Skessuhorn - 10.04.2019, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 2019 13
Sunnubraut 13, 300 Akranesi • Sími: 430-9900
SUMARÚTHLUTUN ORLOFSHÚSA
SUMARIÐ 2019
-UMHVERFISVÆNNI UMSÓKN-
Þetta árið sendum við ekki umsóknareyðublöð og
bæklinga á alla félagsmenn VLFA, eins og fyrri ár.
Umsóknir og bæklinginn má nálgast á skrifstofu VLFA.
Rafræn umsókn er inni á félagavefnum okkar: www.vlfa.is
Opnum fyrir umsóknir þann 5. apríl
Frestur til að skila inn umsóknum er 14. apríl.
Fyrsta úthlutun fer fram þann 15. apríl
Auðarskóli
Ábyrgð – Ánægja – Árangur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Auðarskóli óskar eftir að
ráða í eftirfarandi stöður
skólaárið 2019-2020
Kennarar í Auðarskóla
Við Auðarskóla er laus 77% staða kennara á unglingastigi og
100% staða kennara á miðstigi fyrir skólaárið 2019-2020.
Kennsla á unglingastigi
Smíðar
Enska
Danska
Kennsla á miðstigi
Stærðfræði
Samfélagsfræði
Danska
Upplýsingatækni
Mikilvægt er að umsækjendur búi að:
Færni í samskiptum
Frumkvæði í starfi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu
Auðarskóla í teymiskennslu.
Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2019.
Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunn-
skóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is.
Í umsókninni þarf að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur.
Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri í síma 4304757.
Auðarskóli
Ábyrgð – Ánægja – Árangur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Auðarskóli óskar eftir að
ráða tónlistarkennara
Tónlistarkennari
Við Auðarskóla er laus 100% staða tónlistarkennara við tónlistar-
deild skólans frá og með 1.ágúst 2019.
Mikilvægt er að umsækjendur búi að:
Færni í samskiptum
Frumkvæði í starfi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2019.
Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunn-
skóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.
is. Í umsókninni þarf að vera ferilskrá og ábendingar um með-mæ-
lendur. Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri í síma
4304757.Starfshópur undir forystu Frosta
Sigurjónssonar, sem félagsmálaráð-
herra skipaði í lok síðasta árs, hefur
skilað tillögum sínum. Lagðar eru
til fjórtán tillögur og breytingar á
þeim úrræðum sem fyrir eru til að
auðvelda ungu fólki og tekjulágum
að komast inn á húsnæðismarkað-
inn. Tillögur hópsins voru kynnt-
ar í húsakynnum íbúðalánasjóðs á
föstudaginn. Þær miða m.a. að því
að auðvelda fyrrnefndum hópum að
safna fyrir útborgun í íbúð og létta
hjá þeim afborgunarbyrði lána.
Meðal tillagna starfshópsins eru
tvær nýjar tegundir húsnæðislána;
startlán og eiginfjárlán. Með start-
lánum myndi ríkið veita viðbótar-
lán með háum veðhlutföllum og
hagstæðum vöxtum til afmarkaðra
hópa sem eiga sérstaklega erfitt
með að eignast húsnæði. Startlán
verði háð því að um hagkvæmt hús-
næði sé að ræða sem er í samræmi
við þarfir lántaka. Tiltekinn hluti
startlána gæti verið tengdur nýjum
íbúðum til þess að auka framboð
nýs, hagkvæms húsnæðis.
Með eiginfjárláni myndi ríkið
veita lán sem geta numið 15-30%
af kaupverði og eru án afborgana.
Eiginfjárlán lækka bæði þrösk-
uld útborgunar og greiðslugetu
og gætu nýst t.d. þeim hópi sem
ekki ræður við greiðslubyrði startl-
ána. Eiginfjárlán verði afmörkuð
við hagkvæmt húsnæði og hægt að
nota þau til að skapa aukinn hvata
til byggingar slíks húsnæðis. Höf-
uðstóll eiginfjárlána tekur breyt-
ingum með markaðsvirði íbúðar-
innar. Lánið endurgreiðist við sölu
íbúðar eða eftir 25 ár. Lántaki má
greiða lánið upp fyrr á matsvirði
eða í áföngum og hefur hvata til
þess því eftir fimm ár reiknast hóf-
legir vextir á lánið.
Á meðal annarra tillagna er að
tekjulágir geti fullnýtt skattfrjálsan
húsnæðissparnað, að skilyrði um
fyrstu kaup verði rýmkuð, að fresta
megi afborgunum af námslánum
LíN um fimm ár, að vaxtabótum
verði beint að tekjulægri hópum
og að afsláttur af stimpilgjaldi við
fyrstu kaup verði 200 þúsund kr.
Um er að ræða fyrstu drög að til-
lögum en með fyrirvörum um nán-
ari útfærslu, greiningu á kostnaði
og áhrifum.
Þröskuldur enn of hár
Samkvæmt niðurstöðu starfshópsins
er þröskuldur ungs fólks og tekju-
lágra inn á húsnæðismarkað enn of
hár, þrátt fyrir aukinn kaupmátt og
sögulega lága raunvexti. íbúðaverð
hefur hækkað umfram ráðstöfun-
artekjur sem gerir fólki erfiðara að
safna fyrir kaupum á íbúð. Þá hafa
ráðstöfunartekjur ungs fólks hækk-
að minna en annarra aldurshópa og
verð lítilla íbúða, sem henta fyrstu
kaupendum, hefur hækkað mest.
Stór hluti leigjenda vill kom-
ast í eigin íbúð en er í raun fastur
á leigumarkaði. Hlutfall fólks sem
býr í leiguhúsnæði er nú hærra en
fyrir áratug síðan og hlutfall lág-
tekjufólks í þeim hópi hefur farið
hækkandi. Langflestir leigjendur
segjast myndu kjósa að búa í eigin
húsnæði en vísbendingar eru um
að það sé óyfirstíganlegur þrösk-
uldur fyrir marga leigjendur að
safna eigin fé til íbúðakaupa, með-
al annars vegna mikillar hækkunar
leiguverðs. Hlutfall fólks á þrítugs-
aldri sem býr í foreldrahúsum hef-
ur einnig hækkað á undanförnum
áratug. Meirihluti þeirra sem hafa
keypt sína fyrstu íbúð á undanförn-
um árum hafa fengið til þess fjár-
hagslega aðstoð frá ættingjum eða
vinum.
„Húsnæðismálin eru stórt vel-
ferðarmál. Sveiflur á húsnæðis-
markaði undanfarinna ára hafa leitt
til þess að hópur fólks hefur setið
eftir og býr við minna húsnæðisör-
yggi en aðrir og þá sérstaklega ungt
fólk og tekjulægri einstaklingar. Af
þeirri ástæðu setti ég þessa vinnu af
stað. Tillögurnar ríma vel við nið-
urstöður kjarasamninga. Ég ber
þá von í brjósti að þær muni hafa
mikla þýðingu fyrir þá hópa sem á
þurfa að halda,“ sagði Ásmundur
Einar þegar tillögur starfshópsins
voru kynntar. mm
Tillögur til að auðvelda ungu fólki
og tekjulágum að eignast húsnæði
Frosti Sigurjónsson formaður, starfshópsins, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í húsnæði Íbúðalánasjóðs.