Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 2019 15
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2019
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & Smur, Nesvegi 5
Mánudagurinn 15. apríl
Þriðjudagurinn 16. apríl
Miðvikudagurinn 17. apríl
Allar stærðir ökutækja skoðaðar
Tímapantanir í síma 438–1385
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 SK
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Næstu blöð af Skessuhorni:
Þriðjudaginn 16. apríl
Miðvikudaginn 24. apríl
Miðvikudaginn 1. maí
Vegna páskavikunnar sem framundan
er verður útgáfa Skessuhorns á óvenju-
legum degi í næstu viku. Verður blaðið
gefið út degi fyrr en venjulega og kemur
út þriðjudaginn 16. apríl. Fyrsta blað eftir
páska kemur út miðvikudaginn 24. apríl.
Aðsent efni og auglýsingar til birtingar
óskast sendar með tilliti til þessara
útgáfudaga.
Þér býðst einstakt tækifæri á að gerast meðlimur í Riddara-
reglu sem er fyrir bæði kyn. Hafir þú áhuga sendu okkur þá
póst á netfangið hcotkt@gmail.com.
Við hlökkum til að heyra frá þér.
Fyllsta trúnaðar er heitið með allar persónulegar upplýsingar.
Heimasíða reglunnar er
www.templarpriests.weebly.com
Vinnsla á hinu árlega Ferðablaði
Vesturlands; Travel West Iceland
2019-2020, er nú lokið og búið
að senda í prentsmiðju. Útgáfu-
þjónusta Skessuhorns gefur blað-
ið út, sem nú kemur út í 20. skipti,
en í nánu samstarfi við Markaðs-
stofu Vesturlands. Bæklingurinn
er í A5 broti, 116 síður og í honum
er að finna upplýsingar um á þriðja
hundrað þjónustuaðila á Vestur-
landi auk annarra gagnlegra upp-
lýsinga; mynda og korta. Blaðið
verður prentað í 60 þúsund eintök-
um og dreift víðsvegar um landið
auk þess sem hægt verður að nálg-
ast það á Upplýsingamiðstöð Vest-
urlands og í rafrænni útgáfu til
að senda væntanlegum gestum í
landshlutanum. Dreifing blaðsins
hefst fyrir lok mánaðarins.
mm
Travel West Iceland bæklingur
á leið í prentun
Ingunn Valdís Baldursdóttir ritstjóri Travel West 2019-2020 og Tinna Ósk Grímars-
dóttir grafískur hönnuður sem setti blaðið upp og hannar auglýsingar.
Starfshópur um raforkumálefni
garðyrkjubænda hefur skilað skýrslu
sinni til ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra. „Starfshópurinn
var skipaður vorið 2018 og var ætl-
að að kortleggja þróun framleiðslu-
kostnaðar garðyrkjubænda og hlut
raforku í honum, þróun gjaldskrár-
breytinga, taxta og niðurgreiðslna
vegna raforkunotkunar garðyrkju-
bænda, kanna möguleika til auk-
innar nýsköpunar, þróunarverk-
efna og samstarfs í greininni og
skoða hvaða möguleikar og verð-
mæti kunni að felast í kolefnisfót-
spori garðyrkjunnar eða öðrum
loftlagstengdum áherslum,“ segir
í tilkynningu. Fram hefur komið í
fréttum, meðal annars hér í Skessu-
horni á liðnum misserum, að raf-
orka til garðyrkjubænda hefur ver-
ið það hátt verðlögð að þeir telja
margir engan hag af raflýsingu. Af
þeim sökum standa gróðurhús víða
tóm á veturna, en grænmeti flutt til
landsins í stórum stíl á sama tíma.
í frétt ráðuneytisins um skýrslu
starfsfhópsins segir að hún innihaldi
tillögur að aðgerðum sem miða að
aukinni nýsköpun og þróun í grein-
inni en einnig tillögur er varða
framkvæmd niðurgreiðslna raforku
til garðyrkjubænda. „Meðal tillagna
starfshópsins eru endurskoðun á
heildarfjárhæð niðurgreiðslna vegna
raforkukostnaðar, endurskilgreining
á mörkum niðurgreiðsluhlutfallsins,
ítarlegri skilgreiningar í búvöru-
samningum um hvaða ræktun eigi
rétt á niðurgreiðslu rafmagns til lýs-
ingar, stofnun rannsókna- og þró-
unarsjóðs garðyrkjunnar sem myndi
veita styrki til verkefna á sviði fram-
leiðniaukandi nýsköpunar, nýrra
umhverfisvænna ræktunaraðferða
og þróunar orkusparandi tækni fyr-
ir garðyrkju, áhersla á aukna notk-
un orkusparandi ljósgjafa og aðrar
orkusparandi aðgerðir og kannaður
fýsileiki þess að stofna Garðyrkju-
klasa íslands. Allar eru þessar tillög-
ur með fyrirvara um fjármögnun.“
Þá segir að skýrslan verði tekin
tekin til frekari skoðunar í ráðu-
neytinu og að hún verði m.a. mik-
ilvægt framlag í matvælastefnu fyr-
ir ísland þar sem áherslu er lögð á
uppruna matvæla og kolefnisfót-
spor við framleiðslu matvæla. „Hér
er um mikilvægt loftlagsmál að
ræða og að sama skapi undirstrik-
ar skýrslan fjölbreytta möguleika á
sviði nýsköpunar og tækniþróunar
innan íslenskrar garðyrkju.“
mm
Tillögur varðandi raforkusölu
til garðyrkjubænda
Þessi mynd var tekin í verslun Krónunnar á Akranesi síðari hluta marsmánaðar. Þarna má sjá úrval tómata, svo sem frá
Marokkó, Spáni og Hollandi. Ein tegund íslenskra smátómata var þá til í versluninni, einn sextándi vöruframboðsins. Sölu-
stjóri hjá Sambandi garðyrkjubænda staðfesti í samtali við Skessuhorn sama dag og myndin var tekin, að ástæðan væri sú að
verulega skorti upp á framboð á íslenskum tómötum á þessum árstíma.