Skessuhorn - 10.04.2019, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201914
Héraðsdómur Vesturlands kvað á
mánudaginn upp dóm sem snertir
upprekstrarland á afrétti Þverhlíð-
inga og Tungnamanna sem nær að
hluta yfir jörðina Krók í ofanverð-
um Norðurárdal. Deilur hafa stað-
ið milli upprekstrarfélags bænda
sem vísa til hefðarréttar og óþing-
lýsts samnings frá árinu 1924 þar
sem þáverandi landeigandi Króks
afsalaði sér þeim hluta jarðarinn-
ar sem var afréttarmegin við af-
réttargirðingu til Upprekstrar-
félags Þverárréttar. Þeim samn-
ingi var hins vegar aldrei þinglýst
og byggir núverandi eigandi kröfu
sína á því. Málið höfðaði Borgar-
byggð í ágúst 2017 gegn landeig-
anda Króks og krafðist þess fyrir
dómi að viðurkenndur verði réttur
bænda í Upprekstrarfélagi Þverár-
réttar til beitarafnota af þeim hluta
jarðarinnar Króks samningurinn
frá 1924 nær til. Með gagnstefnu
í október 2017 höfðaði stefndi
gagnsök í málinu og krafðist þess
aðallega að viðurkennt verði að
Borgarbyggð sé óheimilt að safna
fé sem rennur af fjalli að hausti á
land jarðarinnar Króks og reka fé
til réttar um landareignina. Þar sé
nú búið að girða af land og skóg-
rækt stunduð af kappi.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu að Borgarbyggð eigi
beitarafnotarétt að umræddu landi
Króks og felst í þeim rétti, eðli
málsins samkvæmt, einnig heim-
ild til að reka fé um það sama land.
Þar af leiðandi hafnaði dómurinn
gagnsök eigenda Króks. Stefnda
var gert að greiða málskostnað,
800 þúsund krónur.
mm
Borgarbyggð vinnur
mál um beitarrétt
Safnrekstur af Holtavörðuheiði. Ljósm. úr safni: Guðmundur Steinar Jóhannsson.
Síðastliðinn föstudag skrifuðu
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
og Róbert A. Stefánsson, for-
stöðumaður Náttúrustofu Vest-
urlands, undir samning um rann-
sóknir og vöktun Náttúrustofu
Vesturlands á minkum. Markmið
samningsins er að afla og vinna úr
vísindalegum gögnum um mink
í náttúru landsins, sem m.a. má
nýta til að styðja við bætt skipulag
og framkvæmd minkaveiða.
í frétt Náttúrustofunnar um
verkefnið kemur fram að minkur
er framandi og ágeng tegund á ís-
landi og hefur valdið skaða á lífríki
landsins. „Mikilvægt er að halda
tjóni af hans völdum í lágmarki,
sem best verður gert í góðri sam-
vinnu veiðimanna, rannsóknarað-
ila og stjórnvalda. Náttúrustofan
mun á næstunni leggja fram vökt-
unaráætlun fyrir minkastofninn,
í samráði við Náttúrufræðistofn-
un íslands og Umhverfisstofnun.
Leitað verður til veiðimanna um
samvinnu við framkvæmd vökt-
unar en þáttur þeirra er lykill að
því að verkefnið heppnist vel. Þeir
verða beðnir um að senda afla sinn
til rannsókna á Náttúrustofunni,
þar sem fram fara ýmsar mælingar
og sýnataka úr minkunum.
Greiðslur til Náttúrustofu Vest-
urlands nema samtals 12 millj-
ónum króna á samningstíman-
um, sem er tvö ár. Rekstur Nátt-
úrustofunnar hefur verið þung-
ur undanfarin misseri og er þessi
samningur því mjög kærkominn,
að sögn Róbert A Stefánssonar
forstöðumanns hennar.
mm
Við Stykkishólmshöfn að lokinni undirskrift síðastliðinn föstudag. F.v. Menja von
Schmalensee, sviðsstjóri á Náttúrustofunni, Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður,
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Jakob
Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar.
Samið við Náttúru-
stofu Vesturlands um
minkarannsóknir
Byggðarráð Borgarbyggðar hef-
ur ákveðið að samið verði við Rík-
iskaup um að annast útboð vegna
væntanlegrar nýbyggingar fyr-
ir leikskólann Hnoðraból á Klepp-
járnsreykjum. Eins og ákveðið hef-
ur verið mun starfsemi leikskól-
ans verða flutt frá Grímsstöðum og
komið fyrir í nýbyggingu sem reist
verður á Kleppjárnsreykjum á sama
stað og fyrrum heimavist og skóla-
stjóraíbúð er nú. Sú bygging verður
rifin. í bókun sem meirihlutafulltrú-
ar í byggðarráði lögðu fram kem-
ur fram að teikningar að væntan-
legri byggingu líti vel út og að mik-
il breyting til batnaðar verði á allri
aðstöðu bæði leik- og grunnskóla
á staðnum þegar ný bygging verð-
ur tekin í notkun. Samkvæmt áætl-
un sem kynnt var í byggðarráði er
stefnt á að taka nýja leikskólabygg-
ingu á Kleppjárnsreykjum í notkun
í ágúst 2020. mm
Ríkiskaupum falið að bjóða
út nýbyggingu Hnoðrabóls
Nýja viðbyggingin mun verða reist á sama stað og fyrrum heimavist og skóla-
stjóraíbúð eru á í suðausturhluta grunnskólahússins. Ljósm. mm.
í síðustu viku var kosið á þremur
stöðum á starfssvæði Stéttarfélags
Vesturlands um þrjú af sex sætum í
stjórn félagsins til næstu tveggja ára.
í fyrsta skipti frá stofnun félagsins
árið 2006 barst mótframboð við til-
lögu trúnaðarráðs og var því kosið
milli A-lista og B-lista. Niðurstað-
an varð sú að A-listinn bar sigur úr
býtum, hlaut 50,9% atkvæða en B-
listinn 48%. Auðir seðlar og ógildir
voru tveir, eða 1,1% þeirra sem kusu.
Kjörsókn var 17,3%, en 169 nýttu
kosningarétt sinn af þeim 977 sem
voru á kjörskrá. Réttkjörnir í stjórn
Stéttarfélags Vesturlands 2019-2021
eru því fulltrúar A-lista, en hann
skipuðu þau Signý Jóhannesdóttir
formaður, Baldur Jónsson ritari og
Jónína Heiðarsdóttir fyrsti meðstjór-
nandi. mm
Mjótt var á munum í kosningu til
stjórnar Stéttarfélags Vesturlands
Signý, Baldur og Jónína skipuðu A-lista til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vestur-
lands.
Síðastiðinn föstudag veitti mark-
aðsstofan Icelandic Lamb Award of
excellence viðurkenningar til sam-
starfsveitingaaðila sem þykja hafa
skarað fram úr við framreiðslu á
íslensku lambakjöti. í dómnefnd
voru Eva Laufey Kjaran, Ólafur
Örn Ólafsson og Andrés Vilhjálms-
son. í ár voru 18 veitingastaðir
sem þóttu skara framúr og þar af
þrír af Vesturlandi: Bjargarsteinn í
Grundarfirði, Gamla Kaupfélagið á
Akranesi og Narfeyrarstofa í Stykk-
ishólmi. Eftirfarandi veitingastaðir
hlutu viðurkenningu: Apotek Res-
taurant, Bjargarsteinn, Fiskfélag-
ið, Gamla Kaupfélagið á Akranesi,
Grillið – Hótel Sögu, Grillmark-
aðurinn, Haust Restaurant, Höfn-
in, Kol, íslenski Barinn, Lamb Inn
Eyjafjarðarsveit, Lamb Street Food,
Laugaás, Matakjallarinn, Múlaberg
Bistro, Narfeyrarstofa, Von Mat-
hús og VOX arg
Skara fram úr í framreiðslu
á íslensku lambakjöti
Átján veitingastaðir fengu viðurkenningu frá markaðsstofu Icelandic Lamb.