi. Það stóra plagg mun
nýtast í allri stefnumótun og upp-
byggingu ferðaþjónustu í lands-
hlutanum.
mm
Fleygur rekinn í samskipti ríkis og sveitarfélaga
Aðalfundur SSV og aðildarstofnana samtakanna var í síðustu viku
Vesturland hefur á liðnum árum fengið fjölmargar viðurkenningar sem tengjast ferðaþjónustu. Nú síðast sem Vetrará-
gangastaður ársins, tilfnefndur af Luxery travel guide 2018.
Svipmyndir af aðalfundi SSV. Ljósm. kgk.